201. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

20.10.2016

201. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 20. október kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Heiða Guðmundsdóttir
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson
Ásvaldur Ævar Þormóðsson forfallaðist á síðustu stundu.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

1.      Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 2016

2.      Skipun fulltrúa í kjörstjórn Þingeyjarsveitar

3.      Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 12.10.2016

4.      Verkefnisstjórn vegna framkvæmda við Goðafoss

5.      Snorraverkefnið 2017 – styrkur

6.      Greið leið ehf. – árleg hlutafjáraukning

7.      Reglur vegna veitingu rekstrarleyfa – umræða 

 

1.      Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis

Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 29. október n.k. lögð fram og yfirfarin. Á kjörskrá eru 692 aðilar.

Tveir einstaklingar felldir út af kjörskrá vegna andláts og kjörskrá breytt sbr. 4. mgr. 27. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita kjörskrána og veitir henni fullnaðarheimild til að gera leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma upp fram að kjördegi vegna alþingiskosninganna í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til 29. október n.k.

2.      Skipun fulltrúa í kjörstjórn Þingeyjarsveitar

Tillaga liggur fyrir um að skipa Ingólf Pétursson, Svanhildi Kristjánsdóttur og Lindu Arnþórsdóttur sem varamenn í kjörstjórn Þingeyjarsveitar, tímabundið vegna forfalla og vanhæfis fulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

3.      Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 12.10.2016

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 12. október s.l. Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 3 liðum.

1. liður fundargerðar; Hólsvirkjun, aðal- og deiliskipulag.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillögu að breytingu á aðalskipulagi til athugunar eins og 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Jafnframt er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að auglýsa samhliða breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi að lokinni athugun Skipulagsstofnunar á breytingartillögu aðalskipulagsins.

2. liður fundargerðar; Þingey-Skuldaþingey, tillaga að deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Einnig skal gerð grein fyrir aðkomu að svæðinu og að samþykki allra landeigenda á svæðinu liggi fyrir.

Ragnar Bjarnason lagði fram eftirfarandi tillög:

„Varðandi 3. lið fundargerðar legg ég til að umsókn um stækkun verslunarinnar verði samþykkt þar sem grenndarkynning hefur farið fram án athugasemda og aðrar byggingar eru fyrir hendi á svæðinu.“

Oddviti bar breytingartillöguna  upp til atkvæða.

Tillagan felld með fjórum atkvæður fulltrúa A- lista gegn einu atkvæði fulltrúa T-lista. Sigurður Hlynur Snæbjörnsson sat hjá.

Oddviti bar upp til atkvæða að fundargerðin yrði samþykkt að öðru leyti.

Fundargerðin samþykkt með fimm atkvæðum, Ragnar Bjarnason greiddi atkvæði á móti.                                                                                                      

4.      Verkefnisstjórn vegna framkvæmda við Goðafoss

Rætt um verkefni og framkvæmdir við Goðafoss, aukin fjölda ferðamanna, umfang verkefnisins og framtíðarsýn. Lagt til að skipa þriggja manna verkefnisstjórn vegna verkefnis Goðafoss og í framhaldinu verði sett erindisbréf fyrir stjórnina.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu um að verkefnisstjórnina skipi, sveitarstjóri, oddviti og Helga Erlingsdóttur.

Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrú A lista. Fulltrúar T lista sátu hjá.

5.      Snorraverkefnið 2017 – Styrkur

Tekið fyrir erindi frá Ástu Sól Kristjánsdóttur f.h. stjórnar Snorrasjóðs, dags. 6. október s.l. þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við Snorraverkefnið sumarið 2017.

Sveitarstjórn samþykkir 25 þús.kr. styrk til verkefnisins.  

6.      Greið leið ehf. – Árleg hlutafjáraukning

Fyrir fundinum liggur bréf frá Pétri Þór Jónassyni, formanni stjórnar Greiðrar leiðar ehf.  dags. 4. október s.l. þar sem óskað er eftir árlegri hlutafjáraukningu í félaginu sem er að upphæð 40 millj.kr. Einnig er óskað eftir að hluthafar staðfesti að þeir falli frá forkaupsrétti á 1,1 millj.kr. Forkaupsréttur Þingeyjarsveitar er 14,16% .

Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti á 1,1 millj.kr. í Greiðri leið ehf. Einnig samþykkir sveitarstjórn hlutafjáraukningu sveitarfélagsins í Greiðri leið ehf. fyrir árið 2016.

7.      Reglur vegna veitingu rekstrarleyfa

Veiting rekstrarleyfa og hugmyndir að reglum tekin til umræðu.

Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Til kynningar:

a)      Fundargerðir 285. og 286.  funda stjórnar Eyþings

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:41