280. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

28.05.2020

280. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 28. maí kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá undir 5. lið; 2001008 -Brunavarnaáætlun 2020-2025 og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2019: Fyrri umræða - 2005018

 

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2019 ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til fyrri umræðu. Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG, endurskoðandi sveitarfélagsins, mætti til fundarins og fór yfir reikninginn. Einnig sat skrifstofustjóri fundinn undir þessum lið.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2019 var jákvæð um 13,2 millj.kr. fyrir A og B hluta og jákvæð um 4,8 millj.kr. í A hluta. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2019 með viðaukum var gert ráð fyrir 7,1 millj.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

Rekstrartekjur A og B hluta námu 1.201,6 millj.kr. á árinu samanborið við 1,125,3 millj. kr. árið áður sem er hækkun um 6,8% milli ára.

Rekstrargjöld A og B hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld og annar rekstrarkostnaður námu 1.121,2 millj.kr. á árinu 2019 samanborið við 1.026,0 millj.kr. árið áður sem er hækkun um 9,2% milli ára.

Samkvæmt sjóðsstreymisyfirliti ársins 2019 nam veltufé frá rekstri 40,9 millj.kr. á árinu samanborið við 83,4 millj.kr. á fyrra ári. Handbært fé frá rekstri nam 30,6 millj.kr. á árinu samanborið við 113 millj.kr. á fyrra ári. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum nam 114,9 millj.kr. á árinu.

Eigið fé nam 353,5 millj. kr. í árslok samanborið við 339,3 millj.kr. árið áður.

Eiginfjárhlutfall nemur 37,4% í árslok. Skuldaviðmið sveitarfélagsins hækkar aðeins, er 39,1% í A og B hluta í árslok 2019 en var 37,9% í árslok 2018.

 

Sveitarstjórn þakkar Þorsteini fyrir greinargóða yfirferð og vísar ársreikningi 2019 til seinni umræðu í sveitarstjórn. Sveitarstjórn þakkar einnig starfsfólki fyrir góð störf á árinu 2019 sem endurspeglast í ársreikningnum.

     

2.

Granastaðir ehf.; Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2005035

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 19.05.2020 þar sem Svanhildur Kristjánsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II - Gististaður án veitinga, á Granastöðum í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

     

3.

Gjaldtaka á stórnotendur Vaðlaheiðarganga - 2005036

 

Lagt fram erindi ásamt undirskriftarlista 36 íbúa Þingeyjarsveitar, dags. í maí, þar sem skorað er á sveitarstjórn að beita sér fyrir því að stórnotendum í sveitarfélaginu verði boðin hagstæðari kjör en nú er á veggjaldi í Vaðlaheiðargöng. Í erindinu segir m.a. að Vaðlaheiðargöng séu stórkostleg samgöngubót og öllum ljóst að frá upphafi var ætlunin að fjármagna hluta af kostnaði við göngin með veggjöldum, hins vegar hafi gjaldskrá ganganna verið vonbrigði fyrir þann hóp íbúa sem nota göngin hvað mest.

 

Sveitarstjórn þakkar erindið og tekur undir sjónarmið íbúa og beinir því til stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. að taka gjaldskrána til skoðunar.

     

4.

Brunavarnarnefnd: Fundargerðir - 1809018

 

Lögð fram fundargerð 30. fundar Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 20.05.2020. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þrem liðum.

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

     

5.

Brunavarnaáætlun 2020-2025 - 2001008

 

Lögð fram öðru sinni Brunavarnaáætlun Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar 2020-2025 ásamt áhættumati.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða brunavarnaáætlunina.

     

6.

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

 

Lögð fram fundargerð 125. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 28.05.2020. Ásvaldur og Jóna Björg gerðu grein fyrir fundargerðinni sem er í 13 liðum.

 

2.liður fundargerðar, Hólasandslína - Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022.
Sveitarstjórn tekur undir svör skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 að teknu tilliti til athugasemda/umsagna og svara nefndarinnar. Skipulagsfulltrúa er falin málsmeðferð vegna gildistöku breytingartillögunnar.

3.liður fundargerðar, Einbúavirkjun.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og umhverfisnefndar. Skipulagsfulltrúa er falið að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins, Skipulagsstofnun og öðrum hagsmunaaðilum líkt og 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um.

5.liður fundargerðar, Arnstapi - Breyting á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið skipulags- og umhverfisnefndar um að óverulegt frávik frá upplýsingum í gildandi aðalskipulagi Þingeyjarsveitar sé að ræða og að allar meginforsendur breytinga deiliskipulagsins liggi fyrir í aðalskipulagi. Því samþykkir sveitarstjórn að auglýsa breytingartillöguna í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010.

7.liður fundargerðar, Breiðanes - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar.
Sveitarstjórn samþykkir umrætt framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Breiðaness að þeim skilyrðum uppfylltum að búið sé að hafa samráð við Minjastofnun um vettvangsferð á svæðið í samræmi við 5.gr reglna nr. 620/2019 um skráningu jarðfastra menningarminja vegna skipulags og framkvæmda.

9. liður fundargerðar, Akrar landskipti.
Sveitarstjórn tekur undir tillögu nefndarinnar og samþykkir landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. Ásvaldur sat hjá við afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

     

7.

Fræðslunefnd: Fundargerðir - 1804052

 

Lögð fram fundargerð 82. fundar Fræðslunefndar frá 25.05.2020. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sex liðum.

