183. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

14.01.2016

183. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
14.01.2016


183. fundur
sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 14. janúar kl. 13:00 


Fundinn sátu:

Margrét Bjarnadóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Árni Pétur Hilmarsson, Heiða Guðmundsdóttir, Nanna Þórhallsdóttir í forföllum Arnórs Benónýssonar, Ragnar Bjarnason og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.

Að auki sat fundinn Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Varaoddviti setti fund. Hún óskaði eftir að bæta á dagskrá undir 7. lið; Fundargerð frá starfshópi um ljósleiðaravæðingu frá 12.01.2015.

Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista gegn tveimur atkvæðum T lista. Málinu bætt á dagskrá.

T listi lagði fram eftirfarandi bókun:

„Fulltrúar T lista telja að taka beri þetta mál fyrir á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar þannig að betri tími sé til að átta sig á nýjum gögnum er varða málið.“

Dagskrá:

  1. Fundargerð Brunavarnanefndar frá 3.12.2015
  2. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 7.01.2016
  3. Nýtt rekstrarleyfi – Fjarvera sumarhús
  4. Breyting/viðbót á rekstrarleyfi – Ferðaþjónustan Brekka ehf.
  5. Tilnefning í fulltrúaráð Héraðsnefndar Þingeyinga bs. 
  6. Umsögn Þingeyjarsveitar til laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu (sameining stofnana), 371. mál
  7. Fundargerð frá starfshópi um ljósleiðaravæðingu frá 12.01.2015

1. Fundargerð Brunavarnanefndar frá 3.12.2015

Lögð fram fundargerð Brunavarnanefndar frá 3. desember s.l. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni  sem er í 6 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina fyrir sitt leyti.  

2. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 7.01.2016

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. janúar s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 6 liðum. 

3. liður fundargerðar; Svartárvirkjun í Bárðardal, aðal- og deiliskipulags.

Sveitarstjórn staðfestir eftirfarandi bókun nefndarinnar:

„Skipulags- og umhverfisnefnd telur sig ekki hafa forsendur til að gefa umsögn um hvort  fyrirhuguð framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum eður ei.  Nefndin ítrekar þó fyrri  afstöðu sína frá fundi 22. október 2015 um að gerð verði krafa um vöktun óháðs eftirlitsaðila  á rennsli árinnar m.t.t. fiskigengdar svo lágmarksrennsli árinnar verð tryggt og gerð verði áætlun um mótvægisaðgerðir til þess að staðbundnum fiskstofni hennar verði ekki stefnt í voða.“

4. liður fundargerðar; Hvoll, umsókn um stofnun lóðar.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignagrunni Þjóðskrár.

5. liður fundargerðar; Helluland, umsókn um stofnun lóðar.

 Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignagrunni Þjóðskrár.

6. liður fundargerðar; Hvítafell á Laugum, umsókn um stækkun lóðar.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna stækkun lóðarinnar hjá landupplýsingadeild  Þjóðskrár.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti. Ragnar Bjarnason vék af fundi undir 3. lið fundargerðar Skipulags- og umhverfisnefndar vegna vanhæfis.

3. Nýtt rekstrarleyfi – Fjarvera sumarhús

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 5. janúar s.l. þar sem Reynir Baldur Ingvason sækir um, sem forsvarsmaður fyrir Ferðaþjónustuna Brekku ehf., nýtt  rekstrarleyfi til sölu gistingar í Fjarveru sumarhús í Þingeyjarsveit.  

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti. 

4. Breyting/viðbót á rekstrarleyfi – Ferðaþjónustan Brekka ehf.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 5. janúar s.l. þar sem Reynir Baldur Ingvason sækir um, sem forsvarsmaður fyrir Ferðaþjónustuna Brekku ehf., viðbót við fyrra rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga í tveimur gistiskálum við Brekku í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við viðbót rekstrarleyfisins fyrir sitt leyti. 

5. Tilnefning í fulltrúaráð Héraðsnefndar Þingeyinga bs.

Samkvæmt 4. gr. stofnsamnings Héraðsnefndar Þingeyinga bs. og samþykktur var í sveitarstjórn 10. desember s.l. skal sveitarstjórn tilnefna þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara í fulltrúaráð nefndarinnar.

Samþykkt að tilnefna Arnór Benónýsson, Margréti Bjarnadóttur og Ragnar Bjarnason og til vara Árna Pétur Hilmarsson, Heiðu Guðmundsdóttir og Sigurð Hlyn Snæbjörnsson.

6. Umsögn til laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu (sameining stofnana), 371. mál.

Eftirfarandi bókun var samþykkt í sveitarstjórn á milli funda í tölvupósti og send nefndarsviði Alþingis og þingmönnum Norðausturkjördæmis:

 „Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar leggst eindregið gegn sameiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ) og þar með gegn frumvarpinu og tekur undir bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 15. 12. 2015. Jafnframt ítrekar sveitarstjórn fyrri ályktun sína um að eðlilegra sé að horfa til aukins samstarfs rannsóknastofnanna í héraði.“

Sveitarstjórn staðfestir bókunina.

7. Fundargerð frá starfshópi um ljósleiðaravæðingu frá 12.01.2015

Lögð fram fundargerð starfshóps um ljósleiðaravæðingu frá 12.janúar s.l. Árni Pétur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í einum lið.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu starfshópsins til samþykktar:

„Starfshópur um ljósleiðaravæðingu leggur til við sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að ganga til samninga við Ríkiskaup um að annast útboð á ljósleiðaravæðingu Þingeyjarsveitar. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að gengið verði strax frá því að Ríkiskaup auglýsi eftir aðila eða aðilum sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratengingu í Þingeyjarsveit á næstu þremur árum.“

Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa T lista.

Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Ríkiskaup vegna auglýsingar og undirbúnings væntanlegs útboðs á lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu.

T listar lögðu fram eftir farandi bókun:

„Við teljum að það vanti meiri tíma til að kanna gögn varðandi þetta mál og því greiðum við atkvæði á móti þessari tillögu.“

Fulltrúar T lista lögðu fram  eftirfarandi tillögu:

„Fulltrúar T lista leggja til að hönnunargögn fyrir ljósleiðarvæðingu Þingeyjarsveitar sem Karl Hálfdánarson hefur unnið, verði keypt af honum og notað í áframhaldandi vinnu ljósleiðaravæðingar sveitarfélagsins. Verð hönnunargagnanna er 250 000 án vsk.“

Hlynur lagði til að tillögunni yrði vísað til umfjöllunar í starfshópi um ljósleiðaravæðingu Þingeyjarsveitar.

Varaoddviti bar upp tillögu Hlyns um málsmeðferð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Til kynningar:

a)      Fundargerð 275. fundar stjórnar Eyþings

b)     Fundargerð stjórnar DA frá 4.12.2015

c)      Fundargerð Leigufélags Hvamms frá 4.12.2015

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:51