4. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

21.09.2022

4. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn Skjólbrekku miðvikudaginn 21. september kl. 09:00

Fundarmenn

Agnes Einarsdóttir
Einar Örn Kristjánsson
Helgi Héðinsson
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Ingi Þór Yngvason

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson
Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:

Umsókn um framkvæmdaleyfi við Hverfjall - 2204012
Léttsteypa byggingarleyfi - 2206044
Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Bergsstaða - 2209032
Lundarbrekka 2 - afskráning ræktaðs lands úr fasteignaskrá - 2202011
Hvarf - nafnabreyting og lóðastofnun - 2209020
Beiðni um heimild til vinnu deiliskipulags - 2209035
Breyting á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna jarðstrengs - 2209030
Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi - 2103017
Spennistöð í Reykjahlíðarþorpi - 2206049
Deiliskipulag Hóla og Lauta - 2206039
Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku að Garði - 2209040
Fjósatunga - deiliskipulag - 1905026
Nípá - Umsókn um byggingarheimild - 2208019
Umsókn um stofnun lóðar og breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar - 2209041
Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013
Skipulagsnefnd - Önnur mál - 2208021

Einar Örn Kristjánsson, formaður nefndar setti fund.
Formaður leggur til að eftirfarandi erindum verði bætt við dagskrá fundar:

Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku að Garði (2209040)
Fjósatunga - deiliskipulag (1905026)
Nípá - Umsókn um byggingarheimild (2208019)
Umsókn um stofnun lóðar og breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar (2209041)
Þeistareykir deiliskipulag (2002013)

Gögn málanna voru sett inn á fundargátt og hafa fundarmenn haft aðgengi að þeim í meira en sólarhring. Skipulagsnefnd samþykkir að bæta þessum fimm málum inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.

Einar Örn lýsir yfir vanhæfi sínu í fyrstu tveimur málum fundarins vegna fjölskyldutengsla skv. 20.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Nefndin kýs um hæfi hans og samþykkir að hann sé sannarlega vanhæfur í þessum málum. Hefur Ingi Yngvason verið boðaður á fundinn og mun sitja undir fyrstu tveimur málum fundarins.

Umræða varð innan nefndarinnar um hvenær nefndarmenn eru vanhæfir í málum, m.a. hvort starfsmenn fyrirtækja sem eru til umræðu á fundinum séu vanhæfir. Rætt að horfa þurfi til hvort starfsmaðurinn hafi hagsmuna að gæta við afgreiðslu málsins. Nefndin ræðir mikilvægi þess að móta með sér stefnu um þessi mál.

1. Umsókn um framkvæmdaleyfi við Hverfjall - 2204012

Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ólöfu Þ. Hallgrímsdóttur dags. 13. apríl um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vatnslagnar frá nýrri borholu að salernishúsum við Hverfjall. Erindið var síðast á fundi nefndarinnar þann 19. apríl 2022 þar sem afgreiðslu erindisins var frestað. Salernishús og fyrirhugað vatnslögn er innan friðlýsingar Hverfjalls sem var friðlýst sem náttúruvætti í B deild Stjórnartíðinda nr. 1261/2011.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vatnslagnar frá nýrri borholu að salernishúsi skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdaleyfið skal gefið út gegn því að Umhverfisstofnun veiti leyfi fyrir framkvæmdum í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 60/2013.

   

2. Léttsteypa byggingarleyfi - 2206044

Tekin fyrir umsókn frá Jóni Inga Hinrikssyni frá því í mars s.l. um byggingarleyfi Léttsteypunnar fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði. Áður hafði verið sótt um byggingarleyfi árið 2017 sem var gefið út og undirstöður steyptar. Sótt er um byggingarleyfi á grunni áður útgefins byggingarleyfis.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Samþykkt

   

Ingi vék af fundi og Einar tók sæti að nýju.

3. Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Bergsstaða - 2209032

Tekin fyrir umsókn frá Friðrik Sigurðssyni. f.h. Fljótsmalar ehf. um framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Bergsstaða, á efnistökusvæði sem skilgreint er sem E-10 í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2012. Sótt er um heimild til efnistöku 30.000 m3 efnis á 15 ára tímabili, að jafnaði 2.000 m3 á ári. Áður var gefið út framkvæmdaleyfi árið 2017 til fimm ára, allt að 5000 m3 efnis. Í heild hafa um 4.640 m3 af efni verið teknir af svæðinu.

