314. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

10.02.2022

314. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Félagsheimilinu Breiðumýri fimmtudaginn 10. febrúar kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og  Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson. 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá undir 2. lið; 2202012-Landsbyggðar hses. Aðrir liðir farast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.

Nemendur Stórutjarnaskóla: Beiðni um ný leiktæki - 2201021

 

Lagt fram erindi frá nemendum 8.-10. bekkjar Stórutjarnaskóla, ódags. þar sem óskað er eftir fjármagni til kaupa á nýjum útileiktækjum fyrir unglinga.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til Fræðslunefndar til frekari skoðunar í samráði við nemendur.

     

2.

Landsbyggðar hses. - 2202012

 

Samband íslenskar sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafa undanfarið unnið drög að samþykktum fyrir eina húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) fyrir landsbyggðina.

Markmið fyrirhugaðrar hses. er að stuðla að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir að öll sveitarfélög utan höfuðborgarasvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu.
Einnig er markmiðið að ná stærðarhagkvæmni sem næst síður með minni hses félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu til stjórnar Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. til frekari skoðunar.

     

3.

Saga urriðaveiða í Laxárdal og Mývatnssveit: Beiðni um styrk - 2201018

 

Tekið fyrir öðru sinni erindi frá Jóni Aðalsteini Þorgeirssyni f.h. ritnefndar um verkefnið; Laxá í Þing. - Saga urriðaveiða í Laxárdal og Mývatnssveit, dags. 17.01.2022.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu til Félags- og menningarmálanefndar.

     

4.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2022: Sundlaugin á Laugum - 2202008

 

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2022.
Viðauki nr. 1; Framkvæmdir við Sundlaugina á Laugum að fjárhæð 11 millj. kr.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan viðauka, 11 millj.kr. við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með skammtíma lántöku.

     

5.

Nauðsynleg viðbrögð sveitarfélaga vegna breytingar á barnaverndarlögum - 2202007

 

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1.02.2022 um umdæmisráð barnaverndar.

Alþingi hefur samþykkt breytingar á barnaverndarlögum sem fela í sér grundvallarbreytingu á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar. Breytingar taka gildi þann 28. maí 2022.
Mikilvægt er að sveitarfélög sem þurfa að sameinast um umdæmisráð hefji viðræður sem fyrst um mögulega útfærslu ráðanna.

 

Lagt fram til umræðu.

     

6.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Fundargerð 906. fundar stjórana Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

     

7.

Fundur með þingmönnum Norðausturkjördæmis - 2202009

 

Kjördæmadagur verður þriðjudaginn 15. febrúar n.k. og sveitarfélög austan Vaðlaheiðar eiga bókaðan fund með þingmönnum frá kl. 10:00 til 12:00 og sveitarfélög vestan Vaðlaheiðar frá kl. 12:45 til 15:00.

 

Lagt fram til kynningar.

     

Fundi slitið kl. 14:32.