9. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

20.10.2022

9. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Ýdölum fimmtudaginn 20. október kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir

Knútur Emil Jónasson

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Árni Pétur Hilmarsson

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Eyþór Kári Ingólfsson

Arnór Benónýsson, varamaður

Anna Bragadóttir, varamaður

Haraldur Bóasson, varamaður

Starfsmenn

Jón Hrói Finnsson

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri

Helgi Héðinsson (K), Eygló Sófusdóttir (E) og Halldór Þorlákur Sigurðsson (E) boðuðu forföll. Arnór Benónýsson (K), Anna Bragadóttir (E) og Haraldur Bóasson (E) sátu fundinn í þeirra stað.

 

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2023-2026 - 2208046

Lögð fram drög að minnisblaði um forsendur fjárhagsáætlunar 2023-2026.

Til máls tóku: Knútur, Jón Hrói, Gerður, Arnór, Jóna Björg og Haraldur.

Sveitarstjóri sagði frá því að búið sé að færa áætlun árins 2022 í áætlunarlíkan KPMG. Óskað hefur verið eftir upplýsingum frá forstöðumönnum um fyrirsjáanlegar breytingar í rekstri og framkvæmdir og eru þær farnar að berast. Ákveðið var að halda vinnufund um forsendur fjárhagsáætlunar mánudaginn 24. október kl. 13:30 og annan vinnufund með fjármálaráðgjafa miðvikudaginn 26. október kl. 9.

Lagt fram

 

2. Hólsvirkjun; skipting á leigugreiðslum - 2103040

Lagt fram erindi frá Þórunni Jónsdóttur þar sem óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar á samkomulagi um skiptingu leigugreiðslna fyrir vatnsréttindi og landnot vegna Hólsvirkjunar. Samkomulagið er á milli þinglýstra eigenda tilgreindra jarða um skiptingu leigugreiðslna sem kveðið er á um í samningi um Hólsvirkjun, dags. 9.11.2012 og byggist á matsgerð Jóns Jónssonar, lögmanns sbr. fylgiskjöl málsins. Sveitarfélagið er aðili málsins sem þinglýstur eigandi að helmingi jarðarinnar Austari-Króka, sem er ein þeirra jarða sem eiga rétt á leigutekjum vegna virkjunarinnar.

Málið var áður á dagskrá á 296. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 25.3.2021.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að skrifa undir samkomulagið fyrir sína hönd.

Samþykkt

 

3. Markaðsstofa Norðurlands - stuðningur við Flugklasann Air66N - 2210005

Í erindi frá 30. september 2022 óskar Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnisstjóri Flugklasans Air 66N eftir framlagi til að standa straum af kostnaði við áframhaldandi uppbyggingu á heilsársáfangastað fyrir millilandaflug. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemi 300 kr. á hvern íbúa næstu þrjú ár. Framlagið yrði þá 405.000 á ári miðað 1.350 íbúa.

Til máls tóku: Knútur og Jón Hrói

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2023-2026.

Frestað

 

4. Ósk um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfs - 2210013

Í tölvupósti frá 6. október 2022 óskar Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra eftir styrk til reksturs Kvennaathvarfs árið 2023 að fjárhæð kr. 200.000,-.

Til máls tóku: Knútur, Jóna Björg, Ragnhildur og Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2023-2026.

Frestað

 

5. Tröllasteinn ehf - Aðalfundarboð 2021 - 2210006

Lagt fram boð á aðalfund Tröllasteins ehf. sem haldinn verður að Narfastöðum i Reykjadal föstudaginn 21. október 2022 kl. 14:00, ásamt ársreikningi félagsins.

Til máls tóku: Jóna Björg, Arnór, Knútur og Haraldur.

Sveitarstjórn tilnefnir Harald Bóasson og Erling Teitsson sem fulltrúa Þingeyjarsveitar í stjórn félagsins. Samþykkt samhljóða að Haraldur Bóasson fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Tröllasteins ehf.

Samþykkt

 

6. Kröfugerð vegna ágalla á ferli við ráðningu skólastjóra við Stórutjarnaskóla - 2106044

Fært í trúnaðarbók.

