309. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

25.11.2021

309. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 25. nóvember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

 

 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

 

 

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

1.

Fjárhagsáætlun 2022-2025: Fyrri umræða - 2109005

 

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2022-2025 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjóri fór yfir áætlunina ásamt skrifstofustjóra sem sat fundinn undir þessum lið. Einnig lögð fram fjárfestingaáætlun ásamt viðhaldsáætlun í eignasjóði, leiguíbúðum og veitum.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2022-2025 til síðari umræðu.

 

   

2.

Gjaldskrár 2022 - 2111017

 

Gjaldskrár Þingeyjarsveitar 2021 teknar til fyrri umræðu. Almennt er ekki gert ráð fyrir gjaldskrárhækkunum umfram verðlagshækkanir.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa gjaldskrám 2022 til síðari umræðu.

 

   

3.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2021 - 2106003

 

Lagðir fram viðaukar við fjárhagsáætlun 2021, fjárframlag til Mývatnsstofu kr. 4.000.000 og fjárframlag til Nýsköpunar í norðri (NÍN) kr. 11.000.000 sem er hluti aðgerða sveitarstjórnar vegna COVID-19.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða viðauka, annars vegar kr. 4.000.000 og kr. 11.000.000, samtals kr. 15.000.000 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2021.

 

   

4.

Brunavarnarnefnd: Fundargerð - 1809018

 

Lögð fram fundargerði 34. fundar Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 24.11.2021. Oddviti gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum.

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina fyrir sitt leyti og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2025.

 

   

5.

Landspilda sveitarfélagsins við Illugastaðarétt: Erindi - 2111018

 

Tekið fyrir erindi frá Jóni Þóri Óskarssyni og Hlíf Guðmundsdóttur, dags. 9.11.2021 þar sem óskað er eftir kaupum á hluta eða allri landspildu í eigu sveitarfélagsins við Illugastaðarétt vega fyrirhugaðrar byggingar íbúðarhúss.

 

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við skipulagsfulltrúa.

 

   

6.

Stígamót: Fjárbeiðni fyrir árið 2022 - 2111010

 

Fyrir fundinum liggur bréf frá Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta, dags. 03.11.2021 þar sem skorað er á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu með þeim. Árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna landsins til þess að óska eftir samstarfi um reksturinn með fjárframlagi.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Stígamót um 100.000 kr. og vísar til fjárhagsáætlunar 2022 þar sem gert er ráð fyrir styrknum.

 

   

7.

Þjónustusamningur milli Þingeyjarsveitar og SSNE - 2111019

 

Lögð fram drög að samningi milli Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE og Þingeyjarsveitar vegna áfangastaðastofu. Samningur þessi leysir af hólmi samning sem Markaðsstofa Norðurlands hefur gert við sveitarfélagið undanfarin ár vegna þjónustu sinnar.
Samningsdrögin byggja á, annars vegar samningu SSNE og SSNV við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stofnun og starfsemi áfangastaðastofu og hins vegar þjónustusamningur SSNE við Markaðsstofu Norðurlands sem annast mun hlutverk áfangastaðastofu.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að skrifa undir samning við SSNE.

 

   

8.

Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

 

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.

 

   

9.

Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerð - 1810004

 

Fundargerð 85. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE): Fundargerð - 2002017

 

Fundargerð 31. fundar stjórnar SSNE.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fundi slitið kl. 16:30.