212 fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

23.03.2017

212 fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 23. mars kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Heiða Guðmundsdóttir
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

  1. Rekstrarleyfi – Engi, sumarhús
  2. Rekstrarleyfi – Háls 
  3. Rekstrarleyfi – Fosshóll 
  4. Landgræðsla ríkisins 
  5. Fundargerð Brunavarnanefndar frá 01.03.2017
  6. Fundargerð Héraðsnefndar Þingeyinga bs. frá 13.03.2017
  7. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 16.03.2017
  8. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
  9. Goðafoss – Styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

 

Til kynningar:

a)      Fundargerð 29. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélag

b)     Fundargerð 293. fundar stjórnar Eyþings

 

1. Rekstrarleyfi – Engi, sumarhús

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 10. mars s.l. þar sem Svanhildur Sigtryggsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga í sumarhúsi á Engi í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvari um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

2. Rekstrarleyfi – Háls

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 14. mars þar sem Ásta Svavarsdóttir f.h. Tveggja bræðra sf., sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga að Hálsi í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvari um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. 

 

3. Rekstrarleyfi – Fosshóll  

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 15. mars s.l. þar sem Sigurður Arnar Jónsson f.h. Goðafoss ehf. sækir um rekstrarleyfi, flokkur IV – gististaður með áfengisveitingum á Fosshóli í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvari um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

4. Landgræðsla ríkisins

Lagt fram erindi frá Daða L. Friðrikssyni f.h. Landsgræðslu ríkisins, dags. 13. mars s.l. þar sem óskað er eftir að fá að gera slóð undir nýja girðingu í landi Þeistareykja innan Hólasandsgirðingar.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

5. Fundargerð Brunavarnanefndar frá 1.03.2017

Lögð fram fundargerð Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 1. mars s.l. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina fyrir sitt leyti.

 

6. Fundargerð Héraðsnefndar Þingeyinga bs. frá 13.03.2017

Fundargerð Héraðsnefndar Þingeyinga b.s. frá 13. mars s.l. lögð fram, sveitarstjóri gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum. Umræða um 2. lið fundargerðar, ráðgjafasamningur um félags- og skólaþjónustu.

Samþykkt að fela sveitarstjóra og oddvita að óska eftir fundi með fulltrúum Norðurþings til viðræðna á grundvelli umræðna á fundinum um 2. lið fundargerðarinnar.

 

7. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 16.03.2017

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. mars. s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sjö liðum.

4. liður fundargerðar; Rangá, nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögurnar á þessu stigi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa þær samhliða skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr.

skipulagslaga nr. 123/210 að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi eins og 3. mgr. 30. gr. fyrrgreindra laga mælir fyrir um.

5. liður fundargerðar; Hólsvirkjun, aðal- og deiliskipulag.

Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni um að samþykktum skipulagsáætlunum verði ekki breytt frekar að sinni. Skipulag- og umhverfisnefnd og sveitarstjórn muni taka málið til efnislegrar umfjöllunar ef væntanlegt umhverfismat leiðir til breytinga á þegar samþykktu deiliskipulagi og breytingar á aðalskipulagi.

6. liður; Lækjavellir í Bárðardal.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við landskiptin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

8. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður þann 24. mars n.k. á Grand Hótel í Reykjavík.

Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

 

9. Goðafoss – styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vorið 2017 er lokið og samþykkti sjóðurinn að veita Þingeyjarsveit styrk að fjárhæð 28,8 millj.kr. til endurbóta á umhverfi Goðafoss.

Samþykkt að fela sveitarstjóra að skrifa undir samning vegna styrkveitingarinnar sem mun berast innan tíðar.  

 

Í lok fundar samþykkti sveitarstjórn eftirfarandi áskorun:

„Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir sig andvíga framkomnu frumvarpi um smásölu áfengis og skorar á Alþingi að fella það.“

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:10