296. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

25.03.2021

296. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 25. mars kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum undir 8. lið; 2103046 - Viðauki við landskiptasamning Hóla og Lauta. Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

1.

Samstarfsnefnd um sameiningarferli: Álit nefndar - 1906023

 

Álit samstarfsnefndar um sameining sveitarfélaganna, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, lagt fram til síðari umræðu sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Í júní 2019 samþykktu sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 9. mars og greinargerðinni Þingeyingur-stöðugreining og forsendur dags. 9. mars 2021.

Samstarfsnefndin hefur komið saman á 18 bókuðum fundum. Samstarfsnefnd skipaði 5 starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópa eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins og hefur verkefnið verið kynnt á íbúafundum og sjónarmiða þeirra aflað.

Það er álit samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 5. júní 2021 í báðum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir að atkvæðagreiðsla um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps fari fram 5. júní 2021 og felur samstarfsnefnd að undirbúa atkvæðagreiðsluna og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum.

Sveitarstjórn skorar jafnframt á Alþingi og ríkisstjórn að bæta samgöngur innan svæðisins. Sérstök áhersla verði lögð á bundið slitlag á héraðs- og tengivegi, að flýta breikkun einbreiðra brúa yfir Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 og tengingar milli byggða, til dæmis um Engidalsveg. Þá leggur sveitarstjórn áherslu á að öruggar samgöngur verði tryggðar innan svæðisins og við nærliggjandi þjónustukjarna, svo sem um Ljósavatnsskarð. Þá verði hugað að endurskipulagningu almenningssamgangna, þannig að þær þjóni hagsmunum íbúa svæðisins.

     

2.

Veiðifélag Reykjadalsár og Eyvindarlækjar: Aðalfundarboð 2021 - 2010025

 

Lagt fram fundarboð aðalfundar Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar sem haldinn var á Bollastöðum miðvikudaginn 24. mars s.l. Sveitarstjórn afgreiddi erindið í tölvupósti milli funda þann 15. mars s.l. þar sem samþykkt var að Sigríður Hlynur Snæbjörnsson færi með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

     

3.

KPMG ehf. - Stjórnsýsluskoðun 2020 - 1901046

 

Lögð fram skýrsla frá KPMG um stjórnsýsluskoðun Þingeyjarsveitar 2021. Samhliða vinnu við endurskoðun ársreiknings fyrir árið 2020 hefur verið kannað hvort almenn stjórnsýsla sveitarfélagsins og einstakar ákvarðanir af hálfu þess séu í samræmi við reglur um fjármál sveitarfélaga, ábyrga fjármálastjórn og upplýsingaskyldu sveitarfélaga, sbr. 3. mgr. 72. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Aðeins ein ábending er í skýrslunni um tækifæri til úrbóta, að gerðar verði sérstakar verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun en það er ekki skylda samkvæmt lögum.

 

Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi skýrslu.

     

4.

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

 

Lögð fram fundargerð 135. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.03.2021. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórtán liðum.

 

2. liður fundargerðar: Framkvæmdaleyfi - efnistaka úr Kambsáreyrum - 2102027.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. liður fundargerðar: Útkinnarvegur -Framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við veg og efnistöku - 2103004
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4. liður fundargerðar: Arnstapavegur - færsla - 2011010.
Sveitarstjórn tekur undir bókun Skipulags- og umhverfisnefndar og telur framkvæmdaraðila gera nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar. Sveitarstjórn telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2.viðauka í lögum nr. 106/2000 og reglugerðar 660/2015.

5. liður fundargerðar: Eyjardalsvirkjun - breyting á deiliskipulagi - 2103023.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi og að hún verði afgreidd sem óveruleg (skv. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010) án grenndarkynningar (Skv. 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010). Jafnframt felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um. Jóna Björg Hlöðversdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

6. liður fundargerðar: Eyjardalsvirkjun - sameining lóða - 2103009.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferðvegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. Jóna Björg vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

7. liður fundargerðar: Hróarsstaðir lóð undir dælustöð - 2103002
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annars málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar endanleg gögn liggja fyrir.

