304. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

09.09.2021

304. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 09. september kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

 

 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Kjörskrá vegna alþingiskosninga 2021 - 2109006

 

Kjörskrá vegna alþingiskosninga 25. september n.k. lögð fram og yfirfarin. Á kjörskrá eru 669 aðilar. Kjörskráin liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins almenningi til sýnis fram að kjördegi.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita kjörskrána og veitir henni fullnaðarheimild til að gera leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma upp fram að kjördegi vegna alþingiskosninganna.

     

2.

Fjárhagsáætlun 2022-2025: Forsendur og undirbúningur - 2109005

 

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana 2022-2025 í reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga segir með beinum hætti í 17. gr. að við vinnslu fjárhagsáætlana skuli sveitarfélög styðjast við þjóðhagsspár Hagstofu Íslands þar sem við á.

Fyrirliggjandi er þjóðhagsspá sem Hagstofan birti 22. mars. sl. Undanfarin ár hefur Hagstofan birt þjóðhagsspá að sumri í júnímánuði sem legið hefur til grundvallar fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og fjárlagafrumvarpi ríkisstjórna. Óljóst er hvenær fjárlagafrumvarpið verður lagt fram og í ljósi þess var ákveðið, án samráðs við Samband íslenskra sveitarfélaga, að ekki væri þörf á þjóðhagsspá að sumri. Næsta spá Hagstofunnar mun verða birt 5. nóvember n.k.

Í minnisblaðinu er því gerð grein fyrir marsspá Hagstofu sem og nýrri spám Seðlabanka og viðskiptabankanna.

Samkvæmt þjóðhagsspánni frá 22. mars er gert ráð fyrir að verðbólga verði 2,4% á næsta ári og einnig 2023. Seðlabankinn og viðskiptabankarnir spá meiri verðbólgu en Hagstofan eða meðaltal þeirra segir 2,5% á næsta ári og 2,5% 2023. Hækkun vísitölu má nota sem vísbendingu um almennar verðlagsbreytingar í rekstri.

Meira en helmingur útgjalda sveitarfélaga eru laun og launatengd gjöld og skiptir því miklu að launakostnaður sé áætlaður svo sem kostur er. Gert er ráð fyrir að launavísitalan í heild hækki um 5,4% árið 2022 og um 4,2% árið 2023. Meðaltal bankanna segir 5,1% árið 2022 og 4,0% árið 2023.

Í minnisblaðinu eru nefndir helstu óvissuþættir um framvindu efnahagsmála á næstu árum eins og COVID-19, ný ríkisstjórn, kjarasamningar, ferðaþjónusta og gengi krónunnar og verðbólga.

Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fara eftir þeim fjármunum sem sjóðurinn hefur yfir að ráða á hverju ári og ákveðnum forsendum hjá hverju sveitarfélagi. Mikil óvissa er um hvert ráðstöfunarfé sjóðsins verður. Reikna má með að Jöfnunarsjóðurinn birti áætlun um helstu framlög 2022 niður á hvert sveitarfélag í lok september n.k.

 

Samþykkt að halda vinnufund í sveitarstjórn vegna fjárhagsáætlunar 2022-2025 þann 14. október n.k. fyrir sveitarstjórnarfund.

     

3.

Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs - 2106035

 

Lögð fram tillaga frá starfshópi, skipuðum fulltrúum Þingeyjarsveitar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði í Þingeyjarsveit. Um er að ræða stækkun sem fellur innan þjóðlendna og innan miðhálendislínu en undanskilin eru svæði þar sem eru virkjanakostir í biðflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar. Í fyrrgreindum þjóðlendum er Bárðdælaafréttur austari(svæði A) og vestari(svæði B) en tillagan hefur verið kynnt bændum sem nýta þá afrétti.

Ráðuneytið óskar eftir afstöðu og samþykki sveitarstjórnar um að svæðið sbr. meðfylgjandi kort verði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Sveitarstjórn samþykkir að svæði A, samkvæmt fyrirliggjandi korti og er austan fljóts verði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs enda verði hefðbundnar nytjar tryggðar á svæðinu. Sveitarstjórn er reiðubúin til viðræðna um frekari stækkun og leggur til að starfshópurinn vinni áfram að málinu.

     

4.

Hólabrekka, lóðarskiki; Söluferli - 2109008

 

Fyrir liggur kauptilboð frá Valþóri Brynjarssyni og Valdísi Lilju Stefánsdóttur, dags. 8.09.2021 vegna viðbótar lóðarskika við lóð Hólabrekku, alls 793 m2 og kaupverð 418.110 kr.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í viðbótar lóðarskika við lóð Hólabrekku og felur sveitarstjóra að skrifa undir kaupsamning á grundvelli kauptilboðsins.

     

5.

Rjúpnaveiðibann í landi Þeistareykja - 2011004

 

Tekin til umræðu rjúpnaveiði í landi Þeistareykja. Sveitarstjórn samþykkti 5.11.2020 að banna rjúpnaveiði í landi Þeistareykja út veiðitímabilið 2020 en ræddi jafnframt framtíðarfyrirkomulag rjúpnaveiða á svæðinu.

 

Sveitarstjórn hefur áhyggjur af bágu ástandi rjúpnastofnsins og mikilli ásókn á svæðið og samþykkir að vísa málinu til Atvinnumálanefndar.

     

6.

Umboðsmaður Alþingis: Kvörtun - 2108024

 

Lagt fram til kynningar bréf frá umboðsmanni Alþingis, dags. 11.08.2021 þar sem Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögmaður, f.h. Anitu Karin Guttesen, kvartar yfir ráðningu í starf skólastjóra Stórutjarnaskóla sem auglýst var laust til umsóknar í apríl s.l.

Afrit af öllum gögnum framangreinds ráðningarmáls voru send umboðsmanni þann 23.08.2021 sem hann hefur móttekið.

     

7.

SUNN: Beiðni um upplýsingar - 2109001

 

Lögð fram til kynningar beiðni frá Sif Konráðsdóttur, f.h. Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN), dags. 31.08.2021, um upplýsingar vegna Einbúavirkjunar.

Beiðninni hefur verið svarað og gögn voru send þann 8.09.2021.

     

8.

Brunavarnarnefnd: Fundargerðir - 1809018

 

Lögð fram fundargerð 33. fundar Brunavarnarnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 06.09.2021. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sex liðum.

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina fyrir sitt leyti.

     

9.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Fundargerðir 899. og 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagðar fram til kynningar.

     

10.

Undirbúningsstjórn vegna sameiningar: Fundargerð - 2109007

 

Fundargerð 1. fundar undirbúningsstjórnar um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

 

Lögð fram til kynningar.

     

11.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Úttektir slökkviliða 2021, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur - 1804037

 

Skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á úttekt slökkviliðs Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveit 2021.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fundi slitið kl. 15:20.