251. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

21.02.2019

251. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 21. febrúar kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Hlynur Snæbjörnsson, Hanna Jóna Stefánsdóttir og Ásvaldur Ævar Þormóðsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Ljósvetningabúð- Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 1902019

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 11.02.2019 þar sem Ólafur Ingólfsson sækir um tímabundið tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Félagsheimilinu Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit. Erindið var afgreitt og samþykkt af sveitarstjórn í tölvupósti milli funda.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.                       

2. Framhaldsskólinn á Laugum - Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 1902020

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 14.01.2019 þar sem Sigurbjörn Árni Arngrímsson sækir um tímabundið tækifærisleyfi vegna Tónkvíslarinnar - söngkeppni FL í íþróttahúsinu á Laugum í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.                     

3. Fræðslunefnd: Fundargerðir - 1804052

Lögð fram 75. fundargerð Fræðslunefndar frá 11.02.2019. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.                       

4. Leikskólinn Barnaborg - 1804047

Lagðar fram til samþykktar lokateikningar vegna leikskóla Barnaborgar vegna flutnings leikskólans inn í húsnæði Þingeyjarskóla.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðar teikningar.                      

5. Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

Lögð fram 110. fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 14.02.2019. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum.

1. liður fundargerðar; Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að gerð verði skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 105/2006 í samræmi við tillögu Landsnets í frummatsskýrslu um færslu línu og nýrra efnistökusvæða vegna Hólasandslinu 3. Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa málsmeðferð við gerð lýsingar í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.

2. liður fundargerðar; Breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem skilgreint verði nýtt 3.364 m2 verslunar- og þjónustusvæði á lóðinni Árhólum 2 í Laxárdal samkvæmt innkomnu breytingablaði og skýringablaði S-06. Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa málsmeðferð vegna aðalskipulagsbreytingarinnar með vísan í fyrrgreind lagaákvæði og falið að grenndarkynna fyrirhuguð byggingaráform fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. fyrrnefndra laga mælir fyrir um.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.                    

6. Veiðifélag Reykjadalsár og Eyvindarlækjar - Aðalfundarboð - 1902025

Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar sem haldinn verður mánudaginn 25. febrúar n.k. í Dalakofanum.

Samþykkt að Árni Pétur Hilmarsson fari með umboð Þingeyjarsveitar á aðalfundi Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar.                       

7. Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar - 1806050

Breyting á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins lagðar fram til fyrri umræðu. Um er að ræða breytingu á 8. mgr. 40. gr. samþykktanna, að í stað „öldungaráðs“ verði „ráð eldri borgara“ og kemur til vegna breytinga á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Einnig er gerð breyting á 46. gr. samþykktanna um framsal sveitarstjórnar til starfsmanna til fullnaðarafgreiðslu mála þar sem byggingarfulltrúa er veitt heimild skv. 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Samþykkt að vísa samþykktinni til síðari umræðu.                     

8. Samþykkt um afgreiðslur byggingarfulltrúa Þingeyjarsveitar - 1902027

Lögð fram drög að samþykkt um afgreiðslur byggingarfulltrúa Þingeyjarsveitar til fyrri umræðu skv. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um framsal sveitarstjórnar á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála.

Samþykkt að vísa samþykktinni til síðari umræðu.                   

9. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Áfangastaðaáætlanir - 1901040

Lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 25.01.2019 þar sem ráðuneytið vekur athygli á Vegvísi í ferðaþjónustu sem kom út á vegum ráðuneytisins og Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2015 og var eitt af forgangsmálum í verkefnaáætlun um að gera vandaðar stefnumótandi stjórnunaráætlanir fyrir ferðaþjónustuna í hverjum landshluta (DMP) sem síðar fengu nafnið áfangastaðaáætlanir. Ráðuneytið fer þess á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með framkomna áfangastaðaáætlun og þá vinnu sem í hana hefur verið lögð.                   

10. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Þjóðgarður á miðhálendi Íslands - 1902026

Lagt fram bréf frá Óla Halldórssyni, formanni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, dags. 15.02.2019 um samantekt um helstu efnisatriði og sjónarmið samráðsfundar með sveitarfélögum um málefnið.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til Skipulags- og umhverfisnefndar til frekari umræðu og vinnslu.                     

11. Vatnajökulsþjóðgarður - Fundargerðir - 1810004

Fundargerð 55. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs - lagt fram til kynningar.                  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:40