11. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

09.11.2022

11. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Skjólbrekku miðvikudaginn 09. nóvember kl. 13:00

Fundarmenn

Knútur Emil Jónasson

Eygló Sófusdóttir

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Eyþór Kári Ingólfsson

Arnór Benónýsson

Úlla Árdal

Haraldur Bóasson

Einar Örn Kristjánsson

Starfsmenn

Jón Hrói Finnsson

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri

Í upphafi fundar bar varaoddviti upp tillögu um að eftirtalin mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum, sem var samþykkt samhljóða:

Mál nr. 2211020 - Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Mál nr. 2211019 - Boð á aukafund Mýsköpunar ehf. 2022

 

Í boðaðri dagskrá var gert ráð fyrir umfjöllun um fundargerð 5. fundar skipulagsnefndar en þar sem hún var tekin til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar var dagskrárliðurinn felldur út.

 

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2023-2026 - 2208046

Sveitarstjóri fer yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun.

Sveitarstjórn hefur fundað þrisvar á vinnufundum um fjárhagsáætlun og nýtur aðstoðar fjármálaráðgjafa KPMG við vinnuna. Fundað hefur verið með forstöðumönnum um breytingar í rekstri, viðhaldsverkefni og framkvæmdir. Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun verði lögð fyrir sveitarstjórn til fyrstu umræðu á 12. fundi hennar þann 23. nóvember 2022.

Samþykkt

 

2. Erindi um þátttöku í umframkostnaði við þjónustu við fatlað fólk 2021 - 2211009

Í bréfi dagsettu 31. október 2022 fer Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri Norðurþings þess á leit að Þingeyjarsveit greiði hlut í hallarekstri í málaflokki fatlaðs fólks árið 2021. Samkvæmt útreikningum með erindinu er hallareksturinn samtals um 144 m.kr. og hlutur Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps um 38 m.kr.

Til máls tóku: Jón Hrói og Arnór

Samkvæmt grein 9.1.5. í þjónustusamningi Þingeyjarsveitar við Norðurþing um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu er gert ráð fyrir að Norðurþing skili skýrslu þar sem meðal annars skal gerð grein fyrir tölulegum upplýsingum sem lýsa eðli, umfangi og kostnaði þjónustunnar.

Sveitarstjórn kallar eftir skýrslu samkvæmt greininni og frestar afgreiðslu erindisins.

Frestað

 

3. Erindi varðandi Skútahraun 2A og 2B - 2210036

Lagt fram erindi eigenda Skútahrauns 2a sem lýsa vilja til að kaupa Skútahraun 2b sem er sambyggt eign þeirra, ásamt meðfylgjandi bílskúr í núverandi ásigkomulagi. Í erindinu kemur fram að mikið viðhald sé framundan.

Til máls tóku: Jón Hrói og Jóna Björg.

Afgreiðslu frestað. Sveitarstjóra er falið að afla frekari gagna um fasteignina.

Frestað

 

4. Trúnaðarmál – 2210043

Skráð í trúnaðarmálabók.

 

5. Tilnefning fulltrúa í fagráð Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn - 2211013

Þingeyjarsveit og Norðurþing eiga sameiginlegan fulltrúa og varafulltrúa í fagráði Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn. Samkvæmt samkomulagi við Norðurþing er lagt til að Bergþóra Kristjánsdóttir verði tilnefnd sem aðafulltrúi sveitarfélaganna í fagráð og að Norðurþing skipi varafulltrúa.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Samþykkt

 

6.Samstarfssamningur um skipan í Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra og rekstur heilbrigðiseftirlits - 2211008

Lögð fram drög að endurnýjuðum samstarfssamningi um skipan Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra og rekstur heilbrigðiseftirlits. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  1. grein hefur verið uppfærð með hliðsjón af breyttri sveitarfélagaskipan á starfssvæði HNE.

Í 2. grein er kveðið á um að heilbrigðisnefndin verði skipuð af stjórn SSNE af afloknum sveitarstjórnarkosningum í stað þess að það verði gert á þingi Eyþings til að flýta fyrir skipan nýrrar heilbrigðisnefndar eftir sveitarstjórnarkosningar.

Í 3. grein er lagt til að heilbrigðisnefnd ráði aðeins framkvæmdastjóra HNE í stað þess að ráða bæði framkvæmdastjóra og heilbrigðisfulltrúa, en eðlilegt er að framkvæmdastjóri HNE sjái um starfsmannahald.

Að lokum er lagt til í 4. grein að fjárhagsáætlun skuli send sveitarstjórnum til umfjöllunar eigi síðar en 1. september í stað 1. ágúst, og að hún teljist samþykkt hafi ekki borist athugasemdir fyrir 1. desember í stað 1. nóvember.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samstarfssamninginn samhljóða og felur sveitarstjóra að skrifa undir hann fyrir sína hönd.

