244. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

08.11.2018

244. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 08. nóvember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, oddviti

Margrét Bjarnadóttir, aðalmaður

Einar Örn Kristjánsson, varamaður

Árni Pétur Hilmarsson, aðalmaður

Jóna Björg Hlöðversdóttir, aðalmaður

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, aðalmaður

Hanna Jóna Stefánsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir

Oddviti setti fund.

 

Dagskrá:

 

1.      KPMG: Fræðsla fyrir sveitarstjórnarfólk -1811009

Fulltrúar frá KPMG, Jón Ari Stefánsson og Þorsteinn Þorsteinsson mættu til fundarins og héldu fræðsluerindi um fjármál sveitarfélaga, fjárhagsáætlanir og ársreikninga. Skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.

 

2.      Fjárhagsáætlun 2019: Forsendur og undirbúningur -1810027

Umræðu framhaldið um fjárhagsáætlun 2019-2022 sem nú er í vinnslu. Sveitarstjóri fór yfir forsendur og helstu þætti áætlunar, tekju- og gjaldaliði, fjárfestingaráætlun og lántöku.

 

3.      Goðafoss: Umsókn til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða (FF) 2019 -1810039

Sveitarstjóri gerði grein fyrir að umsókn hafi verið send FF fyrir árið 2019 vegna lokaáfanga framkvæmda við Goðafoss. Áætlað er að ljúka framkvæmdum á næsta ári.

 

4.      Félag eldriborgara í Þingeyjarsveit: Styrkbeiðni -1811011

Fyrir fundinum liggur erindi frá ferðanefnd Félags eldriborgara í Þingeyjarsveit, dags. 24.10.2018 þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna sumarferðar 2019.

Sveitarstjórn samþykkir fjárstyrk að upphæð 600 þúsund kr. til sumarferðar eldriborgara í Þingeyjarsveit 2019 og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.  

 

5.      Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar -1809018

Lögð fram fundargerð 25. fundar Brunavarnarnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 1. nóvember s.l. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sjö liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina fyrir sitt leyti og vísar kostnaðarliðum til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

 

6.      Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ): Rekstrarsamningur -1810037 

Fyrir fundinum liggja drög að endurnýjun samnings milli Þingeyjarsveitar og HSÞ varðandi framlag til reksturs HSÞ fyrir árin 2019, 2020 og 2021. Framlagið er nýtt til grunnreksturs HSÞ svo sambandið geti haldið úti 50% stöðu framkvæmdastjóra til að sinna hefðbundinni og lögbundinni starfsemi. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að sveitarfélagið greiði árlega kr. 640 pr. íbúa.

Sveitarstjórn samþykkir rekstrarsamninginn og felur sveitarstjóra að skrifa undir hann. Kostnaði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

 

7.      Skógrækt í Víðum í Reykjadal: Framkvæmdaleyfi -1811007

Tekið fyrir erindi dags. 4.10.2017 frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttir f.h. Víðar skógræktar ehf., þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna nytjaskógræktar á 53,6 ha. Svæði í landi Víða, skv. meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti frá Skógræktinni. Erindið var á dagskrá Skipulags- og umhverfisnefndar þann 2. nóvember 2017 og var þá eftirfarandi fært til bókar:

„Þar sem ekkert deiliskipulag er til af svæðinu og framkvæmdin er tilkynningarskyld til sveitarfélagsins að teknu tilliti til 1. viðauka, gr. 1.07 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna skógræktaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum og afla nauðsynlegra gagna til útgáfu framkvæmdaleyfis skv. reglugerð nr. 772/2012, áður en erindið verður tekið til formlegrar afgreiðslu í nefndinni.“

Skipulags- og byggingarfulltrúi grenndarkynnti skógræktaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum, engar athugasemdir bárust. Skógræktin og umsækjandi hafa skilað inn til skipulags- og byggingarfulltrúa öllum tilskildum gögnum til útgáfu framkvæmdaleyfis.

 

Sveitarstjórn telur að fyrirhuguð skógræktaráform séu ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 1. viðauka, gr. 1.07 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og þar sem skilað hefur verið inn til sveitarfélagsins öllum tilskildum gögnum til útgáfu framkvæmdaleyfis felur sveitarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa og sveitarstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir nytjaskógrækt á 53,6 ha. svæði í landi Víða eins og 13. -16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 mælir fyrir um.

 

8.      Umhverfisstofnun: Tillaga að friðlýsingu -1810044

Umhverfisstofnun vinnur nú að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar sbr. 53. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Þar segir að svæði sem falla í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar sem Alþingi hefur samþykkt skuli friðlýsa gagnvart orkuvinnslu og að friðlýsingin skuli fela í sér að orkuvinnsla er óheimil á viðkomandi svæði. Fyrir liggur til kynningar hjá Umhverfisstofnun tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum á grundvelli flokkunar svæðisins í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar, sbr. ályktun Alþingis nr. 13/141, frá 14. janúar 2013. Í fyrirliggjandi tillögu að friðlýsingu svæðisins kemur m.a. fram að tilgangur og markmið friðlýsingarinnar sé að vernda vatnasvið Jökulsár á Fjöllum: 12 Arnardalsvirkjun og 13 Helmingsvirkjun gegn orkuvinnslu. Umhverfisstofnun óskar eftir að erindi þetta verði einnig kynnt náttúruverndarnefnd sveitarfélagsins. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 23. janúar 2019.

Sveitarstjórn vísar erindinu til Skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar.

 

9.      Sóknarnefnd Einarsstaðarkirkju: Styrkbeiðni -1811006

Fyrir fundinum liggur erindi frá sóknarnefnd Einarsstaðakirkju, dags. 25.10.2018 um mögulegan styrk frá sveitarfélaginu til kaupa á nýjum útvarpssendi í kirkjuna.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja sóknarnefndir Einarsstaðakirkju að upphæð kr. 200 þúsund til kaupa á nýjum sendi og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

 

10.  Umf. Bjarmi: Umsögn vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi -1811010

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 1.11.2018 þar sem Jón Þ. Óskarsson, forsvarsmaður Umf. Bjarma, sækir um tímabundið áfengisleyfi, í samkomusal Illugastaða á Illugastöðum í Þingeyjarsveit vegna 110 ára afmælis Umf. Bjarma, kvöldskemmtun og dans.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við tímabundið áfengisleyfi.

 

11.  Nefndarsvið Alþingis: Fundarboð -1811005

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem haldinn verður þriðjudaginn 13. nóvember n.k. verður til umfjöllunar tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023 og tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033.  

Þingeyjarsveit er boðið að mæta á fundinn.

Samþykkt að oddviti fari á fund umhverfis- og samgöngunefndar.

 

12.  Eyþing: Bréf til sveitarfélaganna -1811008

Samantekt frá aðalfundi Eyþings 2018, brýnustu áhersluverkefni Eyþings 2018-2022 – lagt fram til kynningar.

 

13.  Eyþing: Fundargerðir -1804005

Fundargerðir 312. og 313. fundar stjórnar Eyþings – lagt fram til kynningar.

 

14.  Héraðsnefnd Þingeyinga bs. (HNÞ): Fundargerð framkvæmdastjórnar-1804023

Fundargerð 10. fundar framkvæmdastjórnar HNÞ. – lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 16:45