203. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

10.11.2016

203. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 10. nóvember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Árni Pétur Hilmarsson
Heiða Guðmundsdóttir
Baldvin Kr. Baldvinsson í forföllum Ragnars Bjarnasonar
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Aðrir fundarmenn:
Jón Jónsson hrl. hjá Sókn lögmannsstofu á Egilsstöðum 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Oddviti setti fund. 

Dagskrá:

1.      Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.11.2016

 

1.      Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.11.2016

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 10. nóvember s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum. 

 

1. liður fundargerðar; Þeistareykjalína 1, umsókn um framkvæmdaleyfi. 

Erindi dags 18. mars 2016 frá Guðmundi Inga Ásmundssyni forstjóra, f.h. Landsnets þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1, 220 kV háspennulínu, sbr. einnig erindi Landsnets dags. 28. október 2016, um að framkvæmdaleyfisumsókn skuli tekin til málsmeðferðar að nýju, eftir að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. október 2016,  í máli nr. 95/2016, felldi ákvörðun sveitarstjórnar, dags. 13. apríl 2016, úr gildi.

Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. og 6. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 fyrir framkvæmdinni Þeistareykjalína 1, 220 kV háspennulína.  Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrirliggjandi og meðfylgjandi. Sótt er um framkvæmdina á grundvelli Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem gert er ráð fyrir háspennulínum, sbr. 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.  Í aðalskipulagi nágrannasveitarfélagsins, Norðurþings, er einnig gert ráð fyrir framkvæmdinni.

Meðfylgjandi eru gögn vegna framkvæmdaleyfisumsóknar, sbr. sérstaklega 2. og 3. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000.  Lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis, dags mars 2016, sem er aðalþáttur gagnanna er tekin saman af verkfræðistofunni Mannviti f.h. Landsnets hf.  Er vísað til hennar um frekari skýringar og lýsingar á framkvæmdinni, þ.m.t. 6. kafla lýsingarinnar þar sem fjallað er um mótvægisaðgerðir og skilyrði sem Skipulagsstofnun telur að setja þurfi við leyfisveitingu framkvæmdarinnar, sbr. mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Lýsingin, þ.m.t. hvernig mætt skuli skilyrðum Skipulagsstofnunar, eru þannig hluti umsóknar Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi. 

Við málsmeðferð framkvæmdaleyfisumsóknar að nýju, hafa komið fram fleiri gögn:

·         Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í máli nr. 95/2016,         dags. 27. október 2016.

·         Umsögn náttúruverndarnefndar Þingeyinga, dags. 4.11.2016.

·         Erindi Landsnets, dags. 4. 11.2016, Þeistareykjalína 1, - frekari gögn, ásamt fylgiskjölum.

§  Jarðfræði Landflokkun og yfirlitskort.

§  Minnispunktar um möguleika á minnkun áhrifa vegna framkvæmda við KR4 og TR1.

§  Athugun á jarðastreng sem kost í 220 kV Kröflulínu 4, Landsnet og Efla maí 2016.

§  Umhverfisáhrif jarðstrengs innan Skútustaðahrepps, Minnisblað Eflu, 20.10.2016.

§  Alta, rýni minnisblað dags. 6.7.2016.

§  Lota, rýni – minnisblað dags. 6.7.2016.

§  Orkustofnun, rýni – minnisblað dags. 6.7.2016.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og bókun Skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir umsókn Landsnets vegna Þeistareykjalínu 1.  og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

3. liður fundargerðar; Norðurhlíð í Aðaldal, umsókn um landskipti.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna. 

4. liður fundargerðar; Breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir erindið þar sem breytingin er óveruleg sbr. ákvæði 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og framkvæmdaaðila og því er fallið frá grenndarkynningu sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. fyrrgreindra laga. 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:41