211. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

09.03.2017

211. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 09. mars kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Heiða Guðmundsdóttir
Eiður Jónsson í forföllum Ásvaldar Ævars Þormóðssonar
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

  1. Rekstrarleyfi – Kjarnagerði ehf.
  2. Rekstrarleyfi – Veiðifélag Reykjadalsár og Eyvindarlækjar
  3. Samgönguáætlun
  4. Erindi frá UMF Eflingu
  5. Samningur – Ísland ljóstengt 2017

 

Til kynningar:

a)      Fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

b)     Unglingalandsmót UMFÍ 2020 og landsmót UMFÍ 50+ 2019

c)      Samstarfsyfirlýsing um eftirfylgni úttektar á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á leik- grunn- og framhaldsskólastigi

 

1. Rekstrarleyfi – Kjarnagerði ehf.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 22. febrúar s.l. þar sem Atli Dagsson f.h. Kjarnagerðis ehf. sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga við Breiðanes í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvari um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

2. Rekstrarleyfi – Veiðifélag Reykjadalsár og Eyvindarlækjar

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 26. febrúar s.l. þar sem Ari Teitsson f.h. Bollastaða veiðihúss, sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga að Bollastöðum í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvari um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. 

 

3. Samgönguáætlun

Umræður um niðurskurð á samgönguáætlun Alþingis, sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur það algjörlega óásættanlegt að nýsamþykkt samgönguáætlun hafi ekki verið fjármögnuð að fullu við gerð fjárlaga 2017. Áætlunin er vanfjármögnuð um 10 milljarða króna á árinu 2017 og því hefur samgönguráðherra lagt til mikinn niðurskurð á þeim verkefnum sem til stóð að framkvæma á árinu. 
Fyrsti áfangi í uppbyggingu Bárðardalsvegar sem og þriðji áfangi Dettifossvegar, eru meðal þeirra verkefna sem samgönguráðherra leggur til að skorin verði niður. Fjármagn í flughlaðið á Akureyri mætir niðurskurði og er ekki á áætlun. 
Þessar framkvæmdir og fleiri sem fyrirhugað er að falla frá eru mikilvæg hagsmunamál fyrir byggðarlög í landinu og eru liður í því að styrkja innviði landsbyggðarinnar og stuðla að möguleikanum fyrir fjölbreytta uppbyggingu um allt land. 
Áframhaldandi fjársvelti til samgöngumála getur leitt til hruns í samgöngukerfinu sem mun koma hart niður á umferðaröryggi, ferðaþjónustu, öðrum atvinnugreinum og íbúum landsins. 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar skorar á Alþingi, ráðherra og ríkisstjórn að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja þegar það fjármagn sem gert er ráð fyrir í samgönguáætlun, þannig að uppbygging þessara samgöngumannvirkja sem og annarra um land allt komi til framkvæmda á árinu samkvæmt áætlun.

 

4. Erindi frá UMF Eflingu

Tekið fyrir öðru sinni erindi frá Kára Steingrímssynir f.h. Umf. Eflingar, dags. 21. ágúst s.l. þar sem sótt er um styrk til sveitarfélagsins til niðurgreiðslu á húsaleigu vegna íþróttatíma á vegum félagsins í íþróttahúsinu á Laugum. Á fundi sveitarstjórnar þann 8. sept. 2016 var erindinu vísað til Félags- og menningarmálanefndar til umfjöllunar.

Sveitarstjórn samþykkir að veita Eflingu styrk að upphæð 400 þús.kr. til að greiða húsaleigu vegna íþrótta- og æfingatíma barna og unglinga á árinu 2017. Efling stendur fyrir fjölbreyttu íþróttastarfi fyrir börn og unglinga sveitarfélagsins og hefur leitast við að bjóða upp á æfingartíma þegar líklegt er að börn og unglingar allsstaðar að úr sveitarfélaginu geti mætt. Jafnframt er sveitarstjóra falið að hefja viðræður við Framhaldsskólann á Laugum um framtíðar samstarf  um notkun og rekstur íþróttahúss, sundlaugar og íþróttamannvirkja.

Ragnar Bjarnason sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.

 

5. Samningur – Ísland ljóstengt

Fyrir liggur samningur milli Fjarskiptasjóðs og Þingeyjarsveitar um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli á árinu 2017 sem sveitarstjóri undirritaði þann

28. febrúar s.l.  Fjárhæð styrksins er 29 millj.kr.

Á fundi sveitarstjórnar þann 12. janúar s.l. samþykkti sveitarstjórn að sameina 2. og 3. áfanga ljósleiðaraverkefnisins og ljúka þannig verkefninu á árinu 2017. Í 2. og 3. áfanga er gert ráð fyrir samtals 117 tengingum og heildarkostnaði að upphæð 121 millj.kr. þar af er þátttökukostnaður sveitarfélagsins 60,9 millj.kr. Í fjárhagsáætlun 2017 var aðeins gert ráð fyrir 2. áfanga og sveitarstjóri lagði því fram viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð 25 millj.kr. vegna 3. áfanga.

Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samning og samþykkir viðauka að fjárhæð 25 millj.kr. við fjárhagsáætlun 2017 fyrir 3. áfanga verkefnisins sem mætt verður með lántöku, með sex atkvæðum.

Ragnar Bjarnason sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:05