5. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

17.08.2022

5. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Skjólbrekku miðvikudaginn 17. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir,
Eygló Sófusdóttir,
Knútur Emil Jónasson,
Halldór Þorlákur Sigurðsson,
Jóna Björg Hlöðversdóttir,
Árni Pétur Hilmarsson,
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir,
Helgi Héðinsson,
Eyþór Kári Ingólfsson 

Starfsmenn

Jón Hrói Finnsson

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson

Dagskrá:

1.

Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir - 2206018

 

Snorri Már Snorrason, sem skipaður var fjallskilastjóri Reykdæladeildar á síðasta sveitarstjórnarfundi, hefur beðist undan hlutverkinu. Hermann Aðalsteinsson í Lyngbrekku hefur lýst sig reiðubúinn til að taka það að sér í hans stað.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Hermann Aðalsteinsson fjallskilastjóra Reykdæladeildar.

 

Samþykkt

 

   

2.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar - 2206003

 

Innviðaráðuneyti hefur yfirfarið drög að samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar sem samþykktar voru á fundi sveitarstjórnar þann 22. júní sl. Lagt fram skjal með athugasemdum ráðuneytisins og tillögum að viðbrögðum við þeim. Í erindi ráðuneytisins kemur fram að ekki hefur enn verið tekin afstaða til þess hvort veigamiklar ástæður mæli með því að fallið verði frá fyrri samþykkt, sbr. bráðabirgðaákvæði samþykktar nr. 327/2022.

 

Sveitarstjórn samþykkir breytingarnar með fimm atkvæðum E-lista. Fulltrúar K-lista sitja hjá.

 

Samþykkt

 

   

Jón Hrói vék af fundi kl. 13:11

3.

Ráðning í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs - 2208029

 

Staða sviðsstjóra stjórnsýslusviðs var auglýst með umsóknarfresti til 15. ágúst sl. sbr. meðfylgjandi auglýsingu. 10 umsóknir bárust um stöðuna. Lagt er til að sveitarstjórn feli einum fulltrúa af hvorum lista að sitja viðtöl við þá umsækjendur sem helst þykja koma til greina með ráðningarráðgjafa.

 

Sveitarstjórn felur Eygló Sófusdóttur og Helga Héðinssyni að sitja viðtöl við þá umsækjendur sem boðaðir verða í viðtöl fyrir hönd sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

Jón Hrói kom aftur til fundar kl. 13:21

 

   

4.

Samkeppni um byggðarmerki fyrir nýtt sveitarfélag - 2208030

 

Lagt er til að haldin verði samkeppni um byggðarmerki sameinaðs sveitarfélags.
Umræður um fyrirkomulag samkeppninnar, verðlaun, dómnefnd o.þ.h.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda samkeppni um byggðarmerki sveitarfélagsins og felur verkefnastjóra að gera tillögu að reglum og framkvæmd samkeppninnar með hliðsjón af samkeppni sem haldin var í Múlaþingi árið 2020.

 

Samþykkt

 

   

5.

Minnisblöð undirbúningsstjórnar - 2208007

 

Lögð fram minnisblöð starfshópa sem undirbúningsstjórn að sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar skipaði til að móta tillögur um starfsemi sameinaðs sveitarfélags.

 

Helgi fylgdi minnisblöðum úr hlaði og sagði frá helstu niðurstöðum starfshópanna. Minnisblöðin innihalda ábendingar og tillögur til nýrrar sveitarstjórnar varðandi verkefni sem leiða af sameiningu sveitarfélaganna. Minnisblöðunum fylgja ýmis ítargögn sem sveitarstjórn getur nýtt sér í þeim mikilvægu verkum sem framundan eru.
Gerður leggur til að skipuð verði fimm manna nefnd, nokkurs konar samráðsvettvang til þess að móta og koma í framkvæmd þeim verkefnum sem leiða af sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Nefndin mótar tillögur um úrlausn verkefna til sveitarstjórnar. Tillagan var samþykkt. Í nefndina voru skipuð Gerður, Knútur og Eygló fyrir E-lista og Helgi og Jóna Björg fyrir K-lista. Varamenn verða Anna Bragadóttir, Halldór og Eyþór fyrir E-lista og Árni Pétur og Ragnhildur fyrir K-lista.

