297. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

15.04.2021

297. fundur

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 15. apríl kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

 

1.

Nýsköpun í norðri: Kynning - 1909032

 

Sveinn Margeirsson, verkefnastjóri Nýsköpunar í norðri (NÍN), mætti til fundarins og fór yfir stöðu verkefnisins.

 

Sveitarstjórn þakkar fyrir góða kynningu.

     

2.

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

 

Lögð fram fundargerð 136. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 14.04.2021. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 10 liðum.

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

     

3.

Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1804034

 

Lögð fram fundargerð 67. fundar Félags- og menningarmálanefndar frá 12.04.2021. Sigríður Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum.

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

     

4.

Fjölmenningarstefna - 1910008

 

Lögð fram fjölmenningarstefna Þingeyjarsveitar til umræðu og afgreiðslu. Félags- og menningarmálanefnd hefur unnið að stefnunni sem
Leiðarljós stefnunnar er:
Allir íbúar sveitarfélagsins skulu njóta fjölbreytts mannlífs og menningar þar sem samkennd, jafnrétti, víðsýni og gagnkvæm virðing einkennir samskipti fólks. Starfsmenn Þingeyjarsveitar skulu ávallt leitast við að bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins sömu þjónustu óháð þjóðerni þeirra og uppruna. Stofnanir sveitarfélagsins geri ráð fyrir ólíkum forsendum fólks og komi til móts við sérstakar þarfir þeirra þannig að þeir geti verið virkir þátttakendur. Óheimilt er að mismuna fólki vegna aldurs, kyns, uppruna, ætternis, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, fötlunar, heilsufars, kynhneigðar eða þjóðernis.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjölmenningarstefnu sem verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

     

5.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

     

6.

Mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum 2012-2021 - 2104008

 

Skýrsla um mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum 2012-2021 útgefin í mars 2021 af Þekkingarneti Þingeyinga.

 

Lögð fram til kynningar.

     

 

Fundi slitið kl. 15:05.