12. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

30.11.2022

12. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Breiðamýri miðvikudaginn 30. nóvember kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir

Eygló Sófusdóttir

Knútur Emil Jónasson

Halldór Þorlákur Sigurðsson

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Árni Pétur Hilmarsson

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Eyþór Kári Ingólfsson

Arnór Benónýsson 

Starfsmenn

Jón Hrói Finnsson

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Í upphafi óskaði oddviti eftir samþykki fundarmanna fyrir því að taka á dagskrá mál nr. 2211059 Starfshlutfall oddvita. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að taka málið á dagskrá.

Dagskrá:

 

1.

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2023-2026 - fyrri umræða - 2208046

 

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2023-2026 tekin til fyrri umræðu.

 

Til máls tóku: Jón Hrói, Jóna Björg, Knútur.
Sveitarstjóri kynnti helstu forsendur fjárhagsáætlunar: Gert er ráð fyrir að íbúum fjölgi um 40 á árinu 2023 og verði 1429 í árslok. Útsvarshlutfall verður 14,52%. Gert er ráð fyrir að álagningarstofn fasteignaskatts hækki um 10,5% og að álagningarhlutföll verði óbreytt frá fyrra ári. Hækkun tekna og útgjalda er áætluð 4,9% á árinu 2023.
Í áætluninni er gert ráð fyrir að afgangur af rekstri A-hluta árið 2023 verði 13 m.kr. en að rekstarniðurstaða samstæðunnar verð neikvæð um 2,4 m.kr. Rekstrartekjur A og B- hluta eru áætlaðar um 2.478 m.kr. þar af eru útsvar og fasteignaskattur um 54%, framlög jöfnunarsjóðs um 21% og aðrar tekjur um 25%. Rekstrargjöld eru áætluð um 2.289 m.kr. Þ.a. er launakostnaður um 60%. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum árið 2023 er áætluð 361 m.kr. og ný langtímalán eru áætluð 200 m.kr. Afborganir langtímalána eru áætlaðar um 160 m.kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2023-2026 til annarrar umræðu.

 

Samþykkt

 

   

2.

Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir - 2206018

 

1. Á fundi fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga var Árni Pétur Hilmarsson tilnefndur sem varafulltrúi í Náttúruverndarnefnd Þingeyinga fyrir hönd Þingeyjarsveitar. Óskað er staðfestingar sveitarstjórnar á tilnefningunni.
2. K-listi tilnefnir Ragnhildi Hólm Sigurðardóttur í fræðslu- og velferðarnefnd í stað Patrycju Mariu Reimus og Jónu Björgu Hlöðversdóttur sem varamann í stað Lindu Bjarkar Árnadóttur. Patrycja og Linda Björk hafa ráðið sig til starfa í skólum sveitarfélagsins og eru því ekki lengur kjörgengar í nefndina.

 

Sveitarstjórn samþykkir ofangreindar tilnefningar samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

3.

Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013

 

Skipun þriggja fulltrúa Þingeyjarsveitar í starfshóp um deiliskipulag Þeistareykja. Bjarni Reykjalín og Árni Ólafsson kynntu stöðu verkefnisins sem er á vinnslustigi.
Tilgangurinn með gerð deiliskipulagsins er að skilgreina þætti sem snúa að ferðaþjónustu og samspili hennar við náttúru, menningarminjar/sögu og starfsemi Landsvirkjunar. Meginmarkmið með gerð skipulagsins er að gera Þeistareykjaland áhugavert og öruggt fyrir ferðamenn, og vernda viðkvæma náttúru svæðisins.

 

Til máls tóku: Knútur Emil, Árni Pétur
Sveitarstjórn þakkar Bjarna Reykjalín og Árna Ólafssyni fyrir kynninguna. Vinna við deiliskipulagstillöguna fylgir lögbundnu skipulagsferli og verður kynnt hagsmunaaðilum og almenningi á seinni stigum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Knút Emil Jónasson, Arnór Benónýsson og Atla Stein Sveinbjörnsson til setu í starfshópnum. Fulltrúar Landsvirkjunar eru Vordís Sörensen Eiríksdóttir, Axel Valur Birgisson og Hildur Vésteinsdóttir.