Gerði og Helga falið að leggja drög að erindisbréfi fyrir sveitarstjórn og boða til fyrsta fundar.
Ofangreint var samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

6.

Starfskjör kjörinna fulltrúa og nefndarmanna 2022-2026 - 2206020

 

Lögð fram tillaga að samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa og nefndarmanna Þingeyjarsveitar. Lagt er til að fjárhæðir taki breytingum samkvæmt breytingum á launavísitölu í janúar ár hvert.

 

Greinar 1-3 voru samþykktar samhljóða.
Helgi lagði til eftirfarandi breytingu á 4. grein: að í fyrstu málsgrein bætist „...og formenn nefnda..." á eftir kjörnir fulltrúar. Tillagan var samþykkt samhljóða og greinin þannig breytt.
5. grein var samþykkt samhljóða.
Helgi lagði til eftirfarandi breytingu á 6. grein: Í stað setningarinnar „Hið sama gildir varamenn“ komi „varamenn í nefndum fá 35% af mánaðarlaunum sveitarstjórnarfulltrúa (47.250)“.
Eftir umræður var samþykkt að síðasta setning 7. greinar skuli vera: „Greiðsla miðast að hámarki við akstur frá lögheimili að fundarstað og til baka".
Tillögurnar voru samþykktar samhljóða og greinin þannig breytt.
Helgi lagði til að á eftir „Aðalfulltrúar í sveitarstjórn..." í upphafi 7 greinar komi „...og formenn nefnda..." Tillagan var samþykkt samhljóða. Ragnhildur lagði til að á undan orðinu "nefndarfunda" í 2. málsgrein 7. greinar komi orðið „boðaðra“. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lagt var til að setningin „Greiðsla miðast við akstur frá heimili að fundarstað og til baka að frátöldum fyrstu 6 km hvora leið" orðist „Greiðsla miðast að hámarki við akstur frá lögheimili að fundarstað og til baka" og að síðasta setning greinarinnar falli út. Breytingarnar á 7. grein var samþykkt með 8 atkvæðum. Eyþór situr hjá.
8. grein var samþykkt samhljóða.
9. grein var samþykkt samhljóða.
10. grein var samþykkt samhljóða.
11. grein var samþykkt samhljóða.
13. grein var samþykkt samhljóða.
Lagt var til að í stað „ársþing SSNE“ í 14. grein komi „þing SSNE“
Samþykkt samhljóða og greinin þannig breytt.
15. grein var samþykkt samhljóða.
16. grein var samþykkt samhljóða.
Samþykktirnar, með áorðnum breytingum, voru um samþykktar samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

7.

Erindisbréf atvinnu- og nýsköpunarnefndar - 2208025

 

Drög að erindisbréfi atvinnu- og nýsköpunarnefndar lögð fram til umræðu.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindisbréfinu til umsagnar atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

 

Samþykkt

 

   

8.

Erindisbréf skipulagsnefndar - 2208028

 

Drög að erindisbréfi skipulagsnefndar lögð fram til umræðu.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindisbréfinu til umsagnar skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa.

 

Samþykkt

 

   

9.

Erindisbréf fræðslu- og velferðarnefndar - 2208014

 

Drög að erindisbréfi fræðslu- og velferðarnefndar lögð fram til umræðu.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindisbréfinu til umsagnar fræðslu- og velferðarnefndar.

 

Samþykkt

 

   

10.

Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar - 2208027

 

Drög að erindisbréfi íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til umræðu.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindisbréfinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.

 

Samþykkt

 

   

11.

Erindisbréf umhverfisnefndar - 2208026

 

Drög að erindisbréfi umhverfisnefndar lögð fram til umræðu.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindisbréfinu til umsagnar umhverfisnefndar, skipulagsfulltrúa og umhverfisfulltrúa.

 

Samþykkt

 

   

12.

