298 fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

06.05.2021

298 fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 06. maí kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2020: Fyrri umræða - 2105008

 

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til fyrri umræðu. Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG, endurskoðandi sveitarfélagsins, mætti til fundarins og fór yfir reikninginn. Einnig sat skrifstofustjóri fundinn undir þessum lið.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins í A og B hluta var neikvæð sem nam 61,8 millj. kr. og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð sem nam 55,1 millj. kr. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 með viðaukum var gert ráð fyrir 19 millj. kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu A og B hluta. Frávikið er því 42,8 millj. kr. sem skýrist að hluta af lægri tekjum en áætlað var.

Rekstrartekjur á árinu námu 1.222,6 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.185,1 millj. kr. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 með viðaukum var gert ráð fyrir rekstrartekjum sem næmu 1.271,2 millj. kr. í A og B hluta. Rekstrartekjur eru því 48,6 millj. kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir eða sem nemur 3,8%.

Rekstrargjöld A og B hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld og annar rekstrarkostnaður námu 1.212,4 millj.kr. á árinu. Samkvæmt fjárhagsáætlun með viðaukum var gert ráð fyrir rekstrargjöldum sem næmu 1.214,8 millj.kr. Laun- og launatengd gjöld námu 751,3 millj. kr. sem er 40,9 millj. kr. hærra en áætlun gerði ráð fyrir en á móti er annar rekstrarkostnaður 43,3 millj. kr. lægri.

Samkvæmt sjóðsstreymisyfirliti ársins 2020 nam veltufé til rekstrar 7,9 millj. kr. og handbært fé til rekstrar 24,8 millj. kr. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum nam 43,4 millj.kr. á árinu.

Eigið fé í árslok nam 291,7 millj. kr. fyrir A og B hluta samanborið við 353,5 millj.kr. árið áður.

Eiginfjárhlutfall nemur 30,8% í árslok. Skuldahlutfall sveitarfélagsins hækkar, er 53,5% í A og B hluta í árslok 2020 en var 49,2% í árslok 2019.

 

Sveitarstjórn þakkar Þorsteini fyrir greinargóða yfirferð og vísar ársreikningi Þingeyjarsveitar 2020 til seinni umræðu í sveitarstjórn. Sveitarstjórn þakkar einnig öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góð störf við krefjandi aðstæður á árinu 2020, af völdum Covid-19.

     

2.

Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1903011

 

Umræða tekin um endurskoðun aðalskipulags sem nú er í vinnslu og áform um landnotkun og uppbyggingu. Fyrir liggur eftirfarandi tillaga að auglýsingu til íbúa og landeigenda í Þingeyjarsveit:

Vegna endurskoðunar Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 sem nú er í vinnslu býðst íbúum og landeigendum í Þingeyjarsveit tækifæri til þess að móta framtíðar landnotkun innan sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til þess að senda inn hugmyndir og athugasemdir sem nýttar verða við mótun tillögu sem kynnt verður haustið 2021.

Við endurskoðun aðalskipulags býðst íbúum og landeigendum að leggja til hugmyndir að breyttri landnotkun, tilgreina svæði sem hentað gætu til endurheimtar votlendis, endurheimtar birkiskóga eða uppgræðslu. Eitt leiðarljósa í endurskoðuðu aðalskipulagi er að Þingeyjarsveit verði aðlaðandi búsetukostur, framsækið, vistvænt og heilsueflandi samfélag. Markmið sveitarfélagsins eru meðal annars að verða sér kolefnishlutlaus fyrir árið 2040 og að stuðlað sé að heilbrigðu líferni og vellíðan íbúa.

Hvaða tækifæri sérð þú í gerð nýs aðalskipulags? Landeigendur eru sérstaklega hvattir til að koma sínum hugmyndum á framfæri.
Allar athugasemdir skulu berast á netfangið: atli@skutustadahreppur.is

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða auglýsingu og felur skipulagsfulltrúa að birta hana.

     

3.

Greið leið ehf.: Aukafundur - 2105009

 

Lagt fram fundarboð á aukafund Greiðrar leiðar ehf. sem haldinn var miðvikudaginn 28. apríl s.l. Sveitarstjórn afgreiddi erindið í tölvupósti milli funda þann 23.04.2021 þar sem samþykkt var að Arnór Benónýsson, oddviti færi með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

     

4.