8.liður fundargerðar: Fagraneskot - umsókn um lóðastofnun - 2103013
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annars málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

11. liður fundargerðar: Vellir - umsókn um lóðastofnun - 2103028
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annars málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

     

5.

Melgata 8a - Söluferli - 2103037

 

Fyrir liggur samþykkt kauptilboð, dags. 12.03.2021 að upphæð 21,5 millj.kr. , með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, í fasteignina Melgötu 8a.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í Melgötu 8a og felur sveitarstjóra að skrifa undir kaupsamning á grundvelli kauptilboðsins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn viðauka uppá 21,5 millj.kr. við fjárhagsáætlun 2021 vegna sölu á íbúðinni sem er í leiguíbúðarsjóði sveitarfélagsins og verður söluandvirðinu ráðstafað til lækkunar langtímaskulda í leiguíbúðasjóði.

     

6.

Orkuveita Húsavíkur; Samningaviðræður - 2103038

 

Lagt fram bréf frá Birnu Björnsdóttur, bókara Orkuveitu Húsavíkur (OH), fyrir hönd stjórnar OH dags. 22.03.2021. Bréfið var sent í framhaldi af fundi sem oddviti og sveitarstjóri áttu með stjórn OH þann 18.03.2021. Á þeim fundi var rætt um uppgjör og þörf á frekari umræðu um framtíðarfyrirkomulag milli aðila.

 

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við stjórn OH um uppgjör og framtíðarfyrirkomulag á orkusölu og orkukaupum milli aðila. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita ásamt lögfræðingi sveitarfélagsins að vinna málið áfram.

     

7.

Hólsvirkjun; skipting á leigugreiðslum - 2103040

 

Fyrir fundinum liggur samkomulag til samþykktar um skiptingu á leigugreiðslum vegna Hólsvirkjunar.
Samkomulagið er á milli þinglýstra eigenda tilgreindra jarða um skiptingu leigugreiðslna sem kveðið er á um í samningi um Hólsvirkjun, dags. 9.11.2012.
Þingeyjarsveit er 50% þinglýstur eigandi jarðarinnar Austari Króka sem er með 11,02% hlut samkvæmt samkomulaginu.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að skrifa undir samkomulagið.

     

8.

Viðauki við landskiptasamning Hóla og Lauta - 2103046

 

Lagður fram viðauki við landskiptasamning sem gerður var í júlí 1987 milli jarðanna Hóla og Lauta í Reykjadal ásamt lóðablöðum. Þingeyjarsveit er eigandi jarðarinnar Lauta. Þann 7. júní 2007 voru svo gerðar breytingar og viðbætur við landskiptasamninginn. Eigendur jarðanna hafa nú komist að samkomulagi um að gera enn viðauka við landskiptasamning jarðanna í milli til að skýra mörk og skipta landi milli jarðanna.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka ásamt meðfylgjandi lóðablöðum.

     

9.

Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

 

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.

 

COVID-19 - Hertar sóttvarnaraðgerðir.
Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi í dag, 25. mars og munu gilda í þrjár viku. Almennar fjöldatakmarkanir eru nú 10 manns og ná til allra sem fæddir eru 2014 eða fyrr. Börn í leikskólum eru undanþegin 2 metra reglunni og fjöldatakmörkunum. Viðbragðsteymi sveitarfélagsins hefur fundað og farið yfir stöðuna með skólastjórum, húsvörðum og forstöðumönnum.

Nýjar reglur munu hafa áhrif á ýmsa starfsemi sveitarfélagsins.

Sundlaugar á Laugum og í Stórutjarnaskóla verða lokaðar sem og líkamsrækt.

Félagsstarf aldraðra fellur niður.

Þingeyjarskóla og Stórutjarnaskóla hefur verið lokað framyfir hefðbundið páskafrí. Stjórnvöld munu birta reglugerð um fyrirkomulag skólahalds að loknu páskafríi, á næstu dögum.