 

Samþykkt

 

   

4.

Erindi um þátttöku í umframkostnaði við þjónustu við fatlað fólk 2021 – 2211009

 

Áður á dagskrá á 11. fundi sveitarstjórnar þann 9. nóvember 2022.
Lögð fram gögn frá Norðurþingi sem sýna sundurliðun rekstrarkostnaðar í málaflokki fatlaðs fólks og tölfræði um veitta þjónustu samkvæmt þjónustusamningi um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu.

 

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn gerir athugasemd við að Norðurþing hafi ekki uppfyllt ákvæði um upplýsingaskyldu sbr. 11. kafla samningsins. Sveitarstjórn fer fram á að úr því verði bætt og að útgönguspá málaflokksins á yfirstandandandi ári verði send sveitarstjóra við fyrsta tækifæri. Sveitarstjóra er falið að koma athugasemdunum á framfæri við Norðurþing.
Sveitarstjórn samþykkir gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2022 upp á 38 m.kr. sem verður mætt með handbæru fé.
Sveitarstjórn óskar eftir formlegum viðræðum við Norðurþing um endurskoðun samninga um sértæka og almenna félagsþjónustu.
Samþykkt samhljóða.

   

 

   

5.

Þjónusta samkvæmt lögum um samþættingu í þágu farsældar barna – 2211033

 

Lagt fram erindi Hróðnýjar Lund, fyrir hönd Norðurþings dagsett 3.11.2022. Í erindinu eru kynnt drög að viðauka við samning um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu, sem tekur til þjónustu samkvæmt lögum um samþættingu í þágu farsældar barna og óskað eftir athugasemdum við þau.
Í pósti frá 16. nóvember kemur fram að Norðurþing mun ekki þjónusta sveitarfélögin um þá þjónustu sem tilheyrir farsældarlögunum fyrr en sveitarfélögin eru búin að ganga frá samningi þess efnis.

 

Til máls tóku: Knútur Emil, Arnór
Sveitarstjórn samþykkir að gerður verði viðauki við gildandi samning um félagsþjónustu til eins árs. Sveitarstjórn leggur jafnframt áherslu á að markmið þjónustunnar og þjónustustig verði skilgreint og haldið utan um veitta þjónustu með hliðsjón af settum markmiðum.
Samþykkt samhljóða.

   

 

   

6.

Fundargerðir framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga - 2211029

 

Fundargerð 30. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram.

 

   

7.

Menningarmiðstöð rekstraráætlun til samþykktar - 2211036

 

Lögð fram rekstraráætlun Menningarmiðstöðvar Þingeyinga fyrir árið 2023 ásamt afgreiðslu Norðurþings á henni. Í rekstraráætluninni er óskað eftir 3 m.kr. aukaframlagi til viðhalds húsnæðis næstu þrjú ár sem skiptist á milli stofnaðila í hlutfalli við íbúafjölda.

 

Til máls tók: Árni Pétur
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða rekstraráætlun Menningarmiðstöðvar Þingeyinga fyrir árið 2023 og hlutdeild sveitarfélagsins í viðbótarframlagi til viðhalds húsnæðis samkvæmt henni.

 

Samþykkt

 

   

8.

Fundargerðir fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. - 2210023

 

Fundargerð 17. fundar fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram.

   

 

   

9.

Samstarfssamningur um skipan Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra og rekstur heilbrigðiseftirlits - 2211008

 

Á 11. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var samþykktur nýr samstarfssamningur um skipan Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra og rekstur heilbrigðiseftirlits. Komið hafa tillögur að breytingum á samningnum frá Eyjafjarðarsveit, varðandi fyrirkomulag gjaldtöku og frá Akureyrarbæ varðandi árlegan samráðsfund með aðildarsveitarfélögum. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til tillagnanna.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkomnar breytingatillögur.
Samþykkt samhljóða.

