1. fundur

Fundargerð

Ungmennaráð

21.12.2010

1. fundur

Ungmennaráð Þingeyjarsveitar, fundur nr. 1
Dags. 21.12.2010

Mættir voru: Arnór Eiðsson, Sigurbjörg Arna Stefánsdóttir, Guðrún Kristín Kolbeinsdóttir, Hermína Fjóla Ingólfsdóttir og Teitur Erlingsson.

Að auki situr Dagbjört Jónsdóttir skrifstofustjóri fund ráðsins og ritar fundargerð.

Dagbjört setti fund kl. 13:00 og bauð alla velkomna á þennan fyrsta fund ný stofnaðs ungmennaráðs.

1.      Kynning fundarmanna

Fundarmenn  kynntu sig og fóru yfir upplýsingar um heimilisföng, símanúmer og skráðu netföngin. Þar sem Guðrún Kristín er að flytja burt úr sveitarfélaginu lögðu fundarmenn til að Sigríður Diljá Vagnsdóttir varamaður ráðsins taki sæti hennar.

2.      Kosning formanns, varaformanns og ritara

Gengið var til kosninga á formanni, varaformanni og ritara ráðsins. Hermína Fjóla var kosin formaður, Teitur varaformaður og Sigríður Diljá ritari. Dagbjört gerði grein fyrir störfum formanns, varaformanns og ritara.

3.      Kynning á starfsháttum

Fjallað var almennt um starfshætti ungmennaráðsins, hvað málefni ættu heima þar og hvernig þau færu áfram til ákvarðanatöku. Boðskiptaleiðir og skil á fundargerð og einnig hvort funda mætti á fleiri stöðum en í Kjarna. Tekið var vel í að funda á fleiri stöðum t.d. í Stórutjarnaskóla og í Hafralækjarskóla.

4.      Önnur mál

Fjalla var um málefni félagsmiðstöðvar og þá breytingu sem varð þar á í haust. Fundarmenn lýstu ánægju sinni yfir þeim breytingum, skipulagið væri mun betra en töldu þó að nýta mætti Ljósvetningabúð þar sem aðstaða er til staðar þar og sú hugmynd kom upp að halda mætti einu sinni á vetri eitt félagsmiðstöðvarkvöld þar, t.d. að vori.Talað var um að koma þessari hugmynd til þeirra aðila sem málið varða, formenn nemendaráðs skólanna og kennara. Þá kom sú tillaga að sveitarfélagið legði eitthvað til við þetta eina félagsmiðstöðvarkvöld í Ljósvetningabúð svo hægt væri að gera góða dagskrá.

Ekki fleira rætt og fundi slitið 14:15

Dagbjört Jónsdóttir