5. fundur

Fundargerð

Ungmennaráð

21.05.2013

5. fundur

Ungmennaráð Þingeyjarsveitar, fundur nr. 5
Dags. 21.5.2013

Fundagerð ungmennaráðs Þingeyjarsveitar

Fundurinn var haldin 21. maí 2013 í Félasheimilinu Breiðamýri kl.16:00

Mættir voru: Sigtryggur Andri Vagnsson, Bjargey Ingólfsdóttir, Rut Benediktsdóttir, Agnes Gísladóttir, Eva Sól Pétursdóttir, Elvar Baldvinsson, Hermína Fjóla Ingólfsdóttir og Rakel Ösp Aðalsteinsdóttir.  Að auki sat fundinn Berglind Gunnarsdóttir Æskulýðs og tómstundafulltrúi Þingeyjasveitar.

Berglind setti fundin og bauð alla velkomna.

1.       Lokahóf unglingaráðs og samnemenda þeirra

Fundarmenn lögðu höfuðið í bleyti og afraksturinn voru nokkrar hugmyndir: útilega í Vaglaskógi (snjóhúsaferð???), Gisting í sumarbúðunum á Vestmannsvatni og Sund (diskó og pizza)og sprell við Laugar.

2.       Rifjað var upp umræðuefni seinasta fundar

Rifjað upp og spjallað, voru unglingarnir vel virkir. Talað var um Útivistarklúbbinn og þau hvött til áfram haldandi kynningar á honum sín á milli. Var þetta eitthvað búið að fara hægt af stað hjá þeim, (en hef ég það eftir áræðilegum heimildum að mjög margir séu búnir að skrá sig í þennan lokaða hóp á Facebook núna daginn eftir).  J

Ráðið fékk upplýsingar um að ég hefði komið beiðni þeirra um skipulagið á félagsmálakvöldunum áleiðis til sveitastjórnar/sveitastjóra.

3.       FÍÆT

Berglind kynnti fyrir ráðinu umræður sem fram fóru á ársfundi FÍÆT um ungmennaráð. Þar var talað um hvað ráðin voru að gera marga skemmtilega hluti. Kynnt var fyrir ráðinu vinna sem unnin er í Þorlákshöfn og að sá sem stjórnar ráðinu þar sé að skrifa lokaritgerð um ungmennaráðin og hversu mikilvæg þau eru (leggur hann áherslu á að hafa góða stemmingu í hópnum og vinna með þeim mörg glæsileg og flott verkefni).

4.       Önnur mál

Við ræddum aftur lokahófið og var niðurstaðan sú að gróðurinn væru of viðkvæmur fyrir útilegu og að líklegra væri að samnemendur þeirra fengjust til að koma fyrst í stað saman á Laugum. Við færum í sund og svo í sprell á eftir. Gott væri líka að hafa sprellið á stað þar sem veðrið væri ekki vandamál, unglingarnir kæmu frekar ef þetta væri að kvöldi en degi. Gott væri að hafa þennan hitting núna snemma sumars því þá væri líklegra að ÚTIVISTAR/FACEBOOK hópurinn kæmi saman fljótlega og gera eitthvað saman, jafnvel tala um það í þessu lokahófi.

Sundlaugin verður lokuð á þeim tíma sem áætlað var að fara, en var umræðan þannig að það væri ekki hundrað í hættunni því margir væru bara ekkert spenntir fyrir því að fara í sund.

Við ætlum því að hittast föstudaginn 7. Júní í áhaldahúsinu við íþróttavöllinn á Laugum klukkan 20:00 og borða góðan mat í boði Þingeyjasveitar og sprella frameftir kvöldi og þeir sem vilja gista geta gert það.

Ráðið ætlaði að sjá um leiki, en Berglind um húsið, svæðið og matinn.

Berglind verður á staðnum allan tímann.

Fundi slitið kl 17:29

Berglind Gunnarsdóttir