1. Skipan í undirkjörstjórnir - 2411002
Í 17. grein kosningalaga nr. 112/2021 segir í 2. mgr.:
"Í sveitarfélagi sem skipt er í kjördeildir skal sveitarstjórn kjósa jafnmargar undirkjörstjórnir og fjöldi kjördeilda er. Þar sem kjördeildir eru fleiri en ein á sama kjörstað getur sveitarstjórn jafnframt kosið hverfiskjörstjórn til að hafa umsjón með kosningastarfi á kjörstaðnum í umboði yfirkjörstjórnar sveitarfélags. Í sveitarfélagi sem er ekki skipt í kjördeildir gegnir kjörstjórn störfum yfir- og undirkjörstjórna.
Í 3. mgr. sömu laga segir ennfremur:
"Hver yfirkjörstjórn skal skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara. Hver undirkjörstjórn og hverfiskjörstjórn skal skipuð þremur mönnum og nægilegum fjölda varamanna. Kjörstjórnarmenn skulu eiga kosningarrétt í sveitarfélaginu. Kjörstjórnir kjósa sér oddvita og skipta að öðru leyti með sér verkum."
Sveitarstjórn ákvað á 50. fundi sínum 24. október sl. að í sveitarfélaginu skyldu vera tvær kjördeildir, í Skjólbrekku og Ljósvetningabúð. Því þarf nú að skipa í undirkjörstjórnir í þeim kjördeildum.
Sveitarstjórn samþykkir að eftirtaldir aðilar verði skipaðir í undirskjörstjórnir.
Kjörstaður: Gígur Mývatnssveit.
Aðalmenn:
Edda Stefánsdóttir
Friðrik Lange
Elín Steingrímsdóttir
Varamenn:
Hrafnhildur Geirsdóttir
Þorlákur Páll Jónsson
Agla Rögnvaldsdóttir
Kjörstaður: Ljósvetningabúð
Aðalmenn:
Gísli Sigurðsson
Steinn Jóhann Jónsson
Ólína Arnkelsdóttir
Varamenn:
Mjöll Matthíasdóttir
Hávar Örn Sigtryggsson
Katla Valdís Ólafsdóttir
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
2. Alþingiskosningar 2024 - kjörstaður - 2410028
Á fundi sveitarstjórnar 24. október sl. var ákveðið að kjörstaðir í sveitarfélaginu yrðu tveir, Skjólbrekka og Ljósvetningabúð. Nú liggur fyrir að Skjólbrekka er upptekin á kjördegi. Því liggur fyrir sveitarstjórn að taka ákvörðun um nýjan kjörstað í Mývatnssveit. Fyrir fundinum liggur tillaga um að Gígur, Skútustöðum verði nýr kjörstaður í sveitarfélaginu og komi þá í stað Skjólbrekku.
Sveitarstjórn samþykkir að nýr kjörstaður í Þingeyjarsveit verði á Gíg, Skútustöðum.
Samþykkt með sjö atkvæðum Gerðar, Knúts, Arnórs, Jónu Bjargar, Ragnhildar, Árna Péturs og Önnu.
Haraldur og Eyþór Kári sitja hjá.
Samþykkt
3. Alþingiskosningar 2024 - skipan kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. - 2410019
Á 30. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir að óska eftir við sýslumann að skipa kjörstjóra í húsnæði sveitarfélagsins í Mývatnssveit og á Laugum. Jafnframt er óskinni vísað til staðfestingar í sveitarstjórn til samræmis við 69. gr. kosningalaga nr. 112/2021.
Sveitarstjórn staðfestir bókun byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Staðfest
4. Tónkvíslin - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis - 2411017
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum kt. 600401-3270 vegna viðburðarins Tónkvíslarinnar sem haldin verður þann 16. nóvember.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins en áður hafði sveitarstjórn samþykkt beiðnina óformlega í tölvupóst þar sem beiðnin barst sveitarfélaginu ekki fyrr en 14. nóvember.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
5. Alþingiskosningar 2024 - kjörskrá - 2410019
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar kjörskrá vegna alþingiskosninga 30. nóvember 2024.
Lagt fram
Fundi slitið kl. 11:39.