Skipulagsnefnd telur að efnistakan muni hafa óveruleg áhrif á umhverfið og að hún falli ekki undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 gegn því að Fiskistofa veiti jákvæða umsögn.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að verktaki gangi vel um framkvæmdasvæðið og umhverfi þess.

Samþykkt

   

4. Lundarbrekka 2 - afskráning ræktaðs lands úr fasteignaskrá - 2202011

Tekin fyrir beiðni frá Jónasi Sigurðssyni dags. 8. febrúar 2022 um afskráningu ræktaðs lands úr fasteignaskrá. Um er að ræða 15 ha af túnum sem komin eru í órækt.

Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að sjá um afskráningu 15 ha af túnum í landi Lundabrekku 2 úr fasteignaskrá.

Samþykkt

   

5. Hvarf - nafnabreyting og lóðastofnun - 2209020

Tekin fyrir beiðni frá Ólafi Stefánssyni dags. 9. september 2022 þar sem sótt er um nafnabreytingu á jörðinni Hvarf sem verði breytt í Hvarfsland. Einnig er sótt um nýja lóð á jörðinni Hvarfsland samkvæmt meðf. teikningu sem mun fá nafnið Hvarf.

Skipulagsnefnd samþykkir nafnabreytingu lóðarinnar í Hvarfsland og stofnun lóðarinnar Hvarfs í samræmi við fyrirliggjandi gögn og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Samþykkt

   

6. Beiðni um heimild til vinnu deiliskipulags - 2209035

Tekin fyrir beiðni frá Stefáni Jakobssyni dags. 19. september 2022 um heimild til deiliskipulagsgerðar austan við Birkiland í landi Voga III. Áformað er að skipuleggja svæði undir rekstur gistieininga, allt að 10 hús um 30 - 40 fm að stærð hvert.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu en vísar því í vinnslutillögu að endurskoðun aðalskipulags Þingeyjarsveitar með tilliti til landnotkunar á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi og framtíðaráforma um uppbyggingu í sveitarfélaginu.

Hafnað

   

7. Breyting á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna jarðstrengs - 2209030

Efla, f.h. Landsnets, hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna lagningar jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu. Skipulagslýsingin er sameiginleg fyrir breytingar á aðalskipulagsáætlunum Norðurþings 2010-2030 og Þingeyjarsveitar 2010-2022.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt

   

8. Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi - 2103017

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 22. ágúst frá Eiríki Vigni Pálssyni f.h. fasteignafélagsins Hótel Laxá ehf um heimild til breytingar á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis í landi Arnarvatns. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit og heimild til uppsetningar stakra gistieininga allt að 50 fm að stærð. Lögð er fyrir nefndina uppfærð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hótel Laxá.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir skýrari gögnum svo unnt sé að taka afstöðu til málsins og felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum nefndarinnar til umsóknaraðila.

Frestað

   

9. Spennistöð í Reykjahlíðarþorpi - 2206049

Tekin fyrir fyrir að nýju tillaga að staðsetningu spennustöðvar í Reykjahlíðarþorpi. Fyrirhuguð er uppsetning hleðlsustöðva við Hraunveg 8 og í því ljósi er þörf á nýrri spennistöð við miðsvæði Reykjahlíðar. Erindið var síðast á fundi skipulagsnefndar þann 23. júní 2022 þar sem nefndin hafnaði erindinu og lagði til við sveitarstjórn að erindinu yrði vísað í vinnslutillögu að endurskoðun aðalskipulags Þingeyjarsveitar með tilliti til landnotkunar á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi og framtíðaráforma um uppbyggingu í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 6. júlí 2022 að vísa erindi um staðsetningur spennistöðvar í Reykjahlíðarþorpi til vinnslutillögu að endurskoðun aðalskipulags Þingeyjarsveitar. Þann 31. ágúst 2022 lagði Árni Grétar Árnason f.h. Rarik fram uppfærða tillögu að staðsetningu spennistöðvar innan lóðar lóðarhafa í samráði við landeigenda.

Skipulagsnefnd telur að um svo óverulegt frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Skipulagsfulltrúa er falið að fara með áformin skv. 3. mgr. 43. gr og veita heimild fyrir uppsetningu spennistöðvar á lóðinni samkvæmt framlögðum gögnum. Unnið er að deiliskipulagi miðsvæðis Reykjahlíðar og ef af breytingu verður mun sveitarfélagið ekki bera ábyrgð á kostnaði framkvæmdaaðila ef færa þarf mannvirkið.
Eins þarf að passa að raska ekki Sauðahelli sem er þarna nærri.