SSNE; Tilnefning fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu - 2202026

 

Í erindi dagsettu þann 13. febrúar sl. óskaði Eyþjór Björnsson, þáverandi framkvæmdastjóri SSNE, eftir tilnefningu sameiginlegs fulltrúa Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu SSNE. Í tölvupósti frá 29. júní sl. er óskað eftir tilnefningu nýs fulltrúa sameinaðs sveitarfélags í starfshópinn eða staðfestingu á fyrri skipun.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Jónu Björgu Hlöðversdóttur til áframhaldandi setu í starfshópnum fyrir sína hönd og Eyþór Kára Ingólfsson sem varamann hennar.

 

Samþykkt

 

   

13.

Skipun fulltrúa í fulltrúaráð Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. - 2208003

 

Samkvæmt samþykktum Leiguíbúða Þingeyjarsveitar er fulltrúaráð félagsins skipað þremur fulltrúum tilnefndum af sveitarstjórn Þingeyjarsveitar og einum fulltrúa sem tilnefndur er af leigjendum. Fulltrúaráð velur stjórn félagsins.

 

Sveitarstjórn samþykkir að skipa Einar Örn Kristjánsson, Ósk Helgadóttur af E-lista og Árna Pétur Hilmarsson af K-lista sem fulltrúa sveitarstjórnar í fulltrúaráði Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses.

 

Samþykkt

 

   

Halldór Þorlákur vék af fundi kl. 14:41

14.

Sala á landspildu úr jörð Kálfastrandar - 2207009

 

Áður á dagskrá 4. fundar sveitarstjórnar þann 6. júlí sl. Halldór Þorlákur Sigurðsson hefur óskað eftir að kaupa lóð út úr landi Kálfastrandar (1 eða 2). Lagt fram mat þriggja óháðra aðila á verðmæti eignarlóðar sbr. samkomulag aðila um það hvernig standa skuli að verðlagningu, ásamt minnisblaði Tryggva Þórhallssonar og tölvupósti lögmanns fyrirhugaðs kaupanda.

 

Sveitarstjórn telur ekki forsendur til að taka afstöðu til sölu lóðar úr landi Kálfastrandar fyrr en stefna sveitarfélagsins um nýtingu jarðarinnar liggur fyrir. Afgreiðslu erindisins er því frestað þar til hún liggur fyrir.
Samþykkt með átta atkvæðum.

 

Frestað

Halldór Þorlákur kom aftur til fundar kl. 14:55

 

   

15.

Fyrirspurn um kaup á Búðinni við brúnna - 2208002

 

Í erindi frá 12. júlí sl. lýsir Valdimar Geir Halldórsson áhuga á að kaupa hús í eigu Þingeyjarsveitar í Vaglaskógi sem þekkt er undir nafninu „Búðin við brúna“ (fastanr. 216-1777). Áður hefur borist erindi sama efnis frá Geir Hólmarssyni en afgreiðslu þess var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 22. júní sl.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna erindinu. Sveitarstjórn felur verkefnastjóra að kanna afstöðu landeiganda og annarra hagsmunaaðila til framtíðar hússins.

 

Hafnað

 

   

16.

Beiðni um viðræður vegna lóðar við Illugastaði - 2205002

 

Tekið fyrir erindi dags. 28.apríl 2022 frá Ásgeiri Erni Blöndal, lögmanni f.h. Alþýðusambands Norðurlands þar sem óskað er eftir viðræðum við Þingeyjarsveit um framtíðar fyrirkomulag lóðar sveitarfélagsins við Illugastaði, L190230 Illugastaðir land.
Lóðin er 2,2ha og er utan um Illugastaðarétt. Lóðin er norðan við heimreiðina að orlofsbyggðinni við Illugastaði.
Alþýðusambandið telur mikilvægt að umrædd lóð verði hluti af eignarlandi þeirra og/eða að þau fái hana til fullra umráða til framtíðar til að tefla ekki í voða framtíðarnýtingu jarðarinnar og möguleikum Alþýðusambandsins til frekari uppbyggingar á orlofsbyggðinni.
Óskað er eftir viðræðum um lausn þessa máls, og sérstaklega er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar til þess að Alþýðusambandið kaupi lóðina af sveitarfélaginu.