 

7. Úttekt HMS á Slökkviliði Þingeyjarsveitar - 2210007

Lögð fram skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út nýlega, ásamt bréfi stofnunarinnar til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar dagsett 27. ágúst 2021 þar sem kynntar eru niðurstöður úttektar á Brunavörnum Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sem gerð var þann 16. ágúst 2021 og óskað eftir að sveitarstjórn skili áætlun um úrbætur.

Til máls tóku: Knútur, Árni Pétur, Gerður og Arnór

Sveitarstjórn óskar eftir að slökkviliðsstjóri geri grein fyrir stöðunni varðandi þau atriði sem gerðar eru athugasemdir við í bréfi HMS og tillögu að áætlun um úrbætur og kostnað.

Samþykkt

 

8. Félagsstarf eldri borgara 2022-2023 - 2210021

Tekið a dagskrá að beiðni fulltrúa K-lista.

Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála varðandi mönnun og skipulagningu félagsstarfs eldri borgara í sameinuðu sveitarfélagi.

Til máls tóku: Jón Hrói, Ragnhildur, Jóna Björg, Gerður, Knútur, Eyþór og Arnór.

Jón Hrói fór yfir stöðu mála. Ráðnir hafa verið þrír starfsmenn til að halda utan um félagsstarfið og stefnt er að því að það hefjist að fullu um næstu mánaðarmót.

Sveitarstjórn óskar eftir að sveitarstjóri kanni möguleika á akstri fyrir eldri borgara í félagsstarfið og meti kostnað við hann í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.

Samþykkt

 

9. Hjólaskýli við Reykjahlíðarskóla - 2209051

Lögð fram tillaga starfandi skólastjóra Reykjahlíðarskóla og verkefnisstjóra framkvæmda um að reisa hjólaskýli við Reykjahlíðarskóla.

Til máls tóku: Anna

Sveitarstjórn leggur til að athugað verði hvort finna megi skýlinu stað þannig að það nýtist bæði notendum ÍMS og skólanum og vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.

Frestað

 

10. Kvörtun til Umboðsmanns alþingis vegna stækkunar Vatnajökulsþjóðgarðs - 2210016

Lögð fram til kynningar kvörtun Eyjafjarðardeildar Ferðaklúbbsins 4x4 til umboðsmanns Alþingis vegna setningar reglugerðar nr. 1135/2021, sem fól í sér stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs í hluta af þjóðlendum í Þingeyjarsveit.

Lagt fram

 

11. Hleðslustöðvaverkefni - 2209015

Árið 2020 sótti Skútustaðahreppur um styrk til Orkusjóðs fyrir innviðastyrk fyrir vistvæn ökutæki við opinbera staði. Verkefnið heitir "Þingeyska hleðslan" og var samstarfsverkefni Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Orkusjóður veitti styrk upp á 4 m.kr. gegn 4. m.kr. mótframlagi sveitarfélaganna.

Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra framkvæmda sem lýsir útfærslu verkefnisins þar sem gert er ráð fyrir að settar verði upp níu hleðslustöðvar og að heildarkostnaður verði um 8,3 m.kr.

Lagt er til að verkefnið verði fjármagnað af liðnum "Aðrar framkvæmdir" í fjárfestingaráætlun.

Til máls tóku: Haraldur, Jón Hrói, Knútur, Jóna Björg, Gerður og Árni Pétur.

Sveitarstjórn samþykkir verkefnið og tillögu að fjármögnun. Sveitarstjórn óskar eftir að möguleikar á uppsetningu á hraðhleðslustöðvum við fjölfarna staði í sveitarfélaginu og styrkjum til slíkra verkefna verði kannaðir.

Samþykkt

 

12. Birkilauf ehf - Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi - 2210015

Í tölvupósti frá 6.10.2022 óskar Jóna Matthíasdóttir, fyrir hönd Sýslumannsins á Norðurlandi eystra eftir umsögn sveitarstjórnar um umsókn um rekstrarleyfi gistingar í flokki 2 tegund H í Birkilandi 15, 660 Mývatn.

