221. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

31.08.2017

221. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 31. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Heiða Guðmundsdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Nanna Þórhallsdóttir í forföllum Ásvaldar Ævars Þormóðssonar
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

  1. Framhaldsskólinn á Laugum – styrkbeiðni
  2. Lokaskýrsla verkefnastjóra Seiglu
  3. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 24.08.2017
  4. Málstefna sveitarfélagsins  
  5. Staða sauðfjárbænda

 

Til kynningar: 

a)      Fundargerð 297. fundar stjórnar Eyþings

b)     Landsfundur um jafnréttismál 2017

 

1. Framhaldsskólinn á Laugum – styrkbeiðni

Fyrir fundinum liggur erindi frá Halli B. Reynissyni f.h. Framhaldsskólans á Laugum, dags. 25. ágúst s.l. þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku skólans í alþjóðlegu verkefni næsta vetur. Verkefnið „Water is Life“ snýst um vatn og hreina orku þar sem hluti nemenda við skólann munu fara erlendis og taka þátt í dagskrá  þar sem og að taka móti erlendum nemendum sem heimsækja skólann og taka þátt í dagskrá hér heima.

Sveitarstjórn samþykkir styrk til verkefnisins að fjárhæð kr. 250 þús. og vísar til gerðrar fjárhagsáætlunar 2018.

 

2. Lokaskýrsla verkefnastjóra Seiglu

Lögð fram lokaskýrsla verkefnastjóra Seiglu – miðstöð sköpunar en verkefnastjóri lauk starfi sínu þann 31. maí s.l.

Sveitarstjórn staðfestir skýrsluna og þakkar verkefnastjóra fyrir vel unnin störf.   

 

3. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 24.08.2017

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. ágúst sl. Nanna gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sjö liðum.

2. liður fundargerðar; Rangá, nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og tillögu á deiliskipulagi með þeim breytingum sem fram koma í fundargerð nefndarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna gildistöku tillagnanna eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

Sigurður Hlynur mætti til fundar undir 3. lið.

Árni Pétur yfirgaf fundinn að loknum 3. lið.

 

4. Málstefna sveitarfélagsins

Ragnar Bjarnason vakti athygli á að sveitarfélaginu ber að setja sér málstefnu og lagði til að það yrði sett í ferli.

Sveitarstjórn samþykkti að fela Ragnari að vinna drög að málstefnu fyrir sveitarfélagið.

 

5. Staða sauðfjárbænda

Tekin til umræðu staða sauðfjárbænda í ljósi lækkunar afurðaverðs til þeirra. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun:

„Ljóst er að lækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda muni koma illa niður á sauðfjárbændum í sveitarfélaginu. Í Þingeyjarsveit eru um 100 bú sem byggja afkomu sína m.a. á sauðfjárbúskap og fjöldi sauðfjár í sveitarfélaginu eru um 18.000.

Slík skerðing á tekj­um mun fyrst og fremst leiða til lækk­un­ar launa sauðfjár­bænda. Sveit­ar­stjórn Þingeyjarsveitar tel­ur að tæki­færi fel­ist í auk­inni sam­vinnu land­búnaðar og ferðaþjón­ustu sem hægt sé að nýta mun bet­ur en gert er í dag. Leggja þarf meiri áherslu á markaðssetn­ingu og vöruþróun inn­an­lands fyr­ir þann mikla fjölda ferðamanna sem sæk­ir Ísland heim. Sveit­ar­stjórn skor­ar á for­ystu­menn sauðfjár­bænda, slát­ur­leyf­is­hafa, ráðherra og ráðamenn þjóðar­inn­ar að finna framtíðarlausn á þess­um al­var­lega vanda sem steðjar að grein­inni.“

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:42