249. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

24.01.2019

249. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 24. janúar kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Hlynur Snæbjörnsson, Hanna Jóna Stefánsdóttir og Ásvaldur Ævar Þormóðsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir

       Dagskrá:

 

1.

Leikskólinn Barnaborg - 1804047

 

Undirbúningur framkvæmda, vegna flutnings leikskólans Barnaborgar yfir í Þingeyjarskóla, stendur nú yfir. Sveitarstjóri kynnti tillögur að teikningum sem eru til umræðu og kynningar í skólunum.

 

Samþykkt að leggja fyrirliggjandi teikningar fyrir skólaráð og Fræðslunefnd til umfjöllunar.

     

2.  

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

 

Lögð fram 109. fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.01.2019. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 7 liðum.

 

1. liður fundargerðar; Eyjadalsvirkjun, umsókn um heimild til skipulagsgerðar og ósk um breytingu á aðalskipulagi. 
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa samhliða, tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi eins og 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslag nr. 123/2010 mæla fyrir um að lokinni athugun Skipulagsstofnunar vegna breytingar á aðalskipulagi. Ítarlegri gögn hafa nú þegar borist. 
  
2. liður fundargerðar; Þeistareykjavirkjun, breyting á deiliskipulagi. 
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að fresta afgreiðslu á færslu borsvæðis B-D en samþykkir að breytingartillagan verði að öðru leyti grenndarkynnt fyrir Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands og Landgræðslunni sem óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr.   skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa málsmeðferð vegna grenndarkynningarinnar eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. 
  
3. liður fundargerðar; Erindi frá Hellarannsóknarfélagi Íslands. 
Sveitarstjórn samþykkir að boða fulltrúa Hellarannsóknarfélagsins til sameiginlegs fundar sveitarstjórnar og Skipulags- og umhverfisnefndar til frekari umræðna um samstarf, verndun, varðveislu og hugsanlega nýtingu hraunhella í landi sveitarfélagsins. 
  
4. liður fundargerðar; Umsókn um framkvæmdaleyfi v/malartöku í landi Víðivalla. 
Í samræmi við 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 hefur Þingeyjarsveit farið yfir tilkynningu framkvæmdaaðila. Niðurstaða sveitarfélagsins er að malartaka í landi Víðivalla sé ekki líkleg til að hafa   í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðun til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur til dags. 28.02.2019. Sveitarstjórn samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar og felur   skipulagsfulltrúa að afla hennar og gefa út framkvæmdaleyfið skv. 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. 
  
5. liður fundargerðar; Aðalskipulag Skútustaðahrepps, breyting vegna söfnunar skólps, hreinsunar og nýtingar á Hólasandi. 
Sveitarstjórn leggst ekki gegn breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna söfnunar skólps, hreinsunar og nýtingar á Hólasandi. 
  
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar í 7. lið og þakkar Bjarna Reykjalín vel unnin störf og gott samstarf á undangengnum árum. 
Fundargerðin staðfest að öðru leyti. 
Jóna Björg tók ekki þátt við afgreiðslu 1. liðar vegna vanhæfis.

     

3.  

Samband íslenskra sveitarfélaga - Umboð til kjarasamningsgerðar - 1901021

 

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4.12.2018 vegna endurnýjunar á kjarasamningsumboði til samræmis við núverandi stöðu. Óskað er eftir að uppfært kjarasamningsumboð samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar verði sent til kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga áframhaldandi   kjarasamningsumboð.

     

4.  

Merki sumarhús - Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1901029

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 22.01.2019 þar sem Stefán Tryggvason sækir um rekstrarleyfi, flokkur II gististaður án veitinga, í Merki sumarhús í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn  gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags-og byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á   lögum nr. 85/2007. 
Hlynur tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

     

5.  

Stórutjarnaskóli - Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 1901030

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 21.01.2019 þar sem Elín Eydal sækir um tímabundið tækifærisleyfi vegna þorrablóts Fnjóskdæla í Stórutjarnarskóla í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

     

6.  

Félagsheimilið Breiðamýri - Umsögn um umsóknar um tækifærisleyfi - 1901031

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 21.01.2019 þar sem Borgar Þórarinsson sækir um tímabundið tækifærisleyfi vegna þorrablóts Reykdæla í félagsheimilinu Breiðumýri í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

     

7.  

Landsáætlun; Umsókn um rekstrarstyrk vegna Goðafoss - 1901027

 

Erindi til verkefnisstjórnar Landsáætlunar, dags. 21.01.2019 um rekstrarstyrk vegna Goðafoss lagt fram til kynningar.

     

8.  

Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023

 

Fundargerðir 11. og 12. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyingar lagðar fram til kynningar.

     

9.  

EYÞING: Fundargerðir - 1804005

 

Fundargerðir 315. og 316. fundar stjórnar Eyþings lagðar fram til kynningar.

     

10.  

Mín framtíð 2019 - Íslandsmót iðn-og verkgreina og framhaldsskólakynning - 1901020

 

Mín framtíð 2019 - Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning lagt fram til kynningar.

     

11.  

Umboðsmaður barna - Þing um málefni barna nóvember 2019 - 1901022

 

Umboðsmaður barna - Þing um málefni barna nóvember 2019 lagt fram til kynningar.

     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:42