295. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

11.03.2021

295. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 11. mars kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Freydís Anna Ingvarsdóttir. 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

1. Samstarfsnefnd um sameiningarferli: Álit nefndar - 1906023

Í júní 2019 samþykktu sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 9. mars og greinargerðinni Þingeyingur-stöðugreining og forsendur dags. 9. mars 2021.

Samstarfsnefndin hefur komið saman á 18 bókuðum fundum. Samstarfsnefnd skipaði 5 starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópa eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins og hefur verkefnið verið kynnt á íbúafundum og sjónarmiða íbúa aflað.

Það er álit samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 5. júní 2021 í báðum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vísar málinu til síðari umræðu sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

2. Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

Lögð fram fundargerð 134. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.02.2021.

Sveitarstjórn afgreiddi eftirfarandi liði fundargerðar á milli funda, þann 1. mars sl. í tölvupósti og var afgreiðsla hennar sem hér segir:

  1. liður fundargerðar: Hafralækur II, afmörkun lóðar og skipting í tvær lóðir - 2101035.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

  1. liður fundargerðar: Lóðastofnun úr landi Lauta við Hólabrekku - 2102014

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

  1. liður fundargerðar: Nefndasvið Alþingis, 375. mál til umsagnar - Frumvarp til laga um jarðalög - 2102017.

Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar sem er svohljóðandi:

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að jarðalög eigi að ná til allrar auðlindanýtingar á landi og ekki undanskilja skógrækt frá annarri landnýtingu. Nefndin telur að skógrækt ætti að flokkast sem landbúnaður.

Ennfremur telur nefndin að í jarðalögum ætti að taka til ábyrgðar landeigenda og skilyrða umönnunarskyldu á jörðum.

Nefndin gagnrýnir skamman umsagnarfrest.

  1. liður fundargerðar: Gjástykkissvæðið, tillaga að breytingu friðlýsingarákvæðis - 2102016.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögur Umhverfisstofnunar að breytingu á 4.gr. friðlýsingar háhita Gjástykkissvæðis. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna sem og fundargerðina að öðru leyti.

3. Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022: Samningur - 1903011

Lagður fram samningur við Alta vegna endurskoðunar Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022, ásamt viðauka, til staðfestingar.

Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samning ásamt viðauka.

4. Umhverfisstofnun: Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Goðafoss, tilnefning í samstarfshóp - 1905028

Goðafoss var friðlýstur þann 11. júní 2020 og samkv. 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúrvernd er það hlutverk Umhverfisstofnunar að hafa umsjón með gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði. Stjórnunar- og verndaráætlun er ætlað að fjalla um markmið með verndun svæðisins og hvernig stefnt skuli að því að viðhalda verndargildi þess.

Fyrirliggur beiðni frá Umhverfisstofnun um að Þingeyjarsveit tilnefni 1-2 fulltrúa í samstarfshóp um gerð áætlunarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna sveitarstjóra, Dagbjörtu Jónsdóttur í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Goðafoss.

5. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða; Þeistareykir umsókn - 2103011

Lagt fram bréf frá Ferðamálastofu, dags. 5.03.2021. Ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrkveitingu úr sjóðnum vorið 2021 þar sem umsókn Þingeyjarsveitar var samþykkt.

Um er að ræða styrk að fjárhæð kr. 10.334.000 í verkefnið Þeistareykir, gerð deiliskipulags og göngustíga.

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni og samþykkir styrkveitinguna.

6. Sveitarsetrið Draflastöðum; Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2102022

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 22.02.2021 þar sem Sigurður A. Jónsson sækir um rekstrarleyfi, fokkur III - Gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum, á Draflastöðum í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

7. Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.

Það sem sveitarstjóri fór m.a. yfir var:

Markaðsstofa Norðurlands.

Fundur með Markaðsstofu Norðurlands þann 12.02.2021 um áfangastaðastofur og breytingar á samningi við stjórnvöld. Áfangastaðaáætlun 2021-2023 er komin út og er aðgengileg á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands.

Terra.

Fundur með Terra þann 12.02.2021 um sorphirðu en sveitarfélagið er með þróunarsamning við Terra. Farið var yfir kostnað, gjaldskrá og þróun sorphirðu og möguleika á að koma lífrænum úrgangi í ákveðinn farveg en nú fer lífrænn úrgangur með almennu sorpi.

Samningur við Vátryggingarfélag Íslands (VÍS).

Samningur við VÍS um atvikaskráningarkerfi sem heldur utan um atkvik, þ.á.m. óhöpp og slys sem upp koma í starfsemi sveitarfélagsins. Um er að ræða ákveðna yfirsýn sem á að auðvelda að grípa til forvarnaaðgerða og stuðla að úrbótum.

Framkvæmdir

Búið er að fresta framkvæmdum á brúnni yfir Skjálfandafljót við Fosshól til ársins 2022 en fyrirhugað var að fara í framkvæmdir nú í sumar. Þá er komin umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna efnistöku og lagfæringa á Útkinnarvegi.

Íbúakönnun landshlutanna 2020

Könnun sem Vífill Karlsson kynnti á fundi SSNE þann 26.0.2021. Í framhaldinu óskuðu Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur eftir nánari gögnum og greiningu innan sveitarfélaganna til þess að rýna betur.

Félagsþjónusta.

Fundur með fulltrúum félagsmálaráðuneytisins þann 18.02.2021 um frumvarp til laga um breytingar á uppbyggingu barnaverndarþjónustu.

8. Félagsmálaráðuneytið; Stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- atvinnumála í kjölfar COVID-19 - 2103012

Stöðuskýrsla nr. 11 til ráðgefandi aðila - Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumál í kjölfar COVID-19.

Lögð fram til kynningar.

9. Vatnajökulsþjóðgarður - Fundargerðir - 1810004

Fundargerðir 93. og 94. fundar svæðisráðs vestursvæðis VJÞ.

Lagðar fram til kynningar.

10. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023

Fundargerð 24. fundar framkvæmdastjórnar HNÞ.

Lögð fram til kynningar.

11. Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1804007

Fundargerð 44. fundar stjórnar SO.

Lögð fram til kynningar.

12. Samstarfsnefnd um sameiningarferli - Fundargerðir - 1906023

Fundargerðir 13., 14., 15., 16. og 17. fundar samstarfsnefndar um sameiningarferli.

Lagðar fram til kynningar.

13. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

Fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lögð fram til kynningar.

14. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - Fundargerðir - 2002017

Fundargerð 22. fundar stjórnar SSNE.

Lögð fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 14:55.