223. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

28.09.2017

223. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 28. september kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Heiða Guðmundsdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Nanna Þórhallsdóttir í forföllum Ásvaldar Ævars Þormóðssonar
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri 

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

  1. Framhaldsskólinn á Laugum – kynning
  2. Byggingalóðir í sveitarfélaginu
  3. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.09.2017
  4. Fundargerð Brunavarnanefndar frá 12.09.2017
  5. Rekstrarleyfi – Félagsheimilið Breiðumýri
  6. Erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri

 

Til kynningar: 

a)      Aldursgreining í Þingeyjarsýslu – skýrsla Þekkingarnets Þingeyinga

          

1. Framhaldsskólinn á Laugum – kynning

Skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, mætti til fundarins og kynnti starfsemi skólans fyrir sveitarstjórn.

Sveitarstjórn þakkar skólameistara fyrir góða og áhugaverða kynningu.

 

2. Byggingalóðir í sveitarfélaginu

Tekið til umræðu þróun byggðar í sveitarfélaginu, lóðaframboð o.fl.

Sveitarstjóra falið að kanna áhuga landeigenda í sveitarfélaginu um mögulegt samstarf við sveitarfélagið um skipulagningu íbúðahúsalóða.

 

3. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.09.2017

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. september s.l. Nanna gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í átta liðum.

1. liður fundargerðar; Svartárvirkjun, beiðni um umsögn.

Sveitarstjórn tekur undir umsögn nefndarinnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim.  Sveitarstjórn áskilur sér þó rétt til að setja nánari skilyrði um vöktun umhverfisáhrifa af óháðum eftirlitsaðila við útgáfu á fyrirhuguðu framkvæmdaleyfi t.d. varðandi lágmarksrennsli á ánni til að viðhalda staðbundnum fiskistofnum.

Ragnar Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

2. liður fundargerðar; Bergsstaðir, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið eins og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi mælir fyrir um.

4. liður fundargerðar; Rauðá, umsókn um heimild til stofnunar frístundalóðar.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Fasteignaskrá.

5. liður fundargerðar; Langavatn, umsókn um heimild til landskipta.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

6. liður fundargerðar; Illugastaðir, umsókn um heimild til stofnunar frístundalóða og lóðar undir kirkju.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðirnar í Fasteignaskrá þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

Fundargerðin staðfest að öðru leyti. 

 

4. Fundargerð Brunavarnanefndar frá 12.09.2017

Lögð fram fundargerð Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 12. september s.l. Arnór grein fyrir fundargerðinni sem er í 4 liðum.

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðin fyrir sitt leyti.

 

5. Rekstrarleyfi – Félagsheimilið Breiðumýri

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 13. september s.l. þar sem Dagbjört Jónsdóttir, f.h. Þingeyjarsveitar sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – umfangslitlir áfengisveitingastaðir, í Félagsheimilinu Breiðumýri í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

Heiða yfirgaf fundinn eftir afgreiðslu þessa liðar.

 

6. Erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dags. 13. september s.l. þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms nemanda á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.

Sveitarstjórn hafnar erindinu þar sem nemandinn fellur ekki undir 1. gr. reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumuni nemenda frá árinu 2011. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:25