6. fundur

Fundargerð

Umhverfisnefnd 2022-2026

02.02.2023

6. fundur

Umhverfisnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 02. febrúar kl. 14:00

Fundarmenn

Anna Bragadóttir

Arnheiður Rán Almarsdóttir

Sigurður Böðvarsson

Rúnar Ísleifsson

Guðrún Sigríður Tryggvadóttir.

 

Guðrún yfirgaf fundinn kl. 15:30.

Fundargerð ritaði: Magnús Már Þorvaldsson

Dagskrá:

 

1.

Tilnefningar til umhverfisverðlauna 2022 - 2212022

 

Óskað var eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Þingeyjarsveitar 2022 þann 2. desember 2022 og rann fresturinn til tilnefninga út 21.desember 2022. Tvær tilnefningar bárust innan tilgreinds frests sem og hefur umhverfisnefnd tekið þær til skoðunar í samræmi við reglur þar um.

 

A. Umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að veita Stórutjarnaskóla umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar 2022 vegna þess að nærumhverfi skólans er vel við haldið og ásýnd staðarins til fyrirmyndar. Skipulag lóðarinnar ber þess merki að við hönnun hennar var lögð alúð rétt eins og við hönnun skólans. Saman skapar þetta fallega og snyrtilega heild sem umhverfisnefnd telur fulla ástæðu til að verðlauna.

 

   

2.

Verkefnastjóri umhverfismála. - 2011001

 

Nýtt starf verkefnastjóra umhverfismála.

 

Þingeyjarsveit er landmesta sveitarfélag á Íslandi. Umhverfismál er viðamikill og ört vaxandi málaflokkur. Ábyrgð okkar er því mikil vegna hins sérstæðs lífríkis og náttúruperla. Auk áskorana vegna ágangs ferðamanna, jarðvegseyðingar, dreifðrar byggðar og margra annarra þátta sem þarf að sinna vel. Leggur umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að komið verði á nýju starfi er alfarið sinnir umhverfismálum og beri starfsheitið verkefnastjóri umhverfismála.

 

   

3.

Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 2206053

 

Unnið er að aðgerðaráætlun í umhverfismálum sem unnin er á grundvelli umhverfisstefnu Þingeyjarsveitar.

 

Unnið að gerð aðgerðaráætlunar og mun formaður boða til vinnufunda viðvíkjandi áætlunina.

 

   

Fundi slitið kl. 15:40.