Jafnréttisáætlun Þingeyjarsveitar

Jafnréttisáætlanir eru formlega samþykktar áætlanir um aðgerðir sem hafa jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla að leiðarljósi. Með jafnréttisáætlun taka stjórnendur og starfsfólk höndum saman og vinna markvisst að jafnrétti kynjanna – með hagsmuni allra í huga. Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ber öllum sveitarfélögum, þar sem starfa fleiri en 25 manns, að setja sér jafnréttisáætlun. Þingeyjarsveit hefur sett sér jafnréttisáætlun sem nálgast má hér neðar á síðunni. Félags- og menningarmálanefnd fer með jafnréttismál í sveitarfélaginu.

Jafnréttisáætlun Þingeyjarsveitar á PDF formi