184. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

04.02.2016

184. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
04.02.2016


184. fundur
sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13:00 


Fundinn sátu:

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Eiður Jónsson í forföllum Árna Péturs Hilmarssonar, Heiða Guðmundsdóttir, Ragnar Bjarnason og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.

Að auki sat fundinn Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.


 

Oddviti setti fund.

 

 

Dagskrá:

 

  1. Endurnýjun á rekstrarleyfi – Félagsheimilið Ýdalir
  2. Nýtt rekstrarleyfi – CJA guesthouse
  3. Kolefnisbindingarsamningur við Landsvirkjun
  4. Lánasamningur frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. 
  5. Áform um fækkun dreifidaga pósts í Þingeyjarsveit
  6. Ljósleiðaravæðing – staða mála 

1. Endurnýjun á rekstrarleyfi – Félagsheimilið Ýdalir

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 22. janúar s.l. þar sem Erla Þórunn Ásgeirsdóttir sækir um, sem forsvarsmaður fyrir Félagsheimilið Ýdali, endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu veitingu veitinga í Félagsheimilinu Ýdölum í Þingeyjarsveit. 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis fyrir sitt leyti. 

2. Nýtt rekstrarleyfi – CJA guesthouse

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 18. janúar s.l. þar sem Aðalsteinn Már Þorsteinsson sækir um nýtt  rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga á Hjalla í Þingeyjarsveit. 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti. 

3. Kolefnisbindingarsamningur við Landsvirkjun

Lögð fram drög að samningi milli Landsvirkjunar og Þingeyjarsveitar um aðgerðir til kolefnisbindingar með uppgræðslu lands. Samningurinn felur í sér samstarf um aðgerðir til kolefnisbindingar með uppgræðslu á landi innan svonefndrar Hólasandsgirðingar við Þeistareyki, í þeim tilgangi að græða upp gróðurrýrt land.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og fela oddvita að undirrita samning á grundvelli draganna.

4. Lánasamningur frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun 2016 er lánasamningur frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. tekinn til afgreiðslu.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir með fimm atkvæðum fulltrúa A lista að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til að hámarki 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun 2015, Þingeyjarskóla (45 m.kr.) og framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun 2016, veitur og gámavöll (55 m.kr.)., sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Dagbjörtu Jónsdóttur, kt: 250168-5359, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Þingeyjarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Fulltrúar T lista sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar T lista sitja hjá við afgreiðslu málsins enda var stórum hluta af þeim fjármunum sem um ræðir varið til verkefna sem eru í andstöðu við stefnu listans.

5. Áform um fækkun dreifidaga pósts í Þingeyjarsveit

Áform eru um að fækka dreifidögum pósts í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar mótmælir áformum um að fækka dreifidögum pósts í Þingeyjarsveit eins og lagt er til í drögum að frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu og telur að ekki sé hægt að skerða póstþjónustu á þennan hátt fyrr en öllum landsmönnum verði tryggður góður aðgangur að interneti. Einnig leggur sveitarstjórn áherslu á að pósti verði dreift sömu vikudaga allar vikur, að lágmarki þrisvar í viku, en áform eru um að að dreifa pósti aðra vikuna á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og hina vikuna á þriðjudögum og fimmtudögum. Það mun leiða til ruglings og óvissu í einhverjum tilvikum, ekki síst fyrir útgáfuaðila fréttamiðla og dreifibréfa. Sveitarstjórn vekur athygli á að þessi markmið eru í furðulegri mótsögn við markaðssetningu fyrirtækisins á sér sem ábyrgur flutningsaðili. 

6. Ljósleiðaravæðing – staða mála

Fyrirhuguð ljósleiðarvæðing í sveitarfélaginu tekin til umræðu. Oddviti gerði grein fyrir stöðu mála í forföllum formanns starfshóps um ljósleiðarvæðingu, Árna Péturs Hilmarssonar. Starfshópurinn samþykkti á fundi sínum 3. febrúar s.l. að leggja til við sveitarstjórn að sveitarfélagið kaupi gögn Karls Hálfdánarsonar, samanber erindi til starfshópsins frá sveitarstjórn sem samþykkt var á fundi hennar 14. janúar s.l.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu starfshópsins um að kaupa fyrrgreind gögn og samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2016 að fjárhæð 250 þúsund sem mætt verði  með handbæru fé. Frekari umræðum frestað til næsta fundar.  

 

Til kynningar:

a)      Fundargerðir 178. og 179. fundar HNE

b)     Fundargerð 276. fundar stjórnar Eyþings 

c)      Fundargerð svæðisráðs Norðursvæðis – Vatnajökulsþjóðgarður

d)     Fundargerð 23. fundar stjórnar orkusveitarfélaga

e)      Dagur leikskólans 2016

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:54