3. fundur

Fundargerð

Ungmennaráð

14.12.2011

3. fundur

Ungmennaráð Þingeyjarsveitar, fundur nr. 3
Dags. 14.12.2011

3. fundur Ungmennaráðs Þingeyjarsveitar, haldin í Kjarna miðvikudaginn 14. 12.2011

Mætt voru:, Guðbjörg Erna Sigurpálsdóttir, Líney Rúnarsdóttir, Freyþór Hrafn Harðarson, Verónika Arnardóttir, Hermína Fjóla Ingólfsdóttir, Teitur Erlingsson og Björn  Húnbogi Birnuson sem situr fyrir Rakel Ösp Aðalsteinsdóttur sem forfallaðist . Agla Bettý Andrésdóttir og Kjartan Árni Kolbeinsson forfölluðust á síðustu stundu.

Að auki situr Dagbjört Jónsdóttir skrifstofustjóri fundi ráðsins og ritaði fundargerð.

Dagbjört setti fund kl. 17:10 og bauð alla velkomna

Dagskrá fundar:

1.       Kosning formanns og ritara

Dagbjört kynnti stuttlega fyrir nefndarmönnum verkefni og störf  formanns og ritarar áður en gengið var til kosninga. Teitur var kosinn formaður og Liney ritari. Varaformaður  er Agla Bettý.

2.       Fundarsköp og erindisbréf

Dagbjört fór yfir erindisbréf og fundarsköp Þingeyjarsveitar. Ákveðið var að stofna facebookhóp  til að boða fundi, undirbúa fundi og  auka samskipti. Formanni falið að stofna facebookhóp.

Önnur mál

Umræður sköpuðust um íþróttaæfingar, hvort ekki mætti sameina æfingar til að efla íþróttastarf og gera æfingar eftirsóknaverðar. Ungmennaráð vill beina þeim tilmælum til íþróttafélaga í sveitarfélaginu að vinna saman , sameina og efla íþróttaæfingar með það að leiðarljósi að ná saman meiri fjölda til hópíþrótta eins og blak og fótbolta. Ýmsar áhugaverðar umræður sköpuðust, til að mynda að stofna skátahreyfingu, auka forvarnastarf,  munntóbaksnotkun, bjóða upp á ýmsa fræðslu og kynningar o.fl. Þá var fjallað um ungmennastarf sem björgunarsveitin  Þingey stendur fyrir og lýst yfir ánægju með það.

Á kveðið  að halda næsta fund 26. janúar í Stórutjarnaskóla.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 18:25