   

 

   

10.

Fundargerðir stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga - 2211037

 

Fundargerð 10. fundar stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, sem haldinn var þann 10. nóvember sl., lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram.

   

 

   

11.

Birkilauf ehf - Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi - 2210015

 

Til máls tók: Knútur Emil
Áður á dagskrá á 9. fundi sveitarstjórnar þann 20. október sl.
Í tölvupósti frá 6.10.2022 óskar Jóna Matthíasdóttir, fyrir hönd Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, eftir umsögn sveitarstjórnar um umsókn um rekstrarleyfi gistingar í flokki 2 tegund H í Birkilandi 15, 660 Mývatn.
Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa um forsögu málsins og ástæður þess að sveitarstjórn hefur lagst gegn útgáfu rekstrarleyfis á þessum stað.

 

Að mati sveitarstjórnar stangast heimild til gistireksturs á við ákvæði aðalskipulags, þ.e.a.s. ekki er getið til sérstaklega um heimild til gistireksturs í frístundabyggðinni. Þar að auki er ekki gert ráð fyrir gistirekstri á svæðinu í deiliskipulagi. Í samningi við landeigendur er ekki heldur getið til um heimild til gistireksturs.
Sveitarstjórn leggst því gegn útgáfu rekstrarleyfisins.
Bókunin er samþykkt samhljóða.

 

   

12.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 3 - 2211002F

 

Fundargerð 3. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til staðfestingar á 12. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 23. nóvember 2022. Fundargerðin er í fimm liðum. Sjá bókun við hvern dagskrárlið.

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 3. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

 

Samþykkt

 

12.1

2208027 - Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar

 

Sveitarstjórn samþykkir breytingar á erindisbréfinu samkvæmt tillögu nefndarinnar.

 

12.2

2211021 - Reglur um úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs í Þingeyjarsveit

 

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar.

 

12.3

2211018 - Reglur Þingeyjarsveitar um úthlutun menningarstyrkja

 

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar.

 

12.4

2211010 - Héraðssamband Þingeyinga - Erindi til sveitarstjórnar

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi rekstrarsamning við HSÞ til þriggja ára og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun hans.

 

12.5

2211031 - Erindi varðandi frístundastyrki og skipulag íþrótta í sveitarfélaginu

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísað tillögu nefndarinnar til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

 

   

13.

Fræðslu- og velferðarnefnd - 4 - 2211005F

 

Fundargerð 4. fundar fræðslu- og velferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 12. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 23. nóvember 2022. Fundargerðin er í fjórum liðum. Sjá bókun við hvern dagskrárlið.

 

13.1

2211026 - Viðverustefna Leikskólans Yls

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar.

 

13.2

2210031 - Leikskólinn Ylur Starfsmannamál

 

Til máls tók: Knútur Emil
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýst verði eftir aðstoðarleikskólastjóra en hafnar því að viðveruhvatning verði tekin upp. Sveitarstjórn er ekki hlynnt því að starfsfólki sé umbunað sérstaklega fyrir að sinna vinnuskyldu sinni og leggur áherslu að vinna með starfsaðstæður, starfsanda og starfsaðstöðu til að draga úr fjarveru frá vinnu.

 

13.3

2211028 - Reglur varðandi umsóknir um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar.

 

13.4

2211027 - Reglur um skólavist utan lögheimilis

 

Sveitarstjórn samþykkir að styðjast við viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi grunnskólanám utan lögheimilissveitarfélags.

 

   

14.

Skipulagsnefnd - 6 - 2210009F

 

Fundargerð 6. fundar skipulagsnefndar frá 16. nóvember lögð fram til kynningar og, eftir atvikum, til staðfestingar á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022, sbr. bókun sveitarstjórnar við einstaka dagskrárliði í fundargerðinni.

 

14.1

2206044 - Léttsteypa byggingarleyfi

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022.