 

Samþykkt samhljóða að loka fundi vegna málsins.
Afgreiðslu frestað.

 

Frestað

 

   

17.

Ósk um leikskólavist barns utan lögheimils - 2208018

 

Óskað er eftir tímabundinni leikskólavist fram að áramótum fyrir barn fætt í apríl 2019 sem er með lögheimili í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum frá skólastjóra Þingeyjarskóla er pláss á leikskóladeildum skólans fyrir barnið og krefst leikskólavistin því ekki viðbótarstöðugilda.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við beiðninni til áramóta, enda er beiðnin tímabundin og svigrúm til staðar í viðkomandi leikskóladeild.

 

   

Jóna Björg vék af fundi kl. 15:33

18.

Réttartorfa - úthlutun lóðar - 2202033

 

Tekið fyrir erindi varðandi stofnun og úthlutun lóðarinnar Réttartorfu í þjóðlendunni L232633 Selland innan Þingeyjarsveitar.
1) Umsókn um stofnun lóðarinnar barst 24.2.2022 og var tekin fyrir af skipulags- og umhverfisnefnd þann 3.3.2022. Á þeim fundi var byggingarfulltrúa falið að senda beiðni til Forsætisráðuneytisins um stofnun lóðarinnar sem yrði svo tekin fyrir aftur að lokinni afgreiðslu ráðuneytisins. Ráðuneytið sendi inn eyðublað F550, og lóðablað var unnið.

2)Þar sem þjóðlendur eru land í eigu Ríkissjóðs Íslands, en nýting á landi og landsréttindum í þjóðlendum er háð leyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar skv. 3 mgr. 3 gr. laga nr. 58/1998 er úthlutun lóðarinnar hér með lögð fyrir sveitarstjórn. Þar sem áætluð notkun er til meira en 1 árs þarf einnig samþykki ráðherra fyrir nýtingunni.
Lóðin var auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 12.júlí 2022 og var umsóknarfrestur til 8.ágúst 2022. Ein umsókn barst um lóðina, frá þeim aðilum sem eru í dag eigendur skálans á lóðinni.

 

1) Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og felur byggingarfulltrúa málsmeðferð hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Samþykkt samhljóða.

2) Sveitarstjórn samþykkir að ferðaklúbbnum 4x4 Eyjafjarðardeild verði úthlutuð lóðin Réttartorfa þegar hún hefur verið stofnuð, og að starfsmönnum verði falið að vinna lóðarleigusamning vegna hennar og klára gerð grunnsamkomulags vegna lóðarinnar með Forsætisráðuneytinu.
Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

19.

Skýrsla verkefnastjóra - 2208031

 

Verkefnastjóri sagði frá starfsemi sveitarfélagsins undanfarnar vikur.

 

Sveitarstjórn vill koma á framfæri þökkum til starfsfólks sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður á liðnum mánuðum.

 

Samþykkt

 

   

20.

Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra- Fundargerðir - 2011026

 

Fundargerðir 224. og 225. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra lagðar fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

   

21.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

 

Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

   

22.

Aðalfundur Greiðrar leiðar 2022 - 2208001

 

Fundargerð aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. lögð fram til kynningar, ásamt ársreikningi félagsins fyrir árið 2021.

 

Lagt fram

 

   

23.

Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. - fundargerðir - 2208004

 

Fundargerð stjórnar Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. frá 5. ágúst 2022 lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

   

24.

