247. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

13.12.2018

247. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 13. desember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, oddviti
Margrét Bjarnadóttir, aðalmaður
Árni Pétur Hilmarsson, aðalmaður
Ásvaldur Ævar Þormóðsson, aðalmaður
Jóna Björg Hlöðversdóttir, aðalmaður
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, aðalmaður
Hanna Jóna Stefánsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir

Oddviti setti fund. 

Dagskrá:

 

 

1.      Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð -1804018

Lögð fram fundargerð 108. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. desember s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum.

1. liður fundargerðar; Hólsvirkjun, umsókn um framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn er sammála Skipulags- og umhverfisnefnd sem tekur undir niðurstöður álits Skipulagsstofnunar varðandi umhverfisáhrif. Áréttað er að í matsskýrslu er gerð grein fyrir mótvægisaðgerðum framkvæmdaraðila sem eru hluti af lýsingu framkvæmdarinnar. Eftir að álit Skipulagsstofnunar kom fram í júní 2018, hefur aðalskipulag Þingeyjarsveitar verið endurskoðað og samþykkt deiliskipulag fyrir Hólsvirkjun. Við þá málsmeðferð hefur Þingeyjarsveit einnig tekið afstöðu til umfjöllunar álits Skipulagsstofnunar um framkvæmdina og byggt á því að mótvægisaðgerðir skv. matsskýrslu og áliti Skipulagsstofnunar séu innleiddar í skipulagsáætlanir eins og við á. Þá hefur Skipulags- og umhverfisnefnd lagt til að sett verði skilyrði um umhverfisvöktun, sbr. bókanir nefndarinnar dags. 11. janúar 2018 og 20. september 2018.  Sveitarstjórn tekur undir afstöðu Skipulags- og umhverfisnefndar um þá umhverfisþætti sem ber að vakta á framkvæmdatíma og í lok framkvæmda og þær mótvægisaðgerðir sem gerð er krafa um að ráðist verði í sbr. bókun nefndarinnar frá 13. desember 2018 og minnisblaði Eflu verkfræðistofu um vöktunaráætlun Hólsvirkjunar frá 11. desember 2018.

Með vísan í bókun Skipulags- og umhverfisnefndar samþykkir sveitarstjórn umsókn Artic Hydro ehf. um framkvæmdaleyfi vegna Hólsvirkjunar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaleyfi, reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13. -16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   

3. liður fundargerðar; Rangá, umsókn um landskipti.   

Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna á grundvelli innsendra gagna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.   

 

2.      Atvinnumálanefnd: Fundargerð frá 27.11.2018 -1804034

Lögð fram fundargerð 26. fundar Atvinnumálanefndar frá 5. desember s.l. Árni Pétur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í tveimur liðum.

1.      liður fundargerðar; breytingar á erindisbréfi fjallskilastjóra.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingar á erindisbréfi fjallskilastjóra í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

3.      Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf.: Fundargerð

Fundargerð hluthafafundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. – lögð fram til kynningar.

 

Í lok fundar þakkaði oddviti sveitarstjórn og starfsfólki sveitarfélagsins ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og óskaði þeim gleðilegra jóla. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 14:32