5. fundur

Fundargerð

Umhverfisnefnd 2022-2026

19.01.2023

5. fundur

Umhverfisnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 19. janúar kl. 14:00

Fundarmenn

Anna Bragadóttir

Arnheiður Rán Almarsdóttir

Rúnar Ísleifsson

Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, er sat fundinn í fjarfundi.

Sigurður Böðvarsson boðaði forföll.

Fundargerð ritaði: Magnús Már Þorvaldsson

Dagskrá:

 

1.

Kynning á starfsemi Náttúrustofu Norðausturlands - 2301008

 

Þorkell Lindberg Þórarinsson kynnir starfsemi Náttúrustofu Norðausturlands.

 

Umhverfisnefnd þakkar Þorkeli Lindberg upplýsandi kynningu.

 

   

2.

Tilnefningar til umhverfisverðlauna - 2212022

 

Óskað var eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Þingeyjarsveitar 2022 þann 2. desember 2022 og rann fresturinn til tilnefninga út 21.desember 2022. Tvær tilnefningar bárust innan tilgreinds frests sem og hefur umhverfisnefnd tekið þær til skoðunar í samræmi við reglur þar um.

 

Samhljóða samþykkt að fresta málinu til næsta fundar umhverfisnefndar.

 

   

3.

Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 2206053

 

Lögð fram tillaga Guðrúnar Tryggvadóttur að breytingu á orðalagi í Umhverfisstefnu Þingeyjarsveitar varðandi smávirkjanakosti í Þingeyjarsveit.

Lögð fram drög að aðgerðaáætlun Þingeyjarsveitar í umhverfismálum, sem unnin er á grundvelli umhverfisstefnu Þingeyjarsveitar.

 

Út ferði felld setningin í Umhverfisstefnu Þingeyjarsveitar:

"Gerð hefur verið skýrsla varðandi smávirkjunarkosti í sveitarfélaginu og eru niðurstöður hennar að til eru nokkur ónýtt vatnsföll sem vel eru til þess fallin að koma á fót smávirkjunum á umhverfisvænan hátt."

Í stað hennar komi:

"Umverfisáhrif skulu höfð að leiðarljósi við skoðun á smávirkjanakostum."

Samhljóða samþykkt og vísað til sveitarstjórnar.

Samhljóða samþykkt að formaður boði til vinnufunda viðvíkjandi aðgerðaráætlun Þingeyjarsveitar.

 

   

Fundi slitið kl. 16:00.