231. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

15.02.2018

231. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 15. febrúar kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Heiða Guðmundsdóttir
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson
Árni Pétur Hilmarsson boðaði forföll.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Dagskrá:

  1. Tækifærisleyfi – Tónkvísl 2018
  2. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 08.02.2018
  3. Tónlistardeild Stórutjarnaskóla – erindi
  4. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið – bréf

 

Til kynningar:

a)      Fundargerð 856. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 

b)     Fundargerð 302. fundar stjórnar Eyþings

 

1. Tækifærisleyfi – Tónkvísl 2018

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 2. febrúar s.l. þar sem sótt er um tækifærisleyfi til að halda Tónkvíslina 2018, árlega söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum, laugardaginn 17. mars nk. frá kl. 18:30 til kl. 23:00.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins  fyrir sitt leyti. 

 

2. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 08.02.2018

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 8. febrúar s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sjö liðum. Skipulags- og byggingarfulltrúi mætti til fundarins undir 4 lið fundargerðar.

2. liður fundargerðar; Stóru-Tjarnir í Ljósavatnsskarði, umsókn um stofnun landeignar.

Sveitarstjórn samþykkir stofnun landeignarinnar og að götuheitið verði Grundarmelur. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að stofna landeignina í landeignaskrá. Ásvaldur tók ekki þátt við afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

3. liður fundargerðar; Knútsstaðir, umsókn um landskipti.

Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna þeirra þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

5. liður fundargerð; Tungunes í Fnjóskadal, umsókn um landskipti og breytt staðfang.

Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytingu og landskiptin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna þeirra.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.  

 

3. Tónlistardeild Stórutjarnaskóla – erindi

Lagt fram erindi frá tónlistardeild Stórutjarnaskóla, dags. 13. febrúar s.l. þar sem sótt er um styrk að upphæð 250 þús.kr. til að stand straum af ferðakostnaði Skólahljómsveitar Stórutjarnaskóla til að taka þátt í úrslitakeppni Nótunnar í Eldborgarsal Hörpu 3. – 4. mars n.k.

Sveitarstjórn óskar nemendum og starfsfólki tónlistardeildarinnar til hamingju með þennan frábæra árangur og samþykkir styrk að fjárhæð 250 þús.kr. og þá upphæð sem viðauka við fjárhagsáætlun 2018 sem mætt verður með handbæru fé.

 

4. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið – bréf

Fyrir fundinum liggur bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 8. febrúar s.l. þar sem fram kemur að ráðuneytið hafi skipað starfshóp  til að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslu á raforkuflutningskerfi í dreifbýli með áherslu á þrífösun rafmagns. Leitað er til sveitarstjórna í landinu og þær beðnar að veita upplýsingar um hvar sé mest og brýnust þörf á tenginu við þriggja fasa rafmagn í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi.  

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með þetta framtak ráðuneytisins og felur umsjónarmanni fasteigna og framkvæmda hjá sveitarfélaginu að safna saman upplýsingum og koma þeim til starfshópsins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:15