228. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

14.12.2017

228. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 14. desember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Heiða Guðmundsdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Oddviti setti fund. Hann óskaði eftir að bæta á dagskrá undir 9. lið; Fundaáætlun sveitarstjórnar 2018.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

  1. Gjaldskrár 2018 – seinni umræða
  2. Fundargerð Fræðslunefndar 30.11.2017
  3. Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2018-2021 – seinni umræða 
  4. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 14.12.2017
  5. Leigufélag Hvamms ehf. – tilnefning fulltrúa
  6. Aðalfundarboð Veiðifélags Fnjóskár
  7. Framkvæmdir í Stórutjarnaskóla – viðauki 
  8. Saman hópurinn, félag um forvarnir – styrkbeiðni 2017
  9. Fundaáætlun sveitarstjórnar 2018

 

Til kynningar:

a)      Fundargerð 854. stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

b)     Fundargerð stjórnar DA frá 06.12.2017

c)      Fundargerð stjórnar Leigufélags Hvamms ehf. frá 06.12.2017

d)     Í skugga valdsins – bréf frá stjórn Sambands íslenskar sveitarfélaga

e)      Skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Ísland

 

1. Gjaldskrár 2018 – seinni umræða 

Gjaldskrár 2018 teknar til síðari umræðu og lagðar fram til samþykktar.

Sundlaugin á Laugum – hækkun 10%

Heimaþjónusta – óbreytt (tekur breytingum skv. vísitölu neysluverðs)

Félagsheimili – hækkun  2,7%

Útleiga á borðbúnaði og áhöldum félagsheimila í Þingeyjarsveit – óbreytt

Seigla – miðstöð sköpunar – hækkun  2,7%

Flateyjarhöfn á Skjálfanda – óbreytt

Leikskólar – óbreytt

Tónlistarskólar – óbreytt

Dagforeldrar – óbreytt

Mötuneyti Stórutjarnaskóla – óbreytt

Mötuneyti Þingeyjarskóla – óbreytt

Hundahald – óbreytt

Sorphirða – óbreytt

Hreinsun, tæming og losun rotþróa – hækkun  2,7%

Hitaveita – hækkun  2,7%

Brunavarnir – 3%

Samþykkt samhljóða.

 

Fasteignaskattur, lóðarleiga, fráveita- og vatnsgjald – óbreytt

Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa T lista.

Fulltrúar T lista vísuðu til breytingartillögur sem þeir lögðu fram á fundi sveitarstjórnar þann 30. nóvember s.l.

 

Gjaldskrár 2018 verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum.

 

2. Fundargerð Fræðslunefndar frá 30.11.2017

Lögð fram fundargerð Fræðslunefndar frá 30. nóvember s.l. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum.

Varðandi 4. lið fundargerðar; Málefni frá skólastjóra, þá skilur sveitarstjórn áherslur skólastjóra en gert er ráð fyrir 8 millj.kr. í viðhaldskostnað skólahúsnæðis í fjárhagsáætlun 2018-2021. Ragnar tekur undir sjónarmið skólastjóra og telur að fjárveiting til viðhalds skólahúsnæðis Stórutjarnaskóla eigi  að vera 10 millj.kr. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021. 

 

3. Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2018-2021 – seinni umræða

Fjárhagsáætlun 2018-2021 lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu ásamt þeim breytingum sem gerðar hafa verið milli umræðna. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni ásamt skrifstofustjóra  sem mætti til fundarins undir þessum lið.

