284. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

27.08.2020

284. fundur

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 27. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Freydís Anna Ingvarsdóttir, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta tveimur málum á dagskrá með afbrigðum, undir 5. lið; 2008038 - Umsókn um tímabundna leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags og undir 6. lið; 1806015 - Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar: Skipan fulltrúa í starfshóp og aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bæta á dagskrá seinna málinu, 1806015-Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar: Skipan fulltrúa í starfshóp undir 5. lið en hafnar því að bæta fyrra málinu á dagskrá að svo stöddu. 

Dagskrá:

1.

Íbúar Laxárdals: GSM samband í Laxárdal - 2008024

 

Lagt fram erindi frá íbúum Laxárdals, ódagsett þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn beiti sér af krafti við að bæta GSM samband í Laxárdal en mjög stopult samband er á svæðinu.

 

Sveitarstjórn tekur heilshugar undir áhyggjur íbúa Laxárdals og telur mikilvægt, ekki síst í ljósi öryggismála að GSM samband verði bætt á svæðinu sem og víða annars staðar í sveitarfélaginu hið fyrsta. Sveitarstjóri hefur áður sent erindi til fjarskiptafyrirtækja, almannavarnarnefndar og stjórnvalda um mikilvægi þess að bæta GSM samband í Laxárdal án árangurs. Sveitarstjórn mun beita sér enn frekar við að bæta þetta óviðunandi ástand sem nú er og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

     

2.

Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

 

Lögð fram fundargerð 128. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.08.2020. Sigríður Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í nítján liðum.

 

1. liður fundargerðar; Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skipulagslýsingu með áorðnum breytingum nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins, Skipulagsstofnun og öðrum hagsmunaaðilum líkt og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um.

2. liður fundargerðar; Eyjardalsvirkjun, framkvæmdaleyfisumsókn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Eyjardalsvirkjunar og tengdra framkvæmda og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaleyfi, reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. liður fundargerðar; Þeistareykir , deiliskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að koma innsendum athugasemdum/umsögnum ásamt viðbrögðum nefndarinnar á framfæri við skipulagsráðgjafa og að tekið verði tillit til þeirra eins og kostur er við gerð deiliskipulagstillögunnar.

4. liður fundargerðar; Einbúavirkjun.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að koma innsendum athugasemdum/umsögnum ásamt viðbrögðum nefndarinnar við skipulagsráðgjafa og framkvæmdaraðila og að tekið verði efnislega tillit til þeirra eins og kostur er við gerð breytingartillögu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar og deiliskipulagstillögunnar.

6. liður fundargerðar; Lausn úr landbúnaðarnotum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka hluta jarðarinnar Fjósatungu úr landbúnaðarnotum í samræmi við gildandi aðalskipulag og fyrirliggjandi gögn.

8. liður fundargerðar; Vatnsendi, landskipti.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða landskiptin þegar fullgert mæliblað sem og staðfesting á landamerkjum liggja fyrir og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

9. liður fundargerðar; Arnarstaðir, landskipti (fyrri umsókn).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða landskiptin þegar staðfesting á landamerkjum liggur fyrir og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

10. liður fundargerðar; Arnarstaðir, landskipti (seinni umsókn).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða landskiptin og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

11. liður fundargerðar; Sandur 1, landskipti.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða landskiptin og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

12. liður fundargerðar; Stekkjarbrot, landskipti.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða landskiptin og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

15. liður fundargerðar; Vaðssetur, nafnabreyting.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nafnabreytingu lóðarinnar, að hún fái nafnið Vað í stað Vaðssetur L226394 og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

16. liður fundargerðar; Núpar lóð, nafnabreyting.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nafnabreytingu lóðarinnar, að hún fái nafnið Núpar 1 í stað Núpar lóð L198191 og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

17. liður fundargerðar; Hvoll lóð, nafnabreyting.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nafnabreytingu lóðarinnar, að hún fái nafnið Hvoll 1 í stað Hvoll lóð L206595 og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

     

3.

Umhverfisstofnun: Beiðni um tilnefningu í samstarfshóp vegna undirbúnings að friðlýsingu á Þeistareykjasvæðinu - 2007004

 

Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 2.07.2020, beiðni um tilnefningu í samstarfshóp vegna undirbúnings að friðlýsingu á Þeistareykjasvæðinu m.a. friðlýsingu merkra hella sem er að finna á svæðinu.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna sveitarstjóra í samstarfshópinn fyrir hönd Þingeyjarsveitar.

     

4.

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030: Beiðni um umsögn - 2008036

 

Tekið fyrir erindi frá Eyjafjarðarsveit, dags. 24.08.2020, beiðni um umsögn um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Þar er bætt við 30.000 m3 efnistökusvæði í Bíldsárskarði í landi Kaupangs, rétt vestan sveitarfélagsmarka Þingeyjarsveitar og Eyjafjarðarsveitar. Efnistökusvæðið verður notað við byggingu 220 kV háspennulínu milli tengivirkja á Hólasandi og á Rangárvöllum við Akureyri (Hólasandslínu 3) sem gerð er grein fyrir í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og í gildandi svæðisskipulagi Eyjafjarðar.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 þar sem bætt er við efnistökusvæði í Bíldsárskarði, í landi Kaupangs.

     

5.

Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar: Skipan fulltrúa í starfshóp - 1806015

 

Tekin fyrir skipan fulltrúa í starfshóp við gerð umhverfisstefnu Þingeyjarsveitar.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Sigurlínu Tryggvadóttur í stað Jónu Bjargar Hlöðversdóttur í starfshópinn.

     

6.

Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

 

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.

 

Fundir með samstarfshópi um friðlýsingu, Látraströnd - Náttfaravíkur.
Starfshópurinn fundaði 17. og 24. ágúst s.l. þar sem unnið var í drögum fyrir friðlýsingarskilmála en mörk svæðisins eru enn óákveðin þar sem ekki er ljóst hvaða landeigendur hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu.

Reglulegir stöðufundir með AST á Norðurlandi vegna COVID-19.
Eftir sumarleyfi og í ljósi seinni bylgju farsóttarinnar var aftur komið á reglulegum stöðufundum AST á Norðurlandi þar sem farið er yfir stöðuna hverju sinni. Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmarkanir taka gildi 28. ágúst og gilda til og með 10. september nk. Umræður hafa verið um göngur og réttir sem nú eru framundna og gefnar hafa verið út leiðbeiningar til að tryggja að reglum sóttvarna sé fylgt þar líkt og annars staðar. Takmörkun á fjölda einstaklinga sem koma saman eiga við um réttir og því er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa svo hægt sé að tryggja að við réttarstörf séu ekki fleiri en 100 manns. Búið er að hafa samband við alla fjallskilastjórana í sveitarfélaginu þar sem fyrrgreindar leiðbeiningar voru kynntar og lagðar fram tillögur til að tryggja sóttvarnir.

Stöðufundir með AST á Norðurlandi vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.
Stöðufundir hafa verið haldnir vegna jarðskjálftahrinu sem mælst hafa úti fyrir Norðurlandi en fer nú hægt og rólega minnkandi. Jarðskjálftahrinan hófst 19. júní s.l. og hafa yfir 17.000 skjálftar mælst frá upphafi. Enn eru taldar líkur á stórum jarðskjálfta á svæðinu og því verður áfram óvissustig almannavarna í gildi.

Fundur með félagsþjónustu Norðurþings.
Sveitarstjóri ásamt skólastjórum beggja grunnskóla sveitarfélagsins sátu fund þann 18. ágúst með fulltrúum félagsþjónustu Norðurþings þar sem m.a. var farið var yfir samstarfið og starfsemi Keldunnar þar sem sveitarfélagið er aðili að þjónustusamningi við Norðurþing. Einnig var farið yfir snemmtæka íhlutun, markmið og leiðir sem og ný lög um samþættingu þjónustu í þágu barna og barnafjölskyldna.

Fundur með skólabílstjórum Þingeyjarskóla.
Sveitarstjóri og skólastjóri funduðu þann 20. ágúst s.l. með skólabílstjórum Þingeyjarskóla varðandi auka skólaaksturs næsta skólaárs.

Fundur um málefni hálendisþjóðgarðs.
Sveitarstjóri og oddviti sátu fund þann 27. ágúst með Umhverfisráðuneytinu, sveitarstjórum og sveitarstjórnarfulltrúum Norðurþings, Skútustaðahrepps og Eyjafjarðarsveitar um málefni hálendisþjóðgarðs, samsetningu umdæmisráða og staðsetningu þjónustumiðstöðva.

Félagsstarf aldraðra á komandi vetri.
Sveitarstjóri hefur verið í sambandi við forsvarsmann að Opnu húsi eldri borgara þar sem rætt hefur verið um félagsstarfið á komandi vetri. Ákvörðun um hvenær starfsemin hefst verður tekin í fyrrihluta september.

Formleg opnun Demantshringsins.
Stefnt er að formlegri opnunarhátíð Demantshringsins þann 6. september n.k. og hefst sjálf athöfnin kl. 13:00 þar sem klippt verður á borða við áningarstað ofan Vesturdals. Demantshringurinn er 250 kílómetra langur hringvegur sem nú er búið að byggja upp og setja á bundið slitlag.

Staða framkvæmda á vegum sveitarfélagsins.
Verkefnastjóri tók saman greinargerð um stöðu framkvæmda hjá sveitarfélaginu það sem af er ári. Gatnagerðarframkvæmdum er lokið við Kvíhólsmýri. Endurbætur á eldhúsi í Stórutjarnaskóla er á lokastigi og reiknað er með að starfsemi hefjist þar á allra næstu dögum. Endurbætur á salernishúsum við Aldeyjarfoss eru í vinnslu og reiknað með að þeim framkvæmdum ljúki í september. Framkvæmdum við sundlaugin á Laugum, flísalögn í heita pottinum og málningarvinnu í tæknirými er lokið. Þá er málningarvinnu við Hólabak, parhús við Þingeyjarskóla og Melgötu við Stórutjarnaskóla lokið og málningarvinna stendur yfir á parhúsinu á Laugum. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Seiglu hafa verið settar á bið þar sem beðið er eftir staðfestingu yfirvalda um eflingu heilsugæslu í núverandi skrifstofuhúsnæði sveitarfélagsins.

     

7.

Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023

 

Fundargerð 20. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga bs.

 

Lögð fram til kynningar.

     

8.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE): Fundargerðir - 2002017

 

Fundargerð 11. fundar stjórnar SSNE

 

Lögð fram til kynningar.

     

 

Fundi slitið kl. 15:01.