51. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

18.11.2024

51. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Seiglu mánudaginn 18. nóvember kl. 11:30

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Anna Bragadóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Margrét Hólm Valsdóttir.

Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
1. Skipan í undirkjörstjórnir - 2411002
Í 17. grein kosningalaga nr. 112/2021 segir í 2. mgr.:
"Í sveitarfélagi sem skipt er í kjördeildir skal sveitarstjórn kjósa jafnmargar undirkjörstjórnir og fjöldi kjördeilda er. Þar sem kjördeildir eru fleiri en ein á sama kjörstað getur sveitarstjórn jafnframt kosið hverfiskjörstjórn til að hafa umsjón með kosningastarfi á kjörstaðnum í umboði yfirkjörstjórnar sveitarfélags. Í sveitarfélagi sem er ekki skipt í kjördeildir gegnir kjörstjórn störfum yfir- og undirkjörstjórna.
Í 3. mgr. sömu laga segir ennfremur:
"Hver yfirkjörstjórn skal skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara. Hver undirkjörstjórn og hverfiskjörstjórn skal skipuð þremur mönnum og nægilegum fjölda varamanna. Kjörstjórnarmenn skulu eiga kosningarrétt í sveitarfélaginu. Kjörstjórnir kjósa sér oddvita og skipta að öðru leyti með sér verkum."
Sveitarstjórn ákvað á 50. fundi sínum 24. október sl. að í sveitarfélaginu skyldu vera tvær kjördeildir, í Skjólbrekku og Ljósvetningabúð. Því þarf nú að skipa í undirkjörstjórnir í þeim kjördeildum.
Sveitarstjórn samþykkir að eftirtaldir aðilar verði skipaðir í undirskjörstjórnir.
 
Kjörstaður: Gígur Mývatnssveit.
 
Aðalmenn:
Edda Stefánsdóttir
Friðrik Lange
Elín Steingrímsdóttir
Varamenn:
Hrafnhildur Geirsdóttir
Þorlákur Páll Jónsson
Agla Rögnvaldsdóttir
 
Kjörstaður: Ljósvetningabúð
 
Aðalmenn:
Gísli Sigurðsson
Steinn Jóhann Jónsson
Ólína Arnkelsdóttir
Varamenn:
Mjöll Matthíasdóttir
Hávar Örn Sigtryggsson
Katla Valdís Ólafsdóttir
 
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
2. Alþingiskosningar 2024 - kjörstaður - 2410028
Á fundi sveitarstjórnar 24. október sl. var ákveðið að kjörstaðir í sveitarfélaginu yrðu tveir, Skjólbrekka og Ljósvetningabúð. Nú liggur fyrir að Skjólbrekka er upptekin á kjördegi. Því liggur fyrir sveitarstjórn að taka ákvörðun um nýjan kjörstað í Mývatnssveit. Fyrir fundinum liggur tillaga um að Gígur, Skútustöðum verði nýr kjörstaður í sveitarfélaginu og komi þá í stað Skjólbrekku.
Sveitarstjórn samþykkir að nýr kjörstaður í Þingeyjarsveit verði á Gíg, Skútustöðum.
 
Samþykkt með sjö atkvæðum Gerðar, Knúts, Arnórs, Jónu Bjargar, Ragnhildar, Árna Péturs og Önnu.
Haraldur og Eyþór Kári sitja hjá.
Samþykkt
 
3. Alþingiskosningar 2024 - skipan kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. - 2410019
Á 30. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
 
Byggðarráð samþykkir að óska eftir við sýslumann að skipa kjörstjóra í húsnæði sveitarfélagsins í Mývatnssveit og á Laugum. Jafnframt er óskinni vísað til staðfestingar í sveitarstjórn til samræmis við 69. gr. kosningalaga nr. 112/2021.
Sveitarstjórn staðfestir bókun byggðarráðs.
 
Samþykkt samhljóða.
Staðfest
 
4. Tónkvíslin - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis - 2411017
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum kt. 600401-3270 vegna viðburðarins Tónkvíslarinnar sem haldin verður þann 16. nóvember.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins en áður hafði sveitarstjórn samþykkt beiðnina óformlega í tölvupóst þar sem beiðnin barst sveitarfélaginu ekki fyrr en 14. nóvember.
 
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
5. Alþingiskosningar 2024 - kjörskrá - 2410019
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar kjörskrá vegna alþingiskosninga 30. nóvember 2024.
Lagt fram
 
 
Fundi slitið kl. 11:39.