230. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

01.02.2018

230. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 01. febrúar kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson

Margrét Bjarnadóttir

Ásvaldur Ævar Þormóðsson

Heiða Guðmundsdóttir

Eiður Jónsson í forföllum Árna Péturs Hilmarssonar

Ragnar Bjarnason

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

 

Starfsmenn

Margrét S. Snorradóttir

Fundargerð ritaði: Margrét S. Snorradóttir

Oddviti setti fund. Hann óskaði eftir að bæta á dagskrá undir 5. lið; Tímabundið tækifærisleyfi

Samþykkt samhljóða.

 Dagskrá:

  1. Hjálparsveit skáta Aðaldal – erindi
  2. Karlakórinn Hreimur – styrkbeiðni
  3. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 25.01.2018
  4. Slökkviliðsstjóri – aukning á starfshlutfalli
  5. Tímabundið tækifærisleyfi til skemmtanahalds – Þorrablót Fnjóskdæla

 

Til kynningar:

 

a)      Fundargerð stjórnar DA frá 23.01.2018

b)     Skýrsla um stjórnsýsluskoðun Þingeyjarsveitar 2017

c)      Dagur leikskólans, 6 febrúar 2018

 

1.    Hjálparsveit skáta Aðaldal – erindi

Fyrir fundinum liggur erindi frá Hjálparsveit skáta í Aðaldal, dags. 29. janúar 2018 þar sem félagið óskar eftir að kaupa húsnæði sveitarfélagsins, Iðjugerði 1 í Aðaldal. Húsnæðið var byggt árið 1992 sem skrifstofuhúsnæði fyrir sveitarfélagið en einnig sem húsnæði undir búnað slökkviliðs og Hjálparsveit skáta í Aðaldal. Frá þeim degi hefur hjálparsveitin haft aðsetur sitt í húsnæðinu og hefur enn, en stafsemi skrifstofu og slökkviliðs sveitarfélagsins hefur verið flutt í annað húsnæði.

 Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi á grundvelli erindisins.

 

 2.      Karlakórinn Hreimur – styrkbeiðni

Lagt fram erindi frá Karlakórnum Hreimi, dags. janúar 2018 þar sem óskað er eftir stuðningi við útgáfu söngskrár karlakórsins vegna vorfagnaðar 2018.

Sveitarstjórn samþykkir styrk að fjárhæð kr.  60.000 þús. og rúmast útgjöld innan gildandi fjárhagsáætlunar 2018.

 

3.      Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 25.01.2018

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 25. janúar s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er einn liður.

1. liður fundargerðar; Einbúavirkjun, breyting á aðalskipulagi o.fl.

Sveitarstjórn leggst ekki gegn því að Einbúavirkjun ehf. hefji umrætt matsferli samkvæmt lögum um mat á umverfisáhrifum nr. 106/2000 og ekki verða teknar skuldbindandi ákvarðanir á þessu stigi um að gera breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna fyrirhugaðra virkjunaráforma né veitingu framkvæmdaleyfis fyrir framkvæmdinni síðar meir.

Ragnar Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

Samþykkt með 6 atkvæðum.

 

4.      Slökkviliðsstjóri – aukning á starfshlutfalli

Lagður fram ráðningarsamningur við núverandi slökkviliðsstjóra Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar þar sem starfshlutfall hans er aukið úr 80% í 100%.

Sveitarstjórn samþykkir ráðningasamninginn samhljóða.

 

5.      Tímabundið tækifærisleyfi til skemmtanahalds – Þorrablót Fnjóskdæla

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 23. janúar s.l. þar sem sótt er um tækifærisleyfi til að halda árlegt þorrablót Fnjóskdæla í Stórutjarnaskóla laugardaginn 3. febrúar nk. frá kl. 20:00 til kl. 04:00 4. febrúar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins  fyrir sitt leyti. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:10