240. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

30.08.2018

240. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 30. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, oddviti
Margrét Bjarnadóttir, varaoddviti
Helga Sveinbjörnsdóttir, aðalmaður
Árni Pétur Hilmarsson, aðalmaður
Jóna Björg Hlöðversdóttir, aðalmaður
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, aðalmaður
Hanna Jóna Stefánsdóttir, aðalmaður

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri 

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Oddviti setti fund. Hann óskaði eftir að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum undir 9. lið; 1808035- Vegagerðin: Ný lega Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn. Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.      Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar: Seinni umræða - 1806050

Breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins nr. 862/2013 lögð fram til seinni umræðu og afgreiðslu. Helstu breytingar eru í A og B lið 40. gr. samþykktanna og eru svo hljóðandi:

A- 8. liður „Öldungaráð. Um verkefni og skipan öldungaráðs fer samkvæmt sérstöku erindisbréfi sem þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.“

B- 1. liður „Héraðsnefnd Þingeyinga bs. – fulltrúaráð. Þrír fulltrúar og þrír til vara skv. 6. gr. stofnsamnings Héraðsnefndar Þingeyinga bs. frá árinu 2016.“

B- 2 liður „Felldur út“

B- 4. liður „ Fulltrúaráð Eyþings. Einn fulltrúi og einn til vara.“ 

B- 7. liður „ Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ehf. Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum þeim sömu og skipa sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hverju sinni skv. 16. gr. samþykkta Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar ehf. frá árinu 2016.“

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að senda ráðuneytinu breytta samþykkt til staðfestingar sbr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

 

2.      Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga: Formbreyting og umboð - 1808028

Sveitarstjórn samþykkti í tölvupósti á milli funda eftirfarandi formbreytingu á Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og umboð á stofnfund sjálfseignarstofnunarinnar sem haldinn var 29. ágúst s.l.:

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir formbreytingu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga úr hlutafélagi (hf.) í sjálfseignarstofnun (ses.) í atvinnurekstri á grundvelli samþykkta sjálfseignarstofnunarinnar og að hlutafé félagsins verði breytt í stofnfé í sjálfseignarstofnuninni. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að oddviti fari með umboð sveitarfélagsins á stofnfundi sjálfseignarstofnunarinnar sem haldinn verður 29.08.2018 á Fosshótel Húsavík.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.  

 

3.      Eyþing: Skipan fulltrúa á samráðsfund - 1808027

Lagt fram bréf frá Lindu M. Sigurðardóttur f.h. Eyþings, dags. 23.08.2018 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið skipi sinn fulltrúa á samráðsfund um, annars vegar almenningssamgöngur og hins vegar hugmynd um samrekstur Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Samþykkt að skipa oddvita sem fulltrúa Þingeyjarsveitar á samráðsfundinn.

 

4.      Þorgeirskirkja: Beiðni um styrk - 1808020

Fyrir fundinum liggur bréf frá sóknarnefnd Þorgeirskirkju, dags. 15.08.2018, beiðni um styrk vegna stækkunar bílastæðis við Þorgeirskirkju. Áætlaður kostnaður við verkið er um 4,4 milljónir kr.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.

 

5.      Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð frá 23.08.2018 – 1804018

Lögð fram fundargerð 104. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. ágúst s.l., Helga gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sjö liðum.

1. liður fundargerðar; Þingey- Skuldaþingsey, tillaga að deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna að deiliskipulagi Þingeyjar og Skuldaþingseyjar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna auglýsingarinnar.

2.   liður fundargerðar; Sólvangur í Fnjóskadal, Umsókn um landskipti.  

Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. 

4.   liður fundargerðar; Nípá í Kaldakinn, umsókn um landskipti.

Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.  Helga Sveinbjörnsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.  

5. liður fundargerðar; Geirbjarnarstaðir í Kaldakinn; Umsókn um landskipti.

Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. Helga Sveinbjörnsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.  

6. liður fundargerðar; Hólkot í Reykjadal, umsókn um stofnun lóða.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna stofnunar lóðanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.   

7. liður fundargerðar; Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar.

Sveitarstjórn staðfestir tilnefningu starfshóps sem mun vinna tillögu að umhverfisstefnu sveitarfélagsins og felur aldursforseta að kalla hópinn saman.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

6.      Húsnæðismál: Sala eigna  -1808029

Teknar til umræðu húseignir sveitarfélagsins og möguleg sala eigna.

Umræðum frestað til næsta fundar og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.

 

7.      Iðnaðarlóðir: Afsláttur - 1808030 

Iðnaðarlóðir við Kvíhólsmýri á Laugum teknar til umræðu. Mikið jarðvegsdýpi er til staðar á umræddum lóðum og rætt um mögulegan afslátt á gjöldum vegna þess.

