188. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn

31.03.2016

188. fundur

Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
31.03.2016


188. fundur
sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 31. mars kl. 13:00 


Fundinn sátu:

Arnór Benónýsson, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Heiða Guðmundsdóttir, Eiður Jónsson í forföllum Margrétar Bjarnadóttur, Nanna Þórhallsdóttir í forföllum Árna Péturs Hilmarssonar, Ragnar Bjarnason og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.

Að auki sat fundinn Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund. Hann óskað eftir að bæta á dagskrá undir 5. lið; Miðhvammur í Aðaldal, deiliskipulag. Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

  1. Aðalfundarboð Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf.
  2. Aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
  3. Fundargerð Leigufélags Hvamms frá 08.01.2016
  4. Fundargerð DA frá 08.01.2016
  5. Miðhvammur í Aðaldal, deiliskipulag
  6. Útboð, ljósleiðaratenging – staða mála

1. Aðalfundarboð Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf.

Lagt fram aðalfundarboð Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. sem haldinn verður þann       11. apríl n.k. á Hótel Skúlagarði í Kelduhverfi.

Samþykkt að Heiða Guðmundsdóttir fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

2. Aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður þann 8. apríl n.k. á Grand Hótel í Reykjavík.

Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.

3. Fundargerð Leigufélags Hvamms ehf. frá 08.01.2016

Lögð fram fundargerð Leigufélags Hvamms frá 8. janúar s.l. þar sem óskað er eftir endurnýjun á ábyrgð eiganda á yfirdráttarheimild allt að tíu milljónum. Um er að ræða einfalda ábyrgð í hlutfalli við eign.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun á ábyrgð á yfirdráttarheimild Leigufélags Hvamms ehf. og tryggja þar með rekstur félagsins út árið 2016.

4. Fundargerð DA frá 08.01.2016

Lögð fram fundargerð Dvalarheimilis aldraðra frá 8. janúar sl. þar sem óskað er eftir heimild aðildarsveitarfélaga til að hefja viðræður við ríkið um yfirtöku á rekstrinum. Uppbygging á nýjum hjúkrunarrýmum mun hafa í för með sér talsverða endurskipulagningu á núverandi rýmum innan Hvamms og HSN sem best er að framkvæma ef rekstur er á einni hendi.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að hefja viðræður við ríkið um yfirtöku á rekstri Dvalarheimilis aldraðra.

5. Miðhvammur í Aðaldal, deiliskipulag

Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar færði eftirfarandi til bókar á fundi sínum       3. mars s.l.:

(Tillaga að deiliskipulagi frístundahúsa til útleigu á jörðinni Miðhvammi í Aðaldal)

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna að sinni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna deiliskipulagstillöguna og forsendur hennar fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en tillaga verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillöguna og forsendur hennar á opnu húsi fimmtudaginn 17. mars s.l.   Ekki komu fram neinar athugasemdir við tillöguna á kynningunni og óskar skipulags- og byggingarfulltrú hér með eftir heimild sveitarstjórnar til að auglýsa tillögu að deiliskipulagi frístundahúsa til útleigu í landi Miðhvamms í Aðaldal eins og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. 

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulag- og byggingarfulltrúa að auglýsa tillöguna að deiliskipulaginu eins og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010  mælir fyrir um.

6. Útboð, ljósleiðaratenging – staða mála

Útboð og útboðsgögn vegna ljósleiðaratengingar tekin til umræðu en undirbúningsvinna er á lokastigi.

Samþykkt að sækja um styrk til ljósleiðaravæðingar „Ísland ljóstengt 2016“, skráð í trúnaðarmálabók. Sveitarstjóra falið að ganga frá styrkumsókninni.

Endanleg drög að útboði, kostnaðaráætlun og staðfesting um styrk frá ríkinu verða lögð fram til afgreiðslu á næsta sveitarstjórnarfundi. Í framhaldinu er reiknað með að auglýsa útboðið.

Til kynningar:

a)      Fundargerð  837. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:05