200. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

06.10.2016

200. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 06. október kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Árni Pétur Hilmarsson
Heiða Guðmundsdóttir
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitastjóri
Elfa Bryndís Kristjánsdóttir sat fundinn undir lið 2

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitastjóri

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

1.      Rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu átta mánuði ársins

2.      Heimaþjónusta

3.      Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 13.09.2016

4.      Reglur Þingeyjarsveitar um skólaakstur í grunnskóla

5.      Leigufélag Hvamms ehf. 

6.      Nýtt rekstrarleyfi – Hamragil

 

1.      Rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu átta mánuði ársins

Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu átta mánuði ársins, samanborið við fjárhagsáætlun 2016. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðunni ásamt skrifstofustjóra sem sat fundinn undir þessum lið. Undirbúningsvinna fjárhagsáætlunar 2017 er hafin og stefnt er að fyrri umræða fjárhagsáætlunar þann 17. nóvember n.k.

2.      Heimaþjónusta

Málefni félagslegrar heimaþjónustu í sveitarfélaginu tekin til umræðu, Elfa Bryndís mætti til fundarins og fór yfir umfang þjónustunnar, verkefni og aukna þörf. Um tíu starfsmenn sinna heimaþjónustu á um þrjátíu heimilum og u.þ.b. helmingur fær þjónustu í hverri viku.  Farið var yfir mikilvægi samstarfs heimaþjónustu og heimahjúkrunar.

Sveitarstjórn þakkar Elfu Bryndísi fyrir greinagóðar upplýsingar.

3.      Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 13.09.2016

Lögð fram fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 13. september s.l. Heiða gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 7 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.                                                                                                                   

4.      Reglur Þingeyjarsveitar um skólaakstur í grunnskóla

Reglur Þingeyjarsveitar um skólaakstur í grunnskóla lagðar fram til síðari umræðu. Reglurnar hafa verið kynntar fyrir skólastjórum og skólabílstjórum og verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur um skólaakstur með sex atkvæðum. Ragnar Bjarnason greiddi atkvæði á móti.

5.      Leigufélag Hvamms ehf.

Tekið fyrir erindi frá Baldri Daníelssyni f.h. stjórnar Leigufélags Hvamms ehf. dags. 3. október s.l. þar sem gerð er grein fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu leigufélagsins, þar á meðal uppgreiðslu á yfirdrætti og óskað er eftir því að aðildarsveitarfélögin greiði þá skuld í samræmi við eignarhlut sinn í félaginu, upphæð Þingeyjarsveitar er 808 þús.kr.

Sveitarstjórn samþykkir erindi, að greiða 808 þús.kr. vegna uppgreiðslu á yfirdrætti Leigufélags Hvamms ehf. og þar með fellur niður áður samþykkt ábyrgð sveitarfélagsins gagnvart umræddri skuld.

Sveitarstjórn samþykkir fyrrgreinda  upphæð sem viðauka við fjárhagsáætlun 2016 sem mætt verður með handbæru fé.

6.      Nýtt rekstrarleyfi – Hamragil

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 26. september s.l.  þar sem Jón Baldur Þorbjörnsson, f.h. Útsýn ehf., sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í sumarbústað í Víðifelli, Hamragil í Þingeyjarsveit. 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti.

Til kynningar:

a)      Flugklasinn – september 2016

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:10