204. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

17.11.2016

204. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Nanna Þórhallsdóttir í forföllum Margrétar Bjarnadóttur
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Árni Pétur Hilmarsson
Heiða Guðmundsdóttir
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2017 og árin 2018-2020 – fyrri umræða
  2. Ákvörðun Kjararáðs um hækkun þingfararkaups
  3. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.11.2016

1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2017 og árin 2018-2020 – fyrri umræða

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2017 og árin 2018-2020 tekin til fyrri umræðu. Skrifstofustjóri mætti til fundarins undir þessum lið. Sveitarstjóri og skrifstofustjóri gerðu grein fyrir áætluninni. Fyrri umræðu framhaldið og fjárhagsáætlun vísað til síðari umræðu.

 2. Ákvörðun Kjararáðs um hækkun þingfararkaups

Ákvörðun Kjararáðs þann 30. október sl. um hækkun þingfararkaups tekin til umræðu en laun sveitarstjórnarfulltrúa og fulltrúa í nefndum á vegum sveitarfélagsins taka mið af þingfararkaupi.

Ragnar Bjarnason lagði fram eftirfarandi tillögu:
Að laun kjörinna fulltrúa Þingeyjarsveitar verði miðuð við kjarasamning Skólastjórafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga.

Tillagan felld með fimm atkvæðum fulltrúa A lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa T lista.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir tímabundið að laun sveitarstjórnarmanna haldist óbreytt eins og þau voru þann 28. október síðastliðinn eða áður en úrskurður Kjararáðs nr. 2016.3.001 var kveðinn upp. Sama gildir um laun fulltrúa í nefndum sem taka mið af þingfararkaupi.

Þessi samþykkt skal standa þar til Alþingi hefur haft tækifæri til að bregðast við úrskurði Kjararáðs, en  þó eigi lengur en til 31. desember nk.

Bregðist Alþingi ekki við úrskurðinum mun sveitarstjórn taka málið fyrir að nýju.

Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum.

3. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.11.2016

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá frá 17. nóvember s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í átta liðum.

4. liður fundargerðar; Rangá, nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

5. liður fundargerðar; Rauðaskriða 1 og 3, breyting á aðal- og deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa innkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv.1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt að heimila að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. fyrrgreindra laga þar sem landnotkunarreitur verslunar- og þjónustusvæðis stækkar við þessi byggingaráform umfram það sem hann er skilgreindur í aðalskipulagi.

7. liður fundargerðar; Malartaka í landi Ófeigsstaða og Rangár vestan Skjálfandafljóts, beiðni um umsögn.

Sveitarstjórn telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun og tekur því undir álit nefndarinnar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

8. liður fundargerðar; Reykir 2 í Fnjóskadal, stofnun lóðar.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna stofnunar lóða og breyttrar stærða lóða í Fasteignaskrá.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.  

 

Til kynningar:

a)      Fundargerð 843. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

b)     Fundargerð 287. fundar stjórnar Eyþings

c)      Mannvirkjastofnun – brunavarnaráætlun sveitarfélagsins

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:20