Samþykkt

 

7. Boð á aukaþing SSNE - 2209010

Í tölvupósti dagsettum 3. nóvember 2022 boðar Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE, til seinna aukaþings SSNE þann 2. desember næstkomandi.

Lagt fram til kynningar.

Lagt fram

 

8. Ritun annáls í Árbók Þingeyinga - 2211014

Lögð fram tillaga oddvita um að samið verði við Sverri Haraldsson um ritun annáls í Árbók Þingeyinga. Sverrir hefur verið annálsritari fyrir Þingeyjarsveit í mörg ár en Birkir Fanndal sem ritað hefur annálinn fyrir Skútustaðahrepp hefur óskaði eftir lausn frá starfi. Lagt er til að samningur við Sverri gildi út kjörtímabilið eða til haustsins 2026. Kostnaður við annálsritunina er kr. 350.000,- á ári og uppreiknast miðað við neysluvísitölu, í fyrsta sinn 1. júlí 2024.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Samþykkt

 

9. Samstarf Þingeyjarsveitar og Landsvirkjunar - 2211015

Í samningi Þingeyjarsveitar við Landsvirkjun um jörðina Þeistareyki er kveðið á um skipan samráðsnefndar sem í sitja tveir fulltrúar frá hvorum samningsaðila.

Lagt er til að Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti sveitarstjórnar og Arnór Benónýsson verði fulltrúar Þingeyjarsveitar í nefndinni.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Samþykkt

 

10. Sparisjóður Suður-Þingeyinga - Fundarboð - 2210040

Lagt fram fundarboð stefnumótunarfundar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga þar sem stofnfjárhafar og stjórnendur sparisjóðsins munu horfa saman til framtíðar. Fundurinn verður haldinn þann 12.nóvember næstkomandi klukkan 10-17.

Lagt er til að Gerður Sigtryggsdóttir verði fulltrúi Þingeyjarsveitar á fundinum og fari með umboð sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Samþykkt

 

11. Ósk um vilyrði um áframhaldandi stuðning - 2211016

Í tölvupósti frá 4. nóvember 2022 óskar Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir, fyrir hönd Mývatnsstofu, eftir staðfestingu sveitarstjórnar á því að hún muni standa við skuldbindingar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samkvæmt eldri samningum sveitarfélaganna og Mývatnsstofu.

Ragnhildur og Úlla vöktu athygli á mögulegu vanhæfi sínu.

Þar sem Ragnhildur er stjórnarformaður og því fyrirsvarsmaður Mývatnsstofu telst hún vera vanhæf. Sem almennur starfsmaður Mývatnsstofu telst Úlla ekki vera vanhæf. Niðurstaðan er samhljóða í báðum tilfellum.

Til máls tóku: Jóna Björg.

Sveitarstjórn óskar eftir kynningu frá Mývatnsstofu. Afgreiðslu er frestað.

Frestað

 

12. Boð á aukafund Mýsköpunar ehf. 2022 - 2211019

Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.

Í tölvupósti frá 8. nóvember boðar Dagbjört Inga Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri, til aukafundar hjá Mýsköpun ehf. sem haldinn verður miðvikudaginn 16. nóvember 2022 kl 17:00.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt

 

13. Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022 - 2211020

Í tölvupósti frá 1. nóvember 2022 boðar Jóhannes Á. Jóhannesson til aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður í Þorlákshöfn, föstudaginn 11. nóvember kl. 13:00.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Arnóri Benónýssyni umboð sitt á aðalfundinum og tilnefnir Knút Emil til framboðs til setu í stjórn samtakanna.

Samþykkt

 

14. Fræðslu- og velferðarnefnd - 3 - 2210006F

Fundargerð 3. fundar fræðslu- og velferðarnefndar var lögð fram til staðfestingar á 11. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 9. nóvember 2022. Fundargerðin er í níu liðum. Sjá bókun við hvern dagskrárlið.

12.1 2005020 - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing barnasáttmála

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 3. fundi hennar var staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar.

12.2 2209036 - Skólabyrjun

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 3. fundi hennar var staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar.

12.3 2210033 - Minnisblað skólastjóra Reykjahlíðarskóla varðandi Leiksólann Yl

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 3. fundi hennar var staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar.

12.4 2210032 - Starfsmannamál í þingeyjarskóla

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

12.5 2210003 - Erindi til fræðslunefndar

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 3. fundi hennar var staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar.

12.6 2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 3. fundi hennar var staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar.

12.7 2210035 - Umsókn um grunnskólavist utan Þingeyjarsveitar

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 3. fundi hennar var staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar.

12.8 2209002 - Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um viðbótartónlistarnám Jón Aðalsteinn Snæbjörnsson

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 3. fundi hennar var staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar.

12.9 2210028 - Niðurfelling á gjöldum vegna félagslegrar þátta

Afgreiðsla fræðslu- og velferðarnefndar á 3. fundi hennar var staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar.

 

Fundi slitið kl. 14:00.