3. fundur

Fundargerð

Umhverfisnefnd 2022-2026

03.11.2022

3. fundur

Umhverfisnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 03. nóvember kl. 14:00

Fundarmenn

Anna Bragadóttir, Arnheiður Rán Almarsdóttir, Sigurður Böðvarsson, Rúnar Ísleifsson og Guðrún Sigríður Tryggvadóttir.

Fundargerð ritaði: Magnús Már Þorvaldsson

Dagskrá:

1. Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar - 2210002

2. Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 2206053

3. Starfshópur - Lífrænn úrgangur - 1811051

4. Lausnir varðandi bann við urðun lífræns úrgangs - 2211003

 

1.

Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar - 2210002

 

Áður á dagskrá 2. fundar umhverfisnefndar þann 20.10.2022. Umhverfisnefnd leggur til nýjar verklagsreglur um umhverfisverðlaun í sameinuðu sveitarfélagi.

 

Umhverfisnefnd leggur til að byggt verði á grunni umhverfisverðlauna Skútustaðahrepps við tilnefningu umhverfisverðlauna Þingeyjarsveitar. Veitt verða verðlaun fyrir þá er sýna gott fordæmi varðandi umgengni, flokkun og/eða aðra umhverfisþætti. Samhljóða samþykkt.

 

   

2.

Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 2206053

 

Áður á dagskrá 2. fundar umhverfisnefndar þann 20.10.2022. Lögð er fram umhverfisstefna Þingeyjarsveitar, en hún hefur verið uppfærð af nefndinni á vinnufundum.

 

Umhverfisnefnd samþykkir samhljóða umhverfisstefnu sveitarfélagsins og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

 

   

3.

Starfshópur - Lífrænn úrgangur - 1811051

 

Lögð fram til kynningar lokaskýrsla Bokashi-verkefnisins.

 

 

     

4.

Lausnir varðandi bann við urðun lífræns úrgangs - 2211003

 

Vegna breyttra laga um urðun lífræns úrgangs þarf sveitarfélagið að finna lausnir til að uppfyll ákvæði lagannna. Sveitarfélagið hefur aflað upplýsinga um lausnir.

 

Á fundinn kom Eygerður Margrétardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og kynnti fyrir nefndinni samantekt á úrgangsstjórnun og breytingar á lögum. Umhverfinsnefnd óskar eftir upplýsingum um núverandi kostnað í sveitarfélaginu við söfnun útgangs og felur formanni að kanna kostnaðarliði á öðrum lausnum til framtíðar. Samhljóða samþykkt.

 

   

Fundi slitið kl. 16:00.