Ályktun Framsýnar um Vegamál - 2208036

 

Framsýn stéttarfélag hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um vegamál í Þingeyjarsveit: ,,Framsýn stéttarfélag lýsir yfir þungum áhyggjum af slæmu ástandi malarvega í Þingeyjarsveit.
Víða í Þingeyjarsýslum hefur verið unnið að endurbótum og slitlagsviðgerðum á þjóðvegum með bundnu slitlagi. Að sama skapi hefur ríkisvaldið ekki lagt nægjanlegt fjármagn í uppbyggingu malarvega á svæðinu sem margir hverjir bera töluverða umferð. Vegi sem teljast ekki lengur boðlegir, hvorki fyrir íbúa sveitarfélagsins sem margir hverjir aka um þá daglega til að sækja vinnu og/eða aðra þjónustu, né heldur stóraukna umferð ferðamanna sem þekkja ekki til íslenskra malarvega.
Margir þessara vega eru slysagildrur og hreinlega tímaspursmál hvenær stórslys hlýst af ástandi þeirra. Má þar til dæmis nefna þjóðveginn um Bárðardal, en fram dalinn liggur fjölfarin leið um Sprengisand og þjóðveg 835, Fnjóskadalsveg eystri, sem er hluti Norðurstrandarleiðar (Arctic Coast Way) og opnaður var með viðhöfn og borðaklippingum árið 2019.
Þó endurbætur og viðhald vega með bundnu slitlagi séu af hinu góða má ekki gleymast að sinna viðhaldi malarvega meðan þeir eru til staðar, þannig að sú fjárfesting skili arðsemi; geti þjónað hlutverki sínu og tryggt öryggi vegfarenda. Markmið stjórnvalda á að vera að tryggja að þessir vegir sem aðrir séu boðlegir fólki sem um þá ekur. Þannig er jafnframt hægt að koma í veg fyrir verulegt eignatjón sem vegfarendur hafa orðið fyrir og þurft að bera sjálfir.
Framsýn stéttarfélag skorar á fjárveitingavaldið og yfirvöld samgöngumála að auka fjárveitingu til malarvega í Þingeyjarsveit og bæta þjónustu við þá".

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tekur heilshugar undir ályktun stjórnar Framsýnar og skorar á innviðaráðherra að beita sér fyrir löngu tímabærum úrbótum í vegahaldi í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

25.

Lóðastofnun - viðbót við Hamraborg úr landi Lauta - 2105007

 

Tekið á dagskrá með afbrigðum.
Á fundi sveitarstjórnar þann 6. maí 2021 var tekið fyrir erindi frá Baldvini Áslaugssyni, dags. 5.05.2021 þar sem hann óskar eftir stækkun lóðar við Hamraborg til kaups. Fyrirhuguð lóðarstækkunin er úr landi Lauta. Afgreiðslu málsins var frestað á 299. fundi sveitarstórnar þann 20. maí 2022 þar til staðfesting nágranna á landamerkjum lægju fyrir. Sú staðfesting liggur nú fyrir og því forsendur til að samþykkja lóðarstofnunina sbr. meðfylgjandi uppdrátt.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

 

Samþykkt

 

Fylgiskjal með fundargerð: Samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa og nefndarmanna Þingeyjarsveitar sbr.6.lið

 

