195. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

23.06.2016

195. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
23.06.2016


195. fundur
sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 23. júní kl. 13:00 


Fundinn sátu:

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Heiða Guðmundsdóttir, Nanna Þórhallsdóttir í forföllum Ásvaldar Ævars Þormóðssonar, Ragnar Bjarnason og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.

Að auki sat fundinn Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð

Oddviti setti fund. Hann óskaði eftir að bæta á dagskrá undir 10. lið; Erindi frá Landgræðslu ríkisins.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

  1. Kjörskrá vegna forsetakosninganna 2016
  2. Rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu fimm mánuði ársins
  3. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.06.2016
  4. Erindi – geymslubraggi sveitarfélagsins
  5. Erindi – inntökualdur barna í Tjarnaskjóli
  6. Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO 
  7. Nýtt rekstrarleyfi – Dæli
  8. Nýtt rekstrarleyfi – Staðarfell
  9. Nýtt rekstrarleyfi – Breiðumýri
  10. Erindi frá Landgræðslu ríkisins

1. Kjörskrá vegna forsetakosninganna 2016

Lögð fram kjörskrá fyrir Þingeyjarsveit vegna forsetakosninganna 2016. Einn einstaklingur fellur út af kjörskrá vegna andláts og kjörskrá breytt sbr. 4. mgr. 27. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sbr. 1. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands.

Kjörskrá samþykkt svo breytt og sveitarstjóra falið að undirrita hana.

2. Rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu fimm mánuði ársins

Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu fimm mánuði ársins, samanborið við fjárhagsáætlun. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðunni ásamt skrifstofustjóra sem sat fundinn undir þessum lið.

3. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.06.2016

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. júní sl. Nanna gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 3 liðum.

1. liður fundargerðar; Hólsvirkjun, aðal- og deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkir erindið og heimilar umsækjanda að vinna deiliskipulag á sinn kostnað af fyrirhuguðu virkjanasvæði í samræmi við framlagða skipulagslýsingu og með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna skipulagsauglýsinguna vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

2. liður fundargerðar; Svartárvirkjun, aðal- og deiliskipulag

Sveitarstjórn tekur undir tillögu nefndarinnar að óska eftir því að í matsáætlun verði áhrif virkjunarinnar metin út frá útivist og ferðaþjónustu og á hugsanlegum samlegðaráhrifum ef hvorki verði ráðist í Svartárvirkjun eða fyrirhugaða Hrafnabjargarvirkjun eins og verkefnastjórn rammaáætlunar hefur lagt til.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

Ragnar Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu 2. liðar fundargerðar Skipulags- og umhverfisnefndar vegna vanhæfis.  

4. Erindi – geymslubraggi sveitarfélagsins

Fyrir fundinum liggur erindi frá Jóni Inga Björnssyni, dags. 20. júní s.l. þar sem hann vill kanna hvort sveitarfélagið vilji selja geymslubragga og hús, fastanúmer: 216-3966 sem er í eigu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið en telur ekki tímabært að selja ofangreinda fasteign eins og er en felur sveitarstjóra að gera úttekt á nýtingu húsnæðisins og framtíðarþörf sveitarfélagsins fyrir geymsluhúsnæði.  

5. Erindi – inntökualdur barna í Tjarnaskjóli

Fyrir fundinum liggur erindi frá nokkrum foreldrum á skólasvæði Stórutjarnaskóla, dags.

15. júní s.l. þar sem óskað er eftir að inntökualdur barna í Tjarnaskjóli verði lækkaður í tólf mánaða aldur í stað átján mánaða eins og nú er. Margrét Bjarnadóttir vék af fundi vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að gera skólastjóra grein fyrir afgreiðslunni.  

6. Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO

Fyrir fundinum liggur bréf frá Sigurði Á. Þráinssyni f.h. umhverfisráðherra, dags. 10. júní s.l. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið  hefur skipað verkefnishóp til þess að undirbúa tillögu til ríkisstjórnarinnar um tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs og hluta gosbeltisins á heimsminjaskrá UNESCO. Ráðuneytið býður þeim sveitarfélögum sem hafa aðkomu að

þjóðgarðinum, þ.á.m. Þingeyjarsveit, að taka þátt í samráði meðan á vinnslu tillögunnar stendur og óskar jafnframt eftir upplýsingum um sjónarmið sveitarstjórna til þessarar tilnefningar.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og tilnefnir sveitarstjóra sem tengilið við verkefnið.

7. Nýtt rekstrarleyfi - Dæli

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 9. júní s.l. þar sem Geir Árdal sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu heimagistingar í Dæli í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti. 

Margrét Bjarnadóttir tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.  

8. Nýtt rekstrarleyfi – Staðarfell

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 7. júní s.l. þar sem Aðalheiður Kjartansdóttir sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu heimagistingar á Staðarfelli í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti. 

9. Nýtt rekstrarleyfi – Breiðumýri

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 15. júní s.l. þar sem Friðgeir Sigtryggsson sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar á Breiðumýri – Læknishús í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti. 

10. Erindi frá Landgræðslu ríkisins

Erindi frá Daða  L. Friðrikssyni, f.h. Landgræðslu ríkisins dags. 19. febrúar s.l., tekið fyrir að nýju að lokinni umfjöllun landbótahóps Þeistareykjalands.

Ekki var einhugur um málið í landbótahópnum en sveitarstjórn telur verkefnið mikilvægt og samþykkir að verða við erindinu og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við Landgræðslu ríkisins. 

Til kynningar: 

a)      Fundargerð stjórnar DA frá 31.05.2016

b)     Fundargerð 279. fundar stjórnar Eyþings

c)      Fundargerð 840. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

d)     Fundargerð aðalfundar MMÞ 2016

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:40