248. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

10.01.2019

248. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 10. janúar kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Hanna Jóna Stefánsdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Freydís Anna Ingvarsdóttir.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Umboð   - 1812018

 

Lagt fram umboð sem sveitarstjórn samþykkti milli funda í tölvupósti, dags. 18.12.2018 þar sem sveitarstjórn samþykkti fyrsta viðauka við samning frá 28. apríl 1999 og fyrsta viðauka við rammasamning frá 27. desember 2011, milli Þingeyjarsveitar og Landsvirkjunar ásamt uppgjörssamkomulagi fyrir tímabilið október 2017 til 30. nóvember 2018 og oddvita falið að skrifa undir.

 

Sveitarstjorn staðfestir umboðið.

     

2.  

Landsvirkjun: Viðaukar við samninga - 1812018

 

Lagður fram fyrsti viðauki við samning frá 28. apríl 1999 og fyrsti viðauki við rammasamning frá 27. desember 2011, milli Þingeyjarsveitar og Landsvirkjunar ásamt uppgjörssamkomulagi fyrir tímabilið október 2017 til 30. nóvember 2018

 

Sveitarstjorn staðfestir fyrirliggjandi viðauka við samningana.

     

3.  

Brunavarnarnefnd: Fundargerðir - 1809018

 

Lögð fram fundargerð 26. fundar Brunavarnarnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 18.12.2018. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í tveimur liðum.

 

Sveitarstjorn staðfestir fundargerðina.

     

4.  

Rjúpa Guesthouse: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1812019

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 20.12.2018   þar sem Kristján I. Jóhannesson, sækir um rekstrarleyfi, flokkur II Gististaður án veitinga, á Hróarsstöðum í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjorn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

     

5.  

Umhverfisstofnun: Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd - 1812020

 

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 14.12.2018 þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

 

Samþykkt að tilnefna Jónu Björgu Hlöðversdóttur sem fulltrúa Þingeyjarsveitar í vatnasvæðanefnd.

     

6.  

Umhverfisstofnun: Tilnefning fulltrúa umhverfis- eða náttúruverndarnefndar í vatnasvæðanefnd   - 1812021

 

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 14.12.2018 þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa umhverfis- eða náttúruverndarnefndar í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

 

Samþykkt að vísa erindinu til framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga.

     

7.  

Stjórn Verndarfélags Svartár og Suðurár: Ósk um fund með sveitarstjórn - 1901003

 

Fyrir liggur erindi frá Jóni Aðalsteini Þorgeirssyni, f.h. stjórnar Verndarfélags Svartár og Suðurár, dags. 14.12.2018 þar sem óskað er eftir fundi með sveitarstjórn um uppbyggingu atvinnulífs í Bárðardal.

 

Sveitarstjorn felur sveitarstjóra að boða til fundar í byrjun febrúar n.k.

     

8.  

Almenningssamgöngur   - 1901007

 

Samþykkt hefur verið að almenningssamgöngur á vegum Eyþings bæti Laugum inn í leiðarkerfi   Strætó frá og með 01.02. 2019 til 31.12.2019 með sérstökum þátttökukostnaði sveitarfélagsins að upphæð 1.200.000 kr. Sveitarstjórn samþykkti erindið milli funda í tölvupósti dags. 07.01.2019.

 

Sveitarstjorn staðfestir afgreiðsluna og samþykkir 1.200.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem mætt verður með handbæru fé.

     

9.  

Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga: Styrkbeiðni - 1901005

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Guðrúnu Tryggvadóttur, f.h. Búnaðarsambands   Suður-Þingeyinga, dags. 06.01.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna hátíðar sem haldin verður á Breiðumýri þar sem aðgangseyrir mun renna til góðgerðarmála í héraði. Óskað er eftir styrk vegna kostnaðar við hátíðina að upphæð 175.000 kr.

 

Sveitarstjorn samþykkir styrkupphæð allt að 175.000 kr. Útgjöld rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019.

     

10.  

Dvalarheimili   aldraðra: Samkomulag um byggingu hjúkrunarheimilis - 1901006

 

Lögð fram drög að samkomulagi milli velferðarráðuneytisins og fjögurra sveitarfélaga, Norðurþings, Skútustaðahrepps, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar um byggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík. Ráðuneytið og   fyrrgreind sveitarfélög munu standa saman að byggingu hjúkrunarheimilisins. Í   byggingunni verða 6 ný rými og 54 rými sem leysa af hólmi eldri hjúkrunarrými á staðnum, alls 60 hjúkrunarrými. Samkomulagið er gert með fyrirvara um ákvörðun Alþingis um fjárveitingu á fjárlögum.

 

Sveitarstjorn samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.

     

11.  

Dvalarheimili aldraðra sf.: Fundargerðir - 1806047

 

Fundargerð DA frá 19.12.2018 lögð fram til kynningar.

     

12.  

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Fundargerðir 865. og 866. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til   kynningar.

     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:07