Félagsheimilin verða lokuð.

Heimilt er að hafa leikskóla opna með ákveðnum skilyrðum og verður því leikskólastarf með takmörkuðum hætti fram að páskafríi. Stjórnvöld munu birta reglugerð um fyrirkomulag leikskólastarfs að loknu páskafríi, á næstu dögum.

Bókasöfnin verða opin í óbreyttri mynd, áfram gilda einstaklingsbundnar sóttvarnir þ.e. grímuskylda og tveggja metra regla.

Skrifstofa sveitarfélagsins verður opin en með takmarkað aðgengi utanaðkomandi eins og verið hefur.

Áfram gilda einstaklingsbundnar sóttvarnir þ.e. grímuskylda og tveggja metra regla.

Frá því að neyðarstigi var fyrst lýst yfir, 6. mars 2020, hafa 6144 smit verið staðfest á landinu öllu, 45.906 lokið sóttkví og 527.579 sýni verið tekin innanlands og á landamærum. Tuttugu og níu einstaklingar hafa látist vegna COVID-19.
Í dag eru 19.887 íbúar á Íslandi fullbólusettir og 18.255 einstaklingar hafa hafið bólusetningu (fyrri bólusetning).

Líforkuver
Fundur á vegum SSNE þann 12.03.2021 þar sem umhverfisnefnd SSNE kynnti hlutverk sitt og þau viðfangsefni sem framundan eru. Einnig kynnti fulltrúi Vistorku ehf. hugmyndir um Líforkuver í Eyjafirði.

Samgönguráð
Samráðsfundur með samgönguráði um samgöngur á Norðurlandi eystra var haldinn 16.03.2021. Sveitarstjóri vakti athygli á mikilvægi þess að gerð verði hjáleið í Ljósavatnsskarði vegna snjóflóðahættu sem getur skapast þar. Einnig var vakin athygli á slæmu ástandi malarvega í landshlutanum, kostnaði sveitarfélaga vegna helmingamoksturs, skerðingu almenningssamgangna o.fl.

Tryggð byggð

Kynningarfundur á vegum félagsmálaráðuneytisins, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um verkefnið Tryggð byggð var haldinn 23.03.2021.

Tryggð byggð er regnhlíf yfir samstarf ríkisstjórnarinnar, HMS, sveitarfélaganna, ýmissa húsnæðisfélaga og atvinnulífsins í uppbyggingu húsnæðis utan suðvesturhornsins sem stenst nútímakröfur og mætir breyttum þörfum íbúa landsins. Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. er meðal þeirra húsnæðisfélaga sem hefur sótt um stofnframlög til HMS til byggingar leiguíbúða.

Á fundinum var nýr upplýsingavefur formlega opnaður og er slóðin inn á hann eftirfarandi: https://tryggdbyggd.is/ og þar má m.a. sjá frétt um byggingu parhússins við Stórutjarnaskóla sem Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. er að byggja.

Landsþing
Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem halda átt 26. mars n.k. hefur verið frestað fram í maí vegna hertra sóttvarnareglna.

Starfsmannamál
Ólafur Arngrímsson skólastjóri hefur sagt stöðu sinni lausri frá 1. ágúst n.k. Ólafur hefur starfað sem skólastjóri í 27 ár við Stórutjarnaskóla og hefur lengstan starfsaldur allra skólastjóra grunnskóla á Íslandi sem nú eru í starfi. Staða skólastjóra við Stórutjarnaskóla verður auglýst nú á allra næstu dögum.

Björn Guðmundsson verkefnastjóri mun láta af störfum nú um mánaðarmótin. Björn var ráðinn tímabundið í eitt ár og hefur gegnt starfi verkefnastjóra, haft umsjón með verklegum framkvæmdum sem og eftirlit með fasteignum sveitarfélagsins. Birni eru þökkuð vel unnin störf.

     

10.

Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1804007

 

Fundargerð 45. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

     

 

Fundi slitið kl. 15:45.