197. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

25.08.2016

197. fundur

Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
25.08.2016


197. fundur
sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 25. ágúst 2016 


Fundinn sátu:

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Nanna Þórhallsdóttir í forföllum Ásvaldar Ævars Þormóðssonar, Ingibjörg Stefánsdóttir í forföllum Árna Péturs Hilmarssonar, Heiða Guðmundsdóttir, Ragnar Bjarnason og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.

Að auki sat fundinn Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

  1. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.08.2016
  2. Erindi frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga
  3. Erindi frá Skóræktarfélagi Suður- Þingeyinga 
  4. Endurskoðuð rekstraráætlun Dvalarheimilis aldraðra 2016
  5. Bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
  6. Tilnefning fulltrúa í samstarfshóp stjórnvalda um endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Mývatn og Laxá

1. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.08.2016

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. ágúst s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 8 liðum.

3. liður fundargerðar; Hvoll í Aðaldal, stofnun frístundalóðar.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Fasteignaskrá Þjóðskrár.

4. liður fundargerðar; Fljótsbakki, stofnun íbúðarhúsalóðar.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Fasteignaskrá Þjóðskrár.

Varðandi 2. lið fundargerðar; Ófeigsstaðir Rangá, umsókn um framlengingu á framkvæmdaleyfi.

Ragnar Bjarnason lagðist gegn því  að veitt yrði framlenging á bráðabirgðaleyfi til efnistöku. 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

2. Erindi frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga

Tekið fyrir að nýju erindi frá formanni stjórnar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, Ara Teitssyni dags. 29. júní s.l. Á fundi sveitarstjórnar þann 11. ágúst s.l. var sveitarstjóra og oddvita falið að vinna málið áfram.

Sveitarstjóri og oddviti áttu samtal við varaformann stjórnar Sparisjóðsins og niðurstaðan var sú að óska eftir sameiginlegum upplýsingafundi með stjórn Sparisjóðsins, sveitastjórum og oddvitum hinna sveitarfélaganna, Skútustaðahrepps, Norðurþings og Tjörneshrepps, sem einnig fengu sent erindi um þátttöku í stofnfjáraukningu sjóðsins.

Sveitarstjóra falið að kalla saman fund. 

3. Erindi frá Skógræktarfélagi Suður-Þingeyinga

Lagt fram erindi frá Agnesi Þ. Guðbergsdóttur, formanni Skógræktarfélags Suður- Þingeyinga, dags. 10. ágúst s.l. þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 500.000 vegna aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sem félagið mun halda í Þingeyjarsveit á næsta ári.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og vísar til gerðrar fjárhagsáætlunar 2017.

4. Endurskoðuð rekstraráætlun Dvalarheimilis aldraðra 2016

Á aðalfundi Dvalarheimilis aldraðra fyrir árið 2015 var samþykkt rekstaráætlun ársins 2016. Samkvæmt nýrri rekstraráætlun  hækka framlög eignaraðila til heimilisins frá því sem búið var að tilkynna sveitarfélögunum. Heildarframlag Þingeyjarsveitar samkvæmt nýrri rekstraráætlun er 8.036 þús.kr. sem er 2.971 þús.kr. hærra en samþykkt var í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2016.

Sveitarstjórn samþykkir 2.971 þús.kr. aukaframlag til Dvalarheimilis aldraðra í samræmi við nýja rekstraráætlun félagsins og samþykkir þá upphæð sem viðauka við fjárhagsáætlun sem mætt verður með handbæru fé.

5. Bráðabirgðaúrskurður úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Mál  nr. 95/2016, kæra á ákvörðun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 og mál nr. 96/2016, kæra á ákvörðun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4, hafa verið kveðin upp til bráðabirgða.

Úrskurðarorð í máli nr. 95/2016 eru eftirfarandi:

„Stöðvaðar eru framkvæmdir á grundvelli ákvörðunar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 á meðan mál þetta er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni.“

Úrskurðarorð í máli nr. 96/2016 eru eftirfarandi:

„Stöðvaðar eru framkvæmdir á grundvelli ákvörðunar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4, að því er tekur til framkvæmda innan skipulagssvæðis deiliskipulags Þeistareykjavirkjunar, Þingeyjasveit, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 27. apríl 2012, á meðan mál þetta er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni.“

Sveitarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála afgreiði málið svo fljótt sem verða má.

Ragnar Bjarnason vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

6. Tilnefning fulltrúa í samstarfshóp stjórnvalda um endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Mývatn og Laxá

Lögð fram beiðni frá Umhverfisstofnun, dags. 15. ágúst s.l. þar sem óskað er eftir því að Þingeyjarsveit tilnefni fulltrúa í samstarfshóp stjórnvalda vegna endurskoðunar á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá. Verndaráætlun Mývatns og Laxár var gefin út árið 2011 með gildistíma í fimm ár og er því kominn tími á endurskoðun áætlunarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Árna Pétur Hilmarsson sem fulltrúa Þingeyjarsveitar í samstarfshópinn.  

Til kynningar:

a)      Fundargerðir 281. og 282. funda stjórnar Eyþings

b)     Fundargerð 841. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45