2. fundur

Fundargerð

Ungmennaráð

18.03.2011

2. fundur

Ungmennaráð Þingeyjarsveitar, fundur nr. 2
Dags. 18.3.2011

Mætt voru:  Arnór Eiðsson, Hermína Fjóla Ingólfsdóttir, Sigurbjörg Arna Stefánsdóttir, Teitur Erlingsson og Sigríður Diljá Vagnsdóttir sem ritaði fundargerð í tölvu.

Að auki situr Dagbjört Jónsdóttir skrifstofustjóri  fundi ráðsins.

Formaður setti fund kl. 15:12 og bauð alla velkomna.

1.        Stefna í íþrótta- og æskulýðsmálum – kynning og drög að stefnu.

Dagbjört kynnti stuttlega stefnu í íþrótta og æskulýðsmálum, og út á hvað þær ganga en Félags -og menningamálanefnd á eftir að móta stefnu.  Hugmyndum var velt upp um íþróttastarf barna og unglinga í sveitarfélaginu, t.d. hvað ungmennafélögin bjóða upp á.  Rætt var um að hvetja ungmennafélögin til frekari íþróttastarfa með börnum og unglingum og auka fjölbreytileika íþrótta.  Þá voru umræður um námskeiðshald, t.d listanámskeið og skyndihjálparnámskeið, einhver námskeið sem höfða frekar til unglinga, og hvetja ungmennafélögin til þess.  Einnig sköpuðust umræður um það að veita ungmennafélögunum hvatningarverðlaun fyrir vel unnin störf.  Ungmennaráð leggur til við Félags -og menningarmálanefnd að taka tillit til ofangreindra þátta við gerð stefnu.

2.       Hlutverk ungmennaráðsins – föst verkefni, hugmyndir og mótun.

Rætt var um að skapa ungmennaráðinu fast verkefni.  Hugmyndir komu upp um lokahóf félagsmiðstöðva, að ungmennaráðið kæmi að skipulagningu þess í samvinnu við nemendafélögin í hverjum skóla.  Formanni var falið að fylgja þessari hugmynd eftir.

3.       Staða ungmenna í Þingeyjarsveit – atvinnumál o.fl.

Umræða var tekin um atvinnuástand unglinga í sveitarfélaginu.  Svo virðist sem elstu bekkjum gangi vel að finna vinnu utan heimilis, og að meira sé í boði heldur en hefur verið.  Þá var rætt um vinnuskólann og óánægju um skertan vinnutíma í fyrra, og leggur ungmennaráðið til að reynt verði að komast hjá því að skerða vinnutíma vinnuskólans og bjóða upp á fræðslunámskeið honum samhliða. 

4.       Önnur mál.

Ungmennaráð vill beina þeim tilmælum til nefnda sveitarfélagsins að vísa málefnum er varðar ungt fólk í sveitarfélaginu til umsagnar hjá ungmennaráði.  Gert er ráð fyrir því í erindisbréfi ungmennaráðsins þar sem fram kemur að hlutverk ráðsins sé að vera ráðgefandi um málefni sem tengjast ungu fólki í sveitarfélaginu í umboði sveitarstjórnar.  Það er góð leið til að efla virkni og er í samræmi við lýðræðislegt ferli.  Dagbjört kynnti fyrir ráðinu boð á þing ungmennaráða sem halda á í Reykjavík 16. apríl næstkomandi, og lagt var til að formaður og varaformaður færu á þingið fyrir hönd ráðsins.

Ekki fleira rætt og fundi slitið 16:30

Sigríður Diljá Vagnsdóttir