Ragnhildur vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu. Sveitarstjórn greiddi atkvæði um hæfi hennar. Hæfi hennar var samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Gerður og Knútur.

Sveitarstjórn óskar eftir áliti skipulagsfulltrúa á útgáfu rekstrarleyfisins og greinargerð um forsögu málsins.

Frestað

 

13. Fundargerðir fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. - 2210023

Fundargerð 16. fundar fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. sem haldinn var 10. október sl. lögð fram til kynningar. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar á tilnefningu Eyglóar Sófusdóttur í barnaverndarnefnd og Önnu Guðnýjar Baldursdóttur í Náttúruverndarnefnd HNÞ.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn staðfestir tilnefningu Eyglóar Sófusdóttur í barnaverndarnefnd og Önnu Guðnýjar Baldursdóttur í Náttúruverndarnefnd. Haustfundur HNÞ verður haldinn 14. nóvember 2022.

Samþykkt

 

14. Tilnefning fulltrúa í samstarfsnefnd fyrir friðland í Þjórsárverum - 2210022

Í tölvupósti frá 24. ágúst 2022 er óskað eftir því að sveitarstjórn tilnefni einn aðila í samstarfsnefnd um friðland í Þjórsárverum. Óskað er eftir að sveitarstjórn tilnefni einn karl og eina konu sbr. 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Sveitarstjórn tilnefnir Önnu Bragadóttur og Jón Hróa Finnsson í samstarfsnefnd um friðland í Þjórsárverum.

Samþykkt

 

15. Íþrótta- og tómstundanefnd - 2 - 2209012F

Fundargerð 2. fundar íþrótta- og tómstundanefndar þann 4. október 2022 var tekin fyrir á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20. október 2022 sbr. bókun sveitarstjórnar við hvern dagskrárlið í fundargerðinni.

15.1 2209025 - Íþróttamannvirki í sameinuðu sveitarfélagi
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar á 2. fundi þann 4.10.2022 var staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20.10.2022.

15.2 2209025 - Íþróttamannvirki í sameinuðu sveitarfélagi
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar á 2. fundi þann 4.10.2022 var staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20.10.2022.

15.3 2006004 - Nefnd um endurbyggingu sundlaugar: Lokaskýrsla
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar á 2. fundi þann 4.10.2022 var staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20.10.2022.

15.4 2209054 - Styrkir til menningarmála 2022
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar á 2. fundi þann 4.10.2022 var staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20.10.2022.

15.5 2209055 - Ráðstöfun sjóðs til uppbyggingar við sundlaug
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar á 2. fundi þann 4.10.2022 var staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20.10.2022. Sveitarstjórn mun taka málið til afgreiðslu að höfðu samráði við forsvarsfólk söfnunarinnar.

15.6 2209058 - Samningar Þingeyjarsveitar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar á 2. fundi þann 4.10.2022 var staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20.10.2022.

15.7 2209056 - Ungmennaþing SSNE 2022
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar á 2. fundi þann 4.10.2022 var staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20.10.2022.

15.8 2205013 - Minnisblað velferðar- og menningarmálanefndar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar á 2. fundi þann 4.10.2022 var staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20.10.2022.

 

16. Umhverfisnefnd - 2 - 2210002F

Fundargerð 2. fundar umhverfisnefndar þann 6. október 2022 var tekin fyrir á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20. október 2022 sbr. bókun sveitarstjórnar við hvern dagskrárlið í fundargerðinni.

Samþykkt

16.1 2206053 - Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 2. fundi hennar þann 6.10.2022 var staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20.10.2022.

16.2 2210002 - Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 2. fundi hennar þann 6.10.2022 var staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20.10.2022.

16.3 2206043 - SSNE - Kynning á þátttöku í sameiginlegu verkefni í Hringrásarhagkerfi
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 2. fundi hennar þann 6.10.2022 var staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20.10.2022.

16.4 2011001 - Umhverfisfulltrúi
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 2. fundi hennar þann 6.10.2022 var staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20.10.2022.

 

Fundi slitið kl. 14:30