Sparisjóður Suður-Þingeyinga: Aðalfundarboð - 1903038

 

Lagt fram aðalfundarboð Sparisjóðs Suður-Þingeyinga sem haldinn var mánudaginn 3. maí s.l. Sveitarstjórn afgreiddi erindið í tölvupósti milli funda þann 27.04.2021 þar sem samþykkt var að Arnór Benónýsson, oddviti færi með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

     

5.

Norðurorka hf.: Aðalfundarboð - 1903008

 

Lagt fram aðalfundarboð Norðurorku hf. sem haldinn var fimmtudaginn 27. apríl s.l. Sveitarstjórn afgreiddi erindið í tölvupósti milli funda þann 23.04.2021 þar sem samþykkt var að Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri færi með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

     

6.

Björgunarsveitin Þingey: Erindi - 2105010

 

Lagt fram erindi frá Steinari K. Friðrikssyni f.h. stjórnar Björgunarsveitarinnar Þingeyjar, dags. 26.04.2021 þar sem óskað er eftir því að kaupa hlut Þingeyjarsveitar í Melgötu 9.

 

Sveitarstjórn samþykkir að selja Melgötu 9 og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Björgunarsveitina Þingey um það.

     

7.

Hólabrekka: umsókn um kaup á skika úr landi Lauta - 2102014

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Valþóri Brynjarssyni, dags. 11.02.2021 þar sem hann óskar eftir kaupum á lóð sem stofnuð hefur verið úr landi Lauta, til stækkunar á þeirri lóð sem fyrir er undir Hólabrekku.

 

Sveitarstjórn samþykkir sölu lóðarinnar og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við umsækjanda.

     

8.

Hamraborg: umsókn um kaup á skika úr landi Lauta - 2105007

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Baldvini Áslaugssyni, dags. 5.05.2021 þar sem hann óskar eftir stækkun lóðar við Hamraborg til kaups. Fyrirhuguð lóðarstækkunin er úr landi Lauta.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirhugaða lóðarstækkun og sölu og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við umsækjanda.

     

9.

Langholt: umsókn um kaup á skika úr landi Lauta - 2104002

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Gunnari Inga Jónssyni, dags. 31.03.2021 þar sem hann óskar eftir stækkun lóðar við Langholt til kaups. Fyrirhuguð lóðarstækkunin er úr landi Lauta.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirhugaða lóðarstækkun og sölu og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við umsækjanda.

     

10.

Guesthouse Hvítafell: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2105011

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 29.04.2021 þar sem Kristjana Kristjánsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II - Gististaður án veitinga, í Hvítafelli í Reykjadal í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

     

11.

Trúnaðarmál - 2105012

 

Mál skráð í trúnaðarmálabók.

 

Oddviti yfirgaf fundinn eftir afgreiðslu þessa liðar og varaoddviti tók við fundarstjórn.

     

12.

Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

 

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.

 

Nýbygging á Melgötu 6a og 6b, á vegum Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses., fékk Svansvottun við formlega athöfn föstudaginn 30. apríl s.l. Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson afhenti, Árna Grétari Árnasyni framkvæmdastjóra Faktabygg Ísland, Svansvottunina. Um er að ræða fyrstu nýbygginguna utan höfuðborgarsvæðisins sem hlýtur Svansvottun. Íbúðirnar eru þriggja herbergja, um 80 m2 hvor og eru tilbúnar til útleigu. Búið er að leigja út aðra íbúðina og munu nýir íbúar flytja inn á allra næstu dögum.

Jóna Björg Hlöðversdóttir yfirgaf fundinn eftir þennan lið.

     

13.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

     

14.

Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023

 

Fundargerð 25. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga.

 

Lögð fram til kynningar.

     

15.

Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1804007

 

Fundargerð 46. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

     

16.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) : Fundargerðir - 2002017

 

Fundargerð ársþings SSNE 16. og 17. apríl 2021.

 

Lögð fram til kynningar.

     

 

Fundi slitið kl. 16:38.