305. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

23.09.2021

305. fundur

haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 23. september kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson. 

 

 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Rekstraryfirlit fyrstu átta mánuði ársins 2021 - 1804046

 

Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu átta mánuði ársins 2021. Skrifstofustjóri mætti til fundarins undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðunni ásamt sveitarstjóra.

Tekjur eru að skila sér að mestu samkvæmt áætlun en framlög Jöfnunarsjóðs eru þó í nokkurri óvissu eins og oft áður, en þau eru ennþá töluvert undir því sem áætlað var.
Heildargjöld eru um 3 prósentustigum undir áætlun eftir 8 mánuði.

Á heildina litið eru allir málaflokkar nálægt eða undir áætlun að undanskildum fræðslumálum sem eru í heild þegar komin rúmum 2 prósentustigum framúr, en vegna árstíðasveiflna í skólakostnaði ættu þau að vera 3 til 5 prósentustigum undir áætlun eftir 8 mánuði. Þau stefna því nokkuð framúr ef ekkert verður að gert.

Í áætlun var gert ráð fyrir 120 m.kr. hallarekstri á aðalsjóði og að óbreyttu er útlit fyrir að hallinn gæti orðið nokkru meiri.

 

Sveitarstjórn þakkar skrifstofustjóra og sveitarstjóra fyrir greinargóða yfirferð.

 

   

2.

Greið leið ehf.: Aðalfundarboð - 1804043

 

Sveitarstjórn afgreiddi aðalfundarboð Greiðrar leiðar ehf. í tölvupósti milli funda og samþykkti að sveitarstjóri færi með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Aðalfundurinn var haldinn 14. september sl. á Teams.

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

 

   

3.

SSNE: Líforkuver - 2109028

 

Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 15.09.2021 um fjárframlag til stofnunar einkahlutafélags um Líforkuver.

Á fundi stjórnar SSNE þann 11. ágúst sl. var samþykkt að stofna einkahlutafélag til að halda utan um verkefnið „Líforkuver“ og að félagið verði vistað undir hatti SSNE. Stofnfé af hálfu SSNE verður framlag áhersluverkefnis umhverfismála, 3 m.kr. að viðbættum 5 m.kr. styrk frá Umhverfisráðuneytinu vegna eflingar hringrásarhagkerfisins.

Stjórn óskar eftir 12 m.kr. fjárframlagi frá sveitarfélögum á starfssvæði SSNE í hlutfalli við íbúafjölda til þess að fjármagna að fullu hagkvæmnimat sem áætlað er að kosta muni 20 m.kr. Óskað er eftir því að Þingeyjarsveit leggi kr. 335.000 til verkefnisins sem um leið verður hlutafé sveitarfélagsins í einkahlutafélagið um Líforkuver.

 

Afgreiðslu frestað.

 

   

4.

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð - 1804018

 

Lögð fram fundargerð 140. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 16.09.2021. Sigríður Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í átta liðum.

 

1. liður fundargerðar - Fjósatunga - deiliskipulag - 1905026
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Fjósatungu (með ároðnum breytingum í samræmi við umræðum fundinum) og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að sjá um málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar í samræmi við lög og reglugerðir.

2. liður fundargerðar - Breiðamýri 1 land - nafnabreyting - 2109012
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar vegna umsóknar um nafnabreytingu og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

3. liður fundargerðar - Hagi 1 - umsókn um stofnun lóða - 2109013
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um stofnun lóðanna og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

5. liður fundargerðar - Sandur - landskipti - 2109014
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar vegna umsóknar um landskipti og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

 

   

5.

Atvinnumálanefnd: Fundargerð - 1810033

 

Lögð fram fundargerð 29. fundar Atvinnumálanefndar frá 20.09.2021. Árni Pétur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum.

 

2. liður fundargerðar; Rjúpnaveiði á Þeistareykjum og öðrum jörðum í eigu Þingeyjarsveitar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að skipuleggja rjúpnaveiði á Þeistareykjum með því að útdeila veiðileyfum og takmarka þannig rjúpnaveiði með hóflegan fjölda byssa á svæðinu.
Sveitarstjóra og formanni Atvinnumálanefndar falið að vinna málið áfram.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

 

   

6.

Björgunarsveitin Þingey: Kauptilboð - 2105010

 

Fyrir liggur kauptilboð frá Björgunarsveitinni Þingey, dags. 14.09.2021 í eignarhlut sveitarfélagsins í Melgötu 9.
Húsnæðið var byggt árið 1989 sem slökkvistöð fyrir sveitarfélagið en einnig undir starfsemi björgunarsveitarinnar sem á eignarhlut í húsnæðinu á móti sveitarfélaginu. Björgunarsveitin hefur haft aðsetur sitt í húsnæðinu frá upphafi og hefur enn, en starfsemi slökkvistöðvar sveitarfélagsins hefur verið flutt í annað húsnæði.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og felur sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi á grundvelli tilboðsins og umræðum á fundinum.

 

   

7.

Breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar: Erindi - 1908034

 

Lagt fram erindi frá Hilmari Ágústssyni, dags. 6.09.2021 þar sem hann óskar eftir því að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á hans kostnað og vísar til skipulags- og matslýsingar vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og nýs deiliskipulags sem auglýst var í júlí 2020.
Hilmar ítrekar þannig ósk sína um breytingu á aðalskipulagi og óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag á grundvelli ofangreindar lýsingar.

 

Sveitarstjórn vísar til fyrri bókunar sinnar frá 11. febrúar 2021 þar sem segir:
„Sveitarstjórn samþykkir að vísa umræddri tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 til heildarendurskoðunar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 sem nú er í vinnslu.“

Tekin verður afstaða til breytinga á landnotkun í vinnslutillögu sem von er á að kynnt verði fyrir næstu áramót. Sveitarfélagið minnir á að skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélagsins sem ber ábyrgð á skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands sem og að tryggja vernd landslags og náttúru með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Sveitarstjórn telur eðlilegt að litið sé til áforma um nýtingu Skjálfandafljóts með heildstæðri nálgun og í samræmi við aðra landnýtingu og stefnu sveitarfélagsins í endurskoðuðu aðalskipulagi.

 

   

8.

Menningarmiðstöð Þingeyinga: Fundargerðir - 1809019

 

Fundargerð aðalfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 8.06.2021.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fundi slitið kl. 15:38.