217. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

01.06.2017

217. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 01. júní kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Árni Pétur Hilmarsson
Heiða Guðmundsdóttir
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Oddviti setti fund. Hann óskað eftir að bæta á dagskrá undir 9. lið; Aðalfundarboð Dvalarheimilis aldraðra sf.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

  1. Aðalfundarboð Greiðrar leiðar ehf.
  2. Fundargerð Brunavarnanefndar frá 16.05. 2017
  3. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 24.05.2017
  4. Fundargerð Fræðslunefndar frá 29.05.2017
  5. Leigufélag Hvamms ehf.
  6. Rekstrarleyfi – Garður 
  7. Rekstrarleyfi – Landamót
  8. Rekstrarleyfi – Hamrar
  9. Aðalfundarboð Dvalarheimilis aldraðra sf.  

Til kynningar:

a)      Fundargerð 850. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

b)     Fundargerð 295. fundar stjórnar Eyþings

c)      Fundargerð aðalfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 3.05.2017

d)     Fundargerð stjórnar DA frá 23.05.2017

e)      Fundargerð stjórnar Leigufélags Hvamms ehf. frá 23.05.2017

 

1. Aðalfundarboð Greiðrar leiðar ehf.

Aðalfundarboð Greiðrar leiðar ehf. var afgreitt í tölvupósti milli funda þar sem Margréti Bjarnadóttur var veitt umboð Þingeyjarsveitar á aðalfundinum sem haldinn var 29. maí s.l.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna. 

 

2. Fundargerð Brunavarnarnefndar frá 16.05.2017

Lögð fram fundargerð Brunavarnarnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 16. maí s.l. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina fyrir sitt leyti.

 

3. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 24.05.2017

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. maí sl. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum.

1. liður fundargerðar; Umhverfi Goðafoss, breytingar á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna að breytingu á deiliskipulagi með þeirri breytingu sem fram kemur í svörum nefndarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast gildistöku tillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

3. liður fundargerðar; Laugar, vatnsveita, umsókn um framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4. liður fundargerðar; Þóroddsstaður, umsókn um stofnun lóða.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðirnar í Fasteignaskrá.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

4. Fundargerð Fræðslunefndar frá 29.05.2017

Lögð fram fundargerð Fræðslunefndar frá 29. maí s.l. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum.

Varðandi 1. lið fundargerðar þá verður breyting á stjórnunarfyrirkomulagi í Stórutjarnaskóla, aðstoðarskólastjóri mun láta af störfum og frá og með næsta skólaári verður ekki starfandi aðstoðarskólastjóri en þess í stað verða ráðnir tveir verkefnastjórar. Sveitarstjórn þakkar Þórhalli Bragasyni fyrir vel unnin störf.

Varðandi 3. lið fundargerðar, samþykkir sveitarstjórn tillögu Fræðslunefndar um að bætt verði við starfsmanni við leikskólann Tjarnaskjól vegna inntöku yngra barna.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

5. Leigufélag Hvamms ehf.

Fyrir fundinum liggur hluthafasamkomulag í Leigufélagi Hvamms ehf., ákvörðun um sölu hlutafjár í félaginu og viðauki við húsaleigusamninga um forkaupsrétt leigutaka að Útgarði 4 á Húsavík.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi hluthafasamkomulag og viðauka við húsaleigusamninga um forkaupsrétt leigutaka.

 

6. Rekstrarleyfi – Garður

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 19. maí s.l. þar sem Guðmundur Skarphéðinsson sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, í Garði í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

7. Rekstrarleyfi – Landamót

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 19. maí s.l. þar sem Kristbjörg Ingólfsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, á Landamóti í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

8. Rekstrarleyfi – Hamrar

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 24. maí s.l. þar sem Freydís Anna Arngrímsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, á Hömrum í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

9. Aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra sf.  

Lagt fram  aðalfundarboð Dvalarheimilis aldraðra sf. sem haldinn verður 14. júní n.k. í Miðhvammi á Húsavík.

Samþykkt að Heiða Guðmundsdóttir fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:37