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

     

8.

Sparisjóður Suður-Þingeyinga - Aðalfundarboð - 1903038

 

Lagt fram aðalfundarboð Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. sem haldinn verður í Ýdölum miðvikudaginn 10. júní n.k.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að oddviti fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

     

9.

Umhverfisstofnun; Beiðni um umsögn vegna lokunar hella - 2005039

 

Lögð fram beiðni um umsögn frá Umhverfisstofnun (UST), dags. 25.05.2020 vegna lokunar hella á Þeistareykjum. UST er að undirbúa ákvörðun um lokun fyrir aðgang að tveimur hellum í Þeistareykjahrauni í verndarskyni skv. heimild í 25. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd sem heimilar stofnuninni að takmarka umferð eða loka svæðum í óbyggðum ef hætta er á verulegu tjóni af völdum ágangs á svæði. Ákvörðunin er háð staðfestingu ráðherra og skal stofnunin ávallt hafa samráð við hlutaðeigandi sveitarfélag, landeiganda og aðra hagsmunaaðila áður en tillaga um lokun er send ráðherra.

 

Sveitarstjórn fagnar lokun hellana á Þeistareykjum og lýsir fullum stuðningi við þessa aðgerð.

     

10.

Fasteignir sveitarfélagsins - 1906024

 

Umræða um mögulega sölu á bragganum á Laugum, fastanúmer F2163966 sem m.a. hefur verið nýttur sem áhaldahús en þykir ekki mjög hentugt sem slíkt. Hjálparsveit skáta í Reykjadal hefur hug á að selja húsnæði sveitarinnar, fastanúmer F2163832 vegna kaupa á nýju húsnæði og hefur lýst yfir áhuga á að selja sveitarfélaginu húsið en sveitarfélagið á húsnæðið við hliðina.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga um kaup á húsnæði Hjálparsveitar skáta í Reykjadal, F2163832 til notkunar sem áhaldahús og felur oddvita og sveitarstjóra að vinna málið áfram. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að selja braggann á Laugum, F2163966 og sveitarstjóra falið að koma honum í söluferli.

     

11.

Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

 

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.

 

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman stöðu aðgerða í aðgerðapökkum 1 og 2 vegna COVID-19 sem varða sveitarfélögin. Sumar aðgerðir eru komnar til framkvæmda og aðrar í vinnslu. Einnig er farið yfir tengingu aðgerða ríkisins við viðspyrnuáætlun sambandsins.

Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki um þessar mundir og mun hærra í Þingeyjarsveit en atvinnuleysisspár gerðu ráð fyrir. Í lok apríl voru 96 á atvinnuleysisskrá í Þingeyjarsveit en það eru bæði einstaklinga sem eru atvinnulausir og einnig þeir sem eru á hlutabótum hjá Vinnumálastofnun. Ef horft er til þess fjölda sem er að fullu atvinnulaus þá eru það 42 einstaklingar sem gerir um 8,6% atvinnuleysi.

Skráning í Vinnuskóla Þingeyjarsveitar stendur nú yfir en hann er ætlaður ungmennum á aldrinum 14-15 ára en einnig 16-17 ára sem er sérstakt átaksverkefni. Vinnuskólinn mun starfa frá 8. júní til 15. ágúst.

Sveitarfélagið hefur auglýst önnur átaksverkefni í sumar fyrir nemendur 18 ára og eldri og m.a. í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga. Átaksverkefnið er hluti af viðbrögðum sveitarfélagsins vegna COVID-19 og styrkt af Vinnumálastofnun.

Sundlaugin á Laugum var opnuð eftir langt hlé við mikinn fögnuð sundgesta og nú hefur líkamsræktin einnig verið opnuð.

Skólaslit verða í Þingeyjarskóla og Stórutjarnaskóla n.k. föstudag og verða þau með óhefðbundnu sniði í báðum skólum. Nemendum verða afhentar einkunnir en aðeins verður formleg útskrift hjá nemendum 10. bekkjar og foreldrum þeirra boðið.

Búið er að úthluta iðnaðarlóð við Kvíhólsmýri á Laugum þar sem byggt verður iðnaðarhús og munu framkvæmdir hefjast innan skamms. Einnig er búið að úthluta lóð að Lautavegi á Laugum þar sem fyrirhugað er að byggja fjögurra íbúða hús og Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. stefnir á að byggja parhús við Melgötu í Ljósavatnsskarði í sumar. Sveitarfélagið mun þá ráðast í gatnagerðaframkvæmdir í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir.

Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. var haldinn í vikunni og sama dag aðalfundur Vaðlaheiðarganga hf. þar sem sveitarstjóri var endurkjörin í stjórn.

     

12.

Stýrihópur Nýsköpunar í norðri - Fundargerðir - 1911007

 

Fundargerð 6. fundar stýrihóps NÍN.

 

Lögð fram til kynningar.

     

13.

Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023

 

Fundargerð 19. fundar framkvæmdastjórnar HNÞ bs.

 

Lögð fram til kynningar.

     

14.

Vatnajökulsþjóðgarður - Fundargerðir - 1810004

 

Fundargerð 84. fundar svæðisráðs vestursvæðis VJÞ.

 

Lögð fram til kynningar.

     

15.

Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1804007

 

Fundargerðir 40. og 41. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

Lagðar fram til kynningar.

     

 

Fundi slitið kl. 16:45