Samþykkt

   

10. Deiliskipulag Hóla og Lauta - 2206039

Tekin fyrir að nýju skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulagsgerðar á landi Hóla og Lauta. Skipulags- og matslýsing var kynnt með umsagnarfresti frá og með 11. júlí til og með 11. ágúst 2022. Haldinn var kynningar fundur að Breiðumýri þann 1. september þar sem kynnt voru fyrirhuguð áform og leitað eftir sjónarmiðum íbúa og hagsmunaaðila.

Skipulagsnefnd hefur farið yfir þær umsagnir sem bárust við kynningu skipulags- og matslýsingar. Nefndin leggur til að breytingar verði gerðar á tillögunni í samræmi við umræður á fundinum og að skipulagsfulltrúa verði falið að koma sjónarmiðum nefndarinnar á framfæri til skipulagsráðgjafa.

Samþykkt

   

11. Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku að Garði - 2209040

Tekin fyrir umsókn frá Alfreð Hjaltasyni f.h. Þingeyjarsveitar dags. 19. september 2022 um framkvæmdaleyfi til efnistöku að Garði, Mývatnssveit. Áformað er að taka allt að 50.000 m3 úr skilgreindu efnistökusvæði að Garði, Mývatnssveit sem áformað er að nota við lagningu göngu- og hjólastígs umhverfis Mývatn.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þegar breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 tekur gildi. Skipulagsfulltrúa er falið að setja inn sérstök skilyrði til varnar mengunar grunnvatns og að tekið sé tillit til nálægðar við verndarsvæði Mývatns og Laxár.

Samþykkt

   

12. Fjósatunga - deiliskipulag - 1905026

Tekin fyrir umsókn frá Ómari Ívarssyni f.h. SS byggir um heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir hluta jarðarinnar Fjósatungu, Fnjóskadal. Um er að ræða 61,2 ha svæði sem í gildandi
aðalskipulagi er skilgreint sem frístundabyggð, en skv. skilmálum í aðalskipulagi er heimilt að byggja allt að 60 frístundalóðir á svæðinu en lóðir skulu ekki vera minni en 0,5 ha. Áður var tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið samþykkt í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar þann 23. september 2021. Deiliskipulagið öðlaðist gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 12. nóvember 2021.
Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði 14. september 2022 að deiliskipulagið skyldi fellt úr gildi eftir að samþykkt þess var kærð. Áformað er að leggja fram að nýju tillögu að deiliskipulagi þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra annmarka sem voru á fyrri tillögu skv. úrskurði Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála.

Skipulagsnefnd heimilar Landslagi f.h. SS Byggir að vinna að gerð deiliskipulags frístundabyggðar að Fjósatungu skv. 2.mgr. 38.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt

   

13. Nípá - Umsókn um byggingarheimild - 2208019

Tekin fyrir að nýju heimild til byggingar 30 fm gróðurhúss úr plasti í landi Nípár, Útkinn. Erindið var síðast á fundi nefndarinnar þann 24. ágúst s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að grenndarkynna áformin.

Engar athugasemdir bárust við áformin. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirhuguð áform.

Samþykkt

   

14. Umsókn um stofnun lóðar og breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar - 2209041

Tekin fyrir umsókn beiðni um breytingu á skilmálum lóðarinnar Klappahraun 10 sem fela í sér að heimilt verði að reisa fjögurra íbúða raðhús á einni hæð í stað einbýlishúss.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta vinna breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að byggingarfulltrúa verði falið að sjá um úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt

   

15. Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013

Lögð fram til kynningar, áform um deiliskipulagsgerð á Þeistareykjum. Áformað deiliskipulag nær yfir land Þeistareykja, sem er í eigu Þingeyjarsveitar. Innan þess er afmarkað deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar sem mun halda gildi sínu. Skipulagssvæðið er alls um 280 km². Deiliskipulagssvæði Þeistareykjavirkjunar er um 85,1 km². Erindið var síðast tekið fyrir á fundi nefndarinnar 18. mars 2021 þar sem kynnt voru drög að deiliskipulagstillögu á Þeistareykjum.

Skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að taka upp að nýju vinnu við deiliskipulag Þeistareykjalands.

Samþykkt

   

16. Skipulagsnefnd - Önnur mál - 2208021

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fóru yfir mál á sínu borði.

Lagt fram

   

Fundi slitið kl. 12:20