302. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

12.08.2021

302. fundur

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 12. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs - 2106035

 

Tekin til umræðu öðru sinni stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs (VJÞ). Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um stækkun og afmörkun sem starfshópur á vegum sveitarfélagsins og umhverfisráðuneytisins hefur unnið að.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

2.

Ferðaþjónustan Brekku ehf.; Umsögn vegna umsóknar um breytingu á gildandi rekstrarleyfi - 2108005

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 9.07.2021 þar sem Reynir B. Ingvason, forsvarsmaður Ferðaþjónustunnar Brekku, sækir um breytingu á gildandi rekstrarleyfi, breyting á húsnæði, í Brekku í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á gildandi rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

   

3.

Erindi um refaveiðar - 2108004

 

Lagt fram erindi frá Valgerði Magnúsdóttur, dags. 26.07.2021, fyrirspurn um rétt landeigenda til að eiga aðild að ákvörðun um refaveiða í landi þeirra.

 

Sveitarstjórn er skylt að ráða refaskyttur samkvæmt reglugerð um refa- og minkaveiðar nr. 437/1995 sem byggja á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994. Markmið laganna er að tryggja viðgang og náttúrulega fjölbreytni villtra dýrastofna, skipulag á veiðum og annarri nýtingu dýra, svo og aðgerðir til þess að koma í veg fyrir tjón sem villt dýr kunna að valda. Landeigendur geta hins vegar, samkvæmt 3. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar ákveðið hvort refur sé skotinn eða greni unnin í þeirra landi. Sveitarstjórn mælir hins vegar með því að landeigendur heimili refaveiðar í sínu landi svo markmið laganna nái fram að ganga.

 

   

4.

Erindi um vörslu sauðfjár - 2108003

 

Lagt fram erindi frá Valgerði Magnúsdóttur, dags. 26.07.2021, fyrirspurn um núgildandi reglur Þingeyjarsveitar varðandi vörslu sauðfjár.

 

Ekki er í gildi sérstök samþykkt um búfjárhald í Þingeyjarsveit sem t.d. bannar lausagöngu búfjár og þar með gilda lög um búfjárhald nr. 38/2013 þar sem lausaganga er leyfð þ.e. að búfé getur gengið í annars manns landi í óleyfi.

 

   

5.

Erindi um ágang sauðfjár - 2108013

 

Lagt fram erindi frá Snædísi Róbertsdóttur, dags. 22.07.2021, er varðar ágang sauðfjár og tjón vegna þess í hennar landi.

 

Ekki er í gildi sérstök samþykkt um búfjárhald í Þingeyjarsveit sem t.d. bannar lausagöngu búfjár og þar með gilda lög um búfjárhald nr. 38/2013 þar sem lausaganga er leyfð þ.e. að búfé getur gengið í annars manns landi í óleyfi.

 

   

6.

Tilnefning í skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum 2021-2025 - 2108006

 

Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem sent var SSNE, dags. 22.07.2021 þar sem óskað er eftir tilnefningu í skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum 2021-2025. Samkvæmt 5. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008, skipar mennta- og menningarmálaráðherra skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd sitja fimm fulltrúar, tveir skipaðir samkvæmt tilnefningu sveitarstjórnar/sveitarstjórna og þrír án tilnefningar.

 

Sveitarstjórn samþykkir að að tilnefna Dagbjörtu Jónsdóttur og Bjarna Höskuldsson í skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum. Sigurbjörn Árni Arngrímsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

 

   

7.

Fundaáætlun sveitarstjórnar - 1806012

 

Lögð fram fundaáætlun sveitarstjórnar út kjörtímabilið 2018-2022.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fundaáætlun. Fundaáætlun verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum.

 

   

8.

Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga - 2108007

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

9.

Drög að reglum um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta á kröfur vegna fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði - 2108008

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Bréf vegna Þorgeirskirkju - 2108009

 

Bréf um viðhaldsþörf Þorgeirskirkju, dags. 20.-24. júlí 2021.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.

Menningarmiðstöð Þingeyinga: Fundargerðir - 1809019

 

Fundargerð aðalfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 7. júní 2021.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fundi slitið kl. 16:00