Sveitarstjórn samþykkir að veittur verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum á umræddum iðnaðarlóðum vegna mikils jarðvegsdýpis.

 

8.      Barnaborg: Kostnaðaráætlun - 1804047

Á fundi sveitarstjórnar þann 3.05.2018 var samþykkt að skoða möguleika og kostnað við að færa leikskólann Barnaborg inn í húsnæði Þingeyjarskóla og unnin yrði frumkostnaðaráætlun sem lögð yrði fram á fundi sveitarstjórnar að hausti. Skipulags- og byggingarfulltrúi mætti til fundarins undir þessum lið og fór yfir þá vinnu. Frumkostnaðaráætlun er um 90 milljónir kr.

Núverandi leikskólahúsnæði er of lítið fyrir þann nemendafjölda sem fyrir er í Barnaborg og bregðast þarf við sem fyrst sem og stækkunarmöguleikum til framtíðar. Sveitarstjórn telur mikið vinnuhagræði sem og fjárhagslegan ávinning til lengri tíma litið að færa leikskólann undir sama þak og grunnskólann m.a. vegna samnýtingar á húsnæði.

Sveitarstjórn samþykkir með sex atkvæðum að færa leikskólann Barnaborg á jarðhæð í suðurenda húsnæðis Þingeyjarskóla og vísar kostnaði til gerðrar fjárhagsáætlunar 2019. Hefja skal undirbúning að framkvæmdinni nú á haustdögum sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2018. Sigurður Hlynur Snæbjörnsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

9.      Vegagerðin: Ný lega Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn  -1808035

Lagt fram bréf frá Margréti Silju Þorkelsdóttur f.h. Vegagerðarinnar, dags. 23.08.2018 um nýja legu Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn. Í frumdrögum sem unnin voru hjá Vegagerðinni árið 2013-2014 voru þrjár veglínur til skoðunar. Vegagerðin leggur til veglínu tvö sem besta kost og hvetur sveitarstjórn að hefja vinnu við  breytingu á skipulagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir forsögu málsins.

Sveitarstjórn vísar erindinu til Skipulags- og umhverfisnefndar.

 

10.  Fræðslunefnd: Áheyrnarfulltrúar -1808031

Tekið til umræðu fjöldi áheyrnarfulltrúa í Fræðslunefnd. Í samreknum leik- og grunnskóla þá á skólastjóri skólans, kennari og foreldri rétt til setu í skólanefnd/fræðslunefnd sem áheyrnarfulltrúar samkvæmt leik- og grunnskólalögum. Til greina kemur að fulltrúar foreldra og kennara verði fleiri en einn og komi af báðum skólastigum eða skólastigin sameinist um einn fulltrúa foreldra og einn fulltrúa kennara. Ákvörðun um slíkt er tekin innan skólasamfélagsins. Í Þingeyjarskóla hafa áheyrnarfulltrúar foreldra verið þrír og áheyrnarfulltrúar kennara hafa einnig verið þrír. Í Stórutjarnaskóla hefur verið einn áheyrnarfulltrúi foreldra og einn fulltrúi kennara.

Sveitarstjórn telur æskilegt að skólastigin sameinist um einn fulltrúa foreldra og einn fulltrúa kennara við sitthvorn skólann og vísar málinu til frekari umræðu í Fræðslunefnd.

 

 

11.  Leikskólar: Sumarlokanir og rýmri opnunartímar - 1808033

Tekið til umræðu sumarlokanir og rýmri opnunartímar leikskóla sveitarfélagsins. Rætt um að stytta sumarlokun leikskólanna úr sex til sjö vikum í fimm vikur.

Sveitarstjórn vísar málinu til Fræðslunefndar.

 

12.  Sveitarstjórn: Lausn frá störfum - 1808032

Helga Sveinbjörnsdóttir óskaði eftir tímabundinni lausn frá störfum sveitarstjórnar skv. 1. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 en Helga hefur verið ráðin tímabundið í starf umsjónarmanns fasteigna og framkvæmda hjá sveitarfélaginu.

Samþykkt með sex atkvæðum, Helga Sveinbjörnsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.  

Fulltrúar Ð lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúum Ð lista þykir miður að Helga Sveinbjörnsdóttir skuli taka sér leyfi frá sveitarstjórnarstörfum, enda verði ekki séð að þess sé þörf samkvæmt 20. gr. sveitarstjórnarlaga.

 

13.  Umhverfisstofnun: Átak í friðlýsingum, svæði í verndarflokki rammaáætlunar - 1808019

Bréf frá Umhverfisstofnun um átak í friðlýsingum lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00