Í fjárhagsáætlun 2018 eru áætlaðar skatttekjur 894,5 m.kr. en heildartekjur 1.086,7 m.kr. Áætluð rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 25 m.kr. og rekstrarniðurstaða samstæðu A og B hluta er jákvæð um 14 m.kr. Veltufé frá rekstri er áætlað 59,3 m.kr. Áætluð upphæð til fjárfestingar er 39 m.kr. Gert er ráð fyrir nýrri lántöku á árinu 2018 að fjárhæð 60 m.kr. en ekki var þörf á að taka það 75 m.kr. lán sem áætlað var að taka á árinu 2017. Í áætlun fyrir árin 2019, 2020 og 2021 er gert ráð fyrir  jákvæðri rekstrarniðurstöðu A hluta og samstæðu A og B hluta öll árin. Helstu fjárfestingar og framkvæmdir á árinu 2018 eru endurbætur á smíðastofunni í Stórutjarnaskóla, frágangur á framkvæmdum í veitum sem og almennt viðhald fasteigna, búnaðarkaup og endurnýjun bifreiða sveitarfélagsins. Einnig eru frekari framkvæmdir við Goðafoss á áætlun.

Oddviti bar framlagða fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2018 upp til samþykktar.

Fjárhagsáætlun samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista, Ragnar Bjarnason greiddi atkvæði á móti og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson sat hjá.

Oddviti bar þriggja ára  fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2019-2021 upp til samþykktar.

Þriggja ára fjárhagsáætlun samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista, fulltrúa T listar sátu hjá.

 

Fulltrúar A lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Við teljum að framlögð fjárhagsáætlun sé raunhæf og varfærin bæði hvað varðar áætlaðar tekjur og gjöld og lántöku er stillt í hóf.

 

Ragnar Bjarnason lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég tel framlagða fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2018 vera með rangar áherslur fyrir sveitarfélagið. Hún sýnir hins vegar ákaflega skýrt að kosningaár er að fara í hönd.

 

4. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 14.12.2017

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 14.12.2017. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum.

2. liður fundargerðar; Vað 1, umsókn um stofnun lóðar.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Fasteignaskrá.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

5. Leigufélag Hvamms ehf. – tilnefning fulltrúa

Á fundi stjórnar Leigufélags Hvamms ehf. þann 6. desember s.l. var óskað eftir því að sveitarstjórnir tilnefndu fulltrúa sinn á hluthafafund félagsins sem haldinn verður við fyrsta tækifæri.

Sveitarstjórn samþykkir að Arnór Benónýsson verði fulltrúi Þingeyjarsveitar á hluthafafundinum.

 

6. Aðalfundarboð Veiðifélags Fnjóskár

Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Fnjóskár sem haldinn verður þann 16. desember n.k. í Skógum í Fnjóskadal.

Samþykkt að Margrét Bjarnadóttir fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

7. Framkvæmdir í Stórutjarnaskóla – viðauki

Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindi sem barst frá foreldrafélagi Stórutjarnaskóla um mikilvægi þess að endurnýja sturtur í búningsklefum skólans sem fyrst. Í fundargerð Fræðslunefndar frá 7. nóvember s.l. tók nefndin undir með foreldrafélaginu og lagði áherslu á að farið yrði í þessar framkvæmdir sem fyrst, kostnaður er um 2 millj.kr.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka að upphæð 2 millj.kr. við fjárhagsáætlun 2017 vegna framkvæmda við búningsklefa í Stórutjarnaskóla sem mætt verður með handbæru fé.

 

8. Saman hópurinn, félag um forvarnir – styrkbeiðni 2017

Fyrir fundinum liggur erindi frá Saman hópnum, dags. 1. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir að sveitarfélög styrki forvarnastarf hópsins um 20.000 til 600.000 kr.

Sveitarstjórn hafnar erindinu að þessu sinn.

 

9. Fundaáætlun sveitarstjórnar 2018

Fundaáætlun sveitarstjórnar tekin til umræðu. Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu að fundaáætlun fyrir fyrri hluta árs 2018:

18. janúar

1. og 15. febrúar

1. og 22. mars

12. apríl

3. og 17. maí 

Samþykkt samhljóða.

 

Í lok fundar þakkaði oddviti sveitarstjórn og starfsfólki ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og óskaði þeim gleðilegra jóla.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:47