294. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

11.02.2021

294. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.

Nýsköpun í norðri: Áfangaskýrsla - 1909032

 

Lögð fram áfangaskýrsla Nýsköpunar í norðri (NÍN) um framgang verkefnisins.

 

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með þá starfsemi sem fram hefur farið hjá NÍN og með þann kraft sem hefur einkennt það starf. Sveitarstjórn þakkar öllum sem hafa lagt hönd á plóg og hvetur íbúa til þess að halda áfram að taka virkan þátt. Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér skýrsluna sem er aðgengileg inni á heimasíðu sveitarfélagsins.

     

2.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi Einbúavirkjunar ehf. - 1908034

 

Tekin til afgreiðslu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og tillaga að deiliskipulagi Einbúavirkjunar ehf. Erindið var síðast á dagskrá sveitarstjórnar þann 14. janúar 2021 þar sem sveitarstjórn samþykkti að tillögur að skipulagsáformum yrðu kynntar fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Kynningarfundur var haldinn í Kiðagili fimmtudaginn 28. janúar 2021.

 

Sveitarstjórn hefur, að teknu tilliti til innkominna athugasemda eftir kynningu á skipulagsáformum Einbúavirkjunar ehf., ákveðið að halda fund með landeigendum að Skjálfandafljóti og ræða nýtingaráform og framtíðarsýn varðandi fljótið. Jafnframt áformar sveitarstjórn fleiri almenna kynningarfundi um málefnið. Tímasetning fyrirhugaðra funda verður ákveðin þegar sóttvarnarreglur gefa tilefni til.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa umræddri tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 til heildarendurskoðunar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 sem nú er í vinnslu.

     

3.

Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

 

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.

 

Strætó leið 79
Sveitarstjóri og oddviti hafa átt fund með fulltrúa Vegagerðarinnar varðandi Strætó, leið 79 og þær breytingar sem urðu s.l. áramót. Enn hefur ekki fengist fundur með samgönguráðherra. Vegagerðin samþykkti beiðni okkar að hluta, nú fer leið 79 yfir Fljótsheiði með stoppistöð við Einarsstaði og á Fosshóli, ekki var samþykkt að fara í Laugar enn sem komið er. Vissulega skref í rétta átt þó ekki sé hægt að segja að Framhaldsskólinn á Laugum sé almennilega tengdur leiðakerfinu með þessum hætti. Búið er að kalla formlega eftir gögnum frá Vegagerðinni og mun sveitarstjóri áfram fylgja málinu eftir.

Vaðlaheiðargöng
Síðastliðna viku mældist umferð um Vaðlaheiðargöng meiri en á sama tíma í fyrra eða 32% meiri umferð en í sömu viku árið 2020 og 15% meiri en árið 2019. Þá er hlutfall þeirra sem aka Vaðlaheiðargöng í stað Víkurskarðs alltaf að aukast. Allt árið 2019 var hlutfall umferðar um Víkurskarð 25% en um Vaðlaheiðargöng 75%. Allt árið 2020 var hlutfall umferðar um Víkurskarð 20,5% en um Vaðlaheiðargöng 79,5% og nú í janúar 2021 er hlutfallið 8% Víkurskarð en 92% Vaðlaheiðargöng.

Rafrænir íbúafundir um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps
Íbúafundir hafa gengið vel í þessari rafrænu fundaröð vegna sameiningarviðræðna og þátttakan nokkuð góð. Búið er að halda þrjá fundi og fjórði og síðasti fundurinn verður haldinn seinni partinn í dag, 11. febrúar. Það er ánægjulegt að sjá hvað íbúar eru tilbúnir að tileinka sér tæknina í þessum fundum og einnig að sjá hvernig umræðuhóparnir blandast betur um sveitarfélögin með þessu fyrirkomulagi.

Viðbrögð Vegagerðarinnar við bókun sveitarstjórnar
Vegagerðin hefur brugðist við erindi sveitarstjórnar varðandi Útkinnarveg og er þegar farin að kortleggja malarnámur til efnistöku vegna lagfæringar á veginum. Sveitarstjóri mun fylgja málinu eftir.

Nýbygging við Melgötu 6
Framkvæmdir á vegum Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. við Melgötu 6 ganga afar vel. Verklok eru áætluð 31. mars n.k. og afhending í kringum 10. apríl. Íbúðirnar verði auglýstar til leigu nú um miðjan febrúar með afhendingu 1. maí.

Félagsstarf eldriborgara
Þrátt fyrir ákveðnar tilslakanir á sóttvörnum miðast samkomubannið enn við 20 manns og þar með verður einhver bið með að hefja félagsstarf eldri borgara en vonir standa til að við náum nokkrum góðum samverustundum fyrir vorið.

     

4.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - Fundargerðir - 2002017

 

Fundargerð 21. fundar stjórnar SSNE.

 

Lögð fram til kynningar.

     

5.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Fundargerð 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

     

 

Fundi slitið kl. 14:40