189. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

13.04.2016

189. fundur

Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
13.04.2016


189. fundur
sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
haldinn í Kjarna miðvikudaginn 13. apríl kl. 17:00 


Fundinn sátu:

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Heiða Guðmundsdóttir, Nanna Þórhallsdóttir í forföllum Árna Péturs Hilmarssonar, Ragnar Bjarnason og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.

Að auki sat fundinn Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund. Hann óskað eftir að bæta á dagskrá undir 3. lið; Aðalfundarboð Veiðifélags Fnjóskár 2015, undir 4. lið; Aðalfundarboð Veiðifélags Skjálfandafljóts 2015 og undir 5. lið; Laxárvirkjun III, breyting á inntaki – Beiðni um umsögn. Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

  1. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 07.04.2016
  2. Nýtt rekstrarleyfi – Granastaðir Guesthouse
  3. Aðalfundarboð Veiðifélags Fnjóskár 2015
  4. Aðalfundarboð Veiðifélags Skjálfandafljóts 2015
  5. Laxárvirkjun III, breyting á inntaki – Beiðni um umsögn
  6. Stofnsamningur Héraðsnefndar Þingeyinga bs.
  7. Hitaveitan á Stórutjörnum – Undirskriftarlisti
  8. Ljósleiðaratenging – Útboð 

1. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 07.04.2016

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. apríl s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 4 liðum.

1.liður fundargerðar; Þeistareykjalína, umsókn um framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir umsókn Landsnets vegna Þeistareykjalínu 1 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

2.liður fundargerðar; Miðhvammur í Aðaldal, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.

Sveitarstjórn samþykkir umsókn Landsvirkjunar um efnistöku úr Miðhvammsnámu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

3.liður fundargerðar; Höfðabyggð B16, umsókn um byggingarleyfi vegna aukins byggingarmagns á lóð.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við erindið á þessu stigi en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna tillögu að breyttu byggingarmagni á lóðinni fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

2. Nýtt rekstrarleyfi – Granastaðir Guesthouse

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 5. apríl s.l. þar sem Svanhildur Kristjánsdóttir sækir um sem forsvarsmaður fyrir Granastaði ehf. nýtt rekstrarleyfi til sölu heimagistingar að Granastöðum 2 í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti. 

3. Aðalfundarboð Veiðifélags Fnjóskár 2015

Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Fnjóskár sem haldinn verður þann 17. apríl n.k. í Skógum í Fnjóskadal.

Samþykkt að Margrét Bjarnadóttir fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

4. Aðalfundarboð Veiðifélags Skjálfandafljóts 2015

Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Skjálfandafljóts sem haldinn verður þann 28. apríl n.k. í Ljósvetningabúð.

Samþykkt að Árni Pétur Hilmarsson fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

5. Laxárvirkjun III, breyting á inntaki – Beiðni um umsögn

Fyrir fundinum liggur erindi frá Jakobi Gunnarssyni f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 5. apríl s.l. þar sem óskað er eftir umsögn Þingeyjarsveitar á fyrirhuguðum breytingum Landsvirkjunar á inntaki og stíflu Laxárvirkjunar III. Beiðni um umsögn er í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.

Sveitarstjórn telur að í bréfi Landsvirkjunar ásamt fylgigögnum dags 4. apríl 2016 sé nægjanlega gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun og telur með vísan í umrædd gögn að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

6. Stofnsamningur Héraðsnefndar Þingeyinga bs.

Fyrir fundinum liggur stofnsamningur Héraðsnefndar Þingeyinga bs. í annað sinn en breyting var gerð á 12. gr. samningsins. Stofnsamningurinn er um byggðasamlag í samræmi við ákvæði 4. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi stofnsamning með áorðnum breytingum.

7. Hitaveitan á Stórutjörnum – Undirskriftalisti

Fyrir fundinum liggur undirskriftalisti húseigenda og íbúa á svæðinu frá Stóru-Tjörnum að Fljótsheiði þar sem óskað er eftir því að kannaðir verði sem fyrst gaumgæfilega allir raunhæfir möguleikar á því að leiða heitt vatn frá Stóru-Tjörnum að húsum á svæðinu á allra næstu árum.

            Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

8. Ljósleiðaratenging – Útboð

Útboðsgögn vegna ljósleiðaratengingar í Þingeyjarsveit lögð fram til afgreiðslu. Fyrir liggur samningur og styrkupphæð frá Fjarskiptasjóði sem stendur sveitarfélaginu til boða, alls 73.575.000 kr. til uppbyggingar ljósleiðarakerfis í dreifbýli á árinu 2016. Einnig liggja fyrir drög að útboðsgögnum og skýrsla frá Ráðrík ehf. um sérfræðiúttekt á fjárhag sveitarfélagsins samkvæmt 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr.138/2011.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning um styrkúthlutun og styrkupphæð kr. 73.575.000 frá Fjarskiptasjóði og samþykkir þá upphæð sem viðauka við fjárhagsáætlun 2016. Sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn. Útboðsgögn lögð fram og tekin til umræðu og afgreiðslu, skráð í trúnaðarmálabók. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa útboð til ljósleiðaralagningar í Þingeyjarsveit samkvæmt fyrirliggjandi drögum. Sveitarstjóra falið að auglýsa útboðið í samvinnu við Ríkiskaup.

 

Til kynningar:

a)      Fundargerð 278. fundar stjórnar Eyþings

b)     Fundargerð 181. fundar HNE

c)      Fundargerð 24. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga ásamt ársreikningi og ársskýrslu 2015

d)     Lokaskýrsla starfshóps sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum

e)      Ályktun stjórnar Hrafnabjargavirkjunar hf. vegna draga að rammaáætlun III

f)       Ársfundur Stapa – Lífeyrissjóður

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40