 

14.2

2208043 - Bjarnarflag 2 Umsókn um byggingarleyfi

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022.

 

14.3

2211022 - Sandabrot - lóðastofnun úr Vogum 3

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022.

 

14.4

2208023 - Umsókn um byggingarleyfi - Arnstapabyggð 5

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022.

 

14.5

2201012 - Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi

 

Sveitarstjórn tekur undir tillögu skipulagsnefndar og samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og breytingu á deiliskipulagi Skóga. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að sjá um málsmeðferð í samræmi við 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.

 

14.6

2209030 - Breyting á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna jarðstrengs

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022.

 

14.7

1905026 - Fjósatunga - deiliskipulag

 

Sveitarstjórn tekur undir tillögu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Fjósatungu frístundabyggðar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.

 

14.8

2002013 - Þeistareykir - deiliskipulag

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022.

 

14.9

2210041 - Hólabak - nafnabreyting

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022.

 

14.10

2210034 - Hvarf - hnitsetning landamerkja

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022.

 

14.11

2211023 - Sólvangur 4, nafnabreyting

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022.

 

   

15.

Umhverfisnefnd - 3 - 2211001F

 

Fundargerð 3. fundar umhverfisnefndar sem haldinn var þann 3. nóvember var lögð fyrir sveitarstjórn á 12. fundi hennar til kynningar og afgreiðslu sbr. bókun sveitarstjórnar við hvern dagskrárlið.

 

15.1

2210002 - Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu umhverfisnefndar á 3. fundi.

 

15.2

2206053 - Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn þakkar fulltrúum í umhverfisnefnd fyrir uppfærslu umhverfisstefnu sveitarfélagsins en frestar afgreiðslu stefnunnar til næsta fundar sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

 

15.3

1811051 - Starfshópur - Lífrænn úrgangur

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar.

 

15.4

2211003 - Lausnir varðandi bann við urðun lífræns úrgangs

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar.

 

   

16.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 2 - 2211004F

 

Fundargerð 2. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, sem haldinn var 14. nóvember 2022, var lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu á 12. fundi hennar þann 23. nóvember 2022, sbr. bókun sveitarstjórnar við hvern dagskrárlið.

 

16.1

2208025 - Erindisbréf atvinnu- og nýsköpunarnefndar

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögum nefndarinnar til sameiningarnefndar.

 

16.2

2211004 - Endurskoðun fjallskilasamþykktar

 

Afgreiðsla atvinnu- og nýsköpunarnefndar á 2. fundi hennar þann 14. nóvember 2022 var staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember 2022.

 

16.3

2211024 - Afránsstjórnun í Þingeyjarsveit

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

16.4

2210026 - Snjómokstur í Þingeyjarsveit

 

Til máls tók: Árni Pétur, Arnór, Jón Hrói, Jóna Björg, Knútur og Gerður.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu atvinnu- og nýsköpunarnefndar um að að framlengja samninga um snjómokstur til júní 2023 og að stefnt verði að nýju innkaupaferli fyrir næsta vetur. Ákvæði eða tilmæli um tímasetningu moksturs verða tekin til skoðunar í nýju innkaupaferli.
Samþykkt samhljóða.

 

16.5

2211025 - Matarskemman - tækja- og búnaðarkaup

 

Afgreiðsla atvinnu- og nýsköpunarnefndar á 2. fundi hennar þann 14. nóvember 2022 var staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember 2022.

 

   

17.

Starfshlutfall oddvita - 2211059

 

Vegna viðvarandi manneklu á skrifstofu sveitarfélagsins er lagt til að oddviti hafi viðveru á skrifstofum sveitarfélagsins í 50% stöðu frá 1. desember 2022 til 28. febrúar 2023.

 

Til máls tók: Arnór
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

 

   

 

Árni Pétur kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og sagði frá heimsókn Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra í Þingeyjarskóla.
Knútur kvaddi sér hljóðs og fjallaði um verkefni sveitarstjórnar á næstu misserum.

Fundi slitið kl. 15:00.