SAMÞYKKT
um starfskjör kjörinna fulltrúa og nefndarmanna Þingeyjarsveitar
1. gr.
Inngangur
Samþykkt þessi er byggð á 32. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og samþykkt um stjórn og
fundarsköp Þingeyjarsveitar nr. XXX1. Í samþykktinni er fjallað um starfskjör og starfsaðstæður
sveitarstjórnarmanna og greiðslur til fulltrúa sem skipaðir eru af sveitarstjórn í nefndir, stjórnir og ráð
á vegum sveitarfélagsins.
2. gr.
Markmið
Markmið með samþykkt um þóknanir til fulltrúa eru eftirfarandi:
• að fulltrúar fái hæfilega laun fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins.
• að fulltrúar njóti kjara sem eru sambærileg því sem gerist í sambærilegum sveitarfélögum.
• að kjör fulltrúa séu gagnsæ.
3. gr.
Breytingar á fjárhæðum og vísitala
Fjárhæðir samkvæmt samþykkt þessari skulu taka breytingum miðað við breytingar á launavísitölu 1.
janúar ár hvert, í fyrsta skipti í janúar 2023. Grunnvísitala til viðmiðunar er launavísitala í júní 2022
(856,7).
4. gr.
Starfsaðstaða sveitarstjórnarfulltrúa
Kjörnir fulltrúar og formenn nefnda hafa aðgang að starfs- og fundaraðstöðu með nettengingu á
skrifstofum sveitarfélagsins á opnunartíma þeirra eftir því sem húsrúm og aðstæður leyfa.
Fulltrúar geta bókað aðstöðu fyrir fram með aðstoð starfsmanna eða í hópvinnukerfi sveitarfélagsins.
5. gr.
Laun fyrir setu í sveitarstjórn
Fulltrúar í sveitarstjórn þiggja laun fyrir setu í sveitarstjórn sveitarfélagsins samkvæmt samþykkt
þessari.
Aðalfulltrúar í sveitarstjórn fá mánaðarlega greiðslu að fjárhæð kr. 135.000,-. Fyrir hvern setin fund
sveitarstjórnar fá aðalfulltrúar að auki greiðslu sem nemur 25% af mánaðarlaunum (kr. 33.750,-).
Fyrir hvern setinn fund skal varafulltrúi fá sem nemur hálfum mánaðarlaunum aðalmanns (kr.
67.500,-). Gildir þá einu hvort varafulltrúi situr fundinn allan eða að hluta.
Oddviti sveitarstjórnar fær greitt 50% álag á greiðslur skv. 2. mgr.
Taki varaoddviti að sér stjórn fundar í forföllum oddvita skal hann fá 50% álag á greiðslur fyrir þann
fund. Taki varaoddviti einnig að sér boðun sveitarstjórnarfundar eða -funda skal hann fá 25% álag á
mánaðarlaun fyrir hvern fund sem hann boðar, en að hámarki 50%.
1 Númer samþykktar hefur ekki verið birt.
Samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa og nefndarmanna Þingeyjarsveitar
2
6. gr.
Þóknun vegna setu í nefndum sveitarfélagsins
Fulltrúar í nefndum og ráðum sveitarfélagsins fá greitt sem nemur 25% af mánaðarlaunum
sveitarstjórnarfulltrúa skv. 2. mgr. 5. gr. fyrir hvern setinn fund (33.750,-). Varamenn í nefndum fá
35% af mánaðarlaunum sveitarstjórnarfulltrúa fyrir hvern setinn fund (47.250,-).
Formaður nefndar fær greitt sem nemur 35% af mánaðarlaunum sveitarstjórnarmanns (47.250,-).
7. gr.
Starfstengdar greiðslur til fulltrúa
Aðalfulltrúar í sveitarstjórn og formenn nefnda fá greiddan fjarskiptastyrk að fjárhæð kr. 3.500,- á
mánuði til að standa straum af kostnaði vegna símanotkunar og internets.
Fulltrúar fá greitt fyrir akstur samkvæmt akstursbók vegna boðaðra nefndarfunda í sveitarfélaginu.
Greiðsla miðast að hámarki við akstur frá lögheimili að fundarstað og til baka.
8. gr.
Þóknun vegna funda og ráðstefna
Fulltrúar sveitarfélagsins á fundum og ráðstefnum utan sveitarfélagsins sem sveitarstjórn ákveður að
taka þátt í fá greitt sem nemur 35% af mánaðarlaunum sveitarstjórnarfulltrúa skv. 2. mgr. 5. gr. fyrir
hvern dag sem fundur eða þing stendur.
Þóknun fyrir setu í nefndum og stjórnum á vettvangi samstarfs sveitarfélaga skal nema 25% af
mánaðarlaunum sveitarstjórnarfulltrúa (33.750,-), enda greiði viðkomandi samstarfsvettvangur ekki
fyrir fundarsetu.
9. gr.
Launatengdar greiðslur
Þingeyjarsveit greiðir lögbundið lágmarksmótframlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð lögum um
skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 af launum sem samþykkt
þessi tekur til.
10. gr.
Starfshópar, vinnuhópar og verkefnislið
Ákveði sveitarstjórn eða fastanefnd að setja á fót starfshóp, vinnuhóp eða verkefnislið, skal koma
fram í bókun þar sem slík ákvörðun er tekin, ef lagt er til að greitt verði fyrir fundarsetu. Ef ekki er
gert ráð fyrir kostnaði vegna launa vinnuhóps í samþykktri fjárhagsáætlun þarf að óska eftir samþykki
sveitastjórnar fyrir fjárveitingu vegna þess áður en vinna hópsins hefst.
Ef ákvörðun er tekin um að seta í starfshópi, vinnuhópi eða verkefnisliði skuli vera launuð skal greiða
sem nemur 25% af mánaðarlaunum sveitarstjórnarfulltrúa fyrir hvern setinn fund.
Skipunarbréf skal leggja fyrir sveitastjórn til samþykktar og skal það innihalda meðal annars tilgang og
markmið með stofnun, ásamt kostnaðar og tímaáætlun sem starfshóp/vinnuhóp er ætlað til að skila
niðurstöðu.
11. gr.
Laun kjörstjórnar
Fyrir setu á fundum kjörstjórnar skal greitt skv. 8. gr. samþykktar þessarar.
Fyrir vinnu kjörstjórnar á kjördag við undirbúning kjörfundar, framkvæmd kjörfundar og frágang að
honum loknum fær kjörstjórn greitt skv. tímagjaldi fyrir unnar klukkustundir og skal miðað við
launaflokk 129, í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Framsýnar, án persónuálags.
Samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa og nefndarmanna Þingeyjarsveitar
3
12. gr.
Laun í orlofi og veikindum
Sveitarstjórnarfulltrúar skulu fá greidd laun á meðan á sumarleyfi sveitarstjórnar stendur.
13. gr.
Ferðakostnaður
Þingeyjarsveit greiðir ferðakostnað fulltrúa vegna ferða á vegum sveitarfélagsins. Fulltrúar skulu fá
samþykki sveitarstjórnar fyrir öllum ferðum og útgjöldum fyrir fram.
Útlagður kostnaður á ferðalögum er greiddur á grundvelli framlagðra reikninga.
Þingeyjarsveit greiðir fulltrúum kílómetragjald fyrir akstur á eigin bifreið vegna starfa í þágu
sveitarfélagsins skv. ákvörðun ferðakostnaðarnefndar hverju sinni. Greitt er samkvæmt
akstursskýrslu eða reikningi.
Við skipulagningu ferða skal ávallt velja þá ferðatilhögun sem er hagstæðust fyrir sveitarfélagið, t.d.
nýta ökutæki sveitarfélagsins, leigja bíl eða samnýta ferðakosti ef mögulegt er.
Velji fulltrúi ekki þann ferðamáta sem væri hagstæðastur fyrir sveitarfélagið, t.d. ef fulltrú velur að
fara á eigin bíl þegar ódýrara væri að fljúga eða leigja bíl, skal fulltrúinn sjálfur bera þann
umframkostnað sem val hans veldur. Fulltrúi skal hafa samráð við sveitarstjóra áður en ferðamáti er
ákveðinn.
Sveitarstjórn getur heimilað að greiddir séu dagpeningar vegna ferðalaga erlendis, t.d. ef ferðast er til
landa þar sem þjórfé er stór hluti útgjalda eða ekki er hefð fyrir að gefa út reikninga.
14. gr.
Um fjármálaráðstefnu, héraðsnefnd og ársþing Eyþings
Aðalfulltrúum í sveitarstjórn er heimilt að sækja fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, þing SSNE og
héraðsnefndar Þingeyinga án sérstakrar samþykktar sveitarstjórnar. Greitt er fyrir setuna skv. 1. mgr.
8. gr.
15. gr.
Skil á skýrslu
Fyrir setu á fundum sveitarstjórnar, nefnda og ráða sveitarfélagsins er greitt skv. staðfestum
fundargerðum. Fulltrúi ber sjálfur ábyrgð á að koma réttum upplýsingum um setu á öðrum fundum,
akstur og útlagðan kostnað til launafulltrúa eða fjármálastjóra sveitarfélagsins eftir því sem við á.
16. gr.
Gildistaka
Reglurnar taka þegar gildi og um leið falla eldri samþykktir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar úr
gildi.
